Lífið

Fluttur á Ægisíðuna

Þorsteinn Baldur Friðriksson er kominn á sínar æskuslóðir á ný
Þorsteinn Baldur Friðriksson er kominn á sínar æskuslóðir á ný Vísir/Valli
Þorsteinn Baldur Friðriksson, framkvæmdastjóri Plain Vanilla, er fluttur á Ægisíðuna og , þar sem hann bjó áður. Hann festi þar nýlega kaup á hæð í fjölbýli í einni eftirsóttustu götu bæjarins, en fermetraverðið á Ægissíðunni er eitt það hæsta sem fyrirfinnst á höfuðborgarsvæðinu.

„Ég er gamall Vesturbæingur og var í Melaskóla og Hagaskóla á yngri árum,“ segir Þorsteinn, sem er kominn á sínar æskuslóðir á nýjan leik. Hann hefur verið mikið erlendis undanfarið enda hefur fyrirtækið hans, Plain Vanilla, átt góðu gengi að fagna.

Þá var spurningaapp Plain Vanilla, QuizUp, gefið út fyrir Android-stýrikerfi fyrir síðustu helgi og hafa viðtökurnar verið frábærar. „Það bætast um 150.000 QuizUp-notendur við á dag,“ segir Þorsteinn um vinsældir appsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.