Undirbúa málshöfðun á hendur Búmönnum Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 3. mars 2014 10:30 Búmenn hafa byggt 540 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. Fréttablaðið/Pjetur Hópur fólks undirbýr málshöfðun á hendur húsnæðissamvinnufélaginu Búmönnum og vill fá búseturétt sinn endurgreiddan. Um er að ræða hóp fólks frá Suðurnesjum og Hveragerði. Húsnæðissamvinnufélagið Búmenn var stofnað 1998. Samkvæmt upphaflegum samþykktum félagsins áttu félagsmenn sem keyptu búseturétt að eiga þess kost að segja upp búseturéttarsamningi með sex mánaða fyrirvara og losna á þann hátt undan samningi og fá greitt til baka það gjald sem þeir lögðu í búseturéttinn. Búmenn ákváðu að afnema kaupskyldu félagsins árið 2007 og félagsmenn segja að frá þeim tíma hafi búseturéttur verið óuppsegjanlegur með öllu. Margir félagar í Búmönnum telja að breytingarnar hafi verið illa kynntar og séu í andstöðu við lög.„Félagið telur sér óskylt að endurgreiða félagsmönnum búseturétt þeirra. Þess í stað er það sett á herðar félagsmanna að selja búseturéttinn á frjálsum markaði,“ segir Hjördís Birna Hjartardóttir, annar af tveimur lögmönnum hópsins. Hún segir að takist fólki ekki að selja búseturéttinn á frjálsum markaði sitji það uppi með búseturéttinn. Margir hafi lent illa í því á landsbyggðinni þar sem lítil sem engin hreyfing er á húsnæðismarkaði. Því sjái fólk ekki annan kost í stöðunni en fara í mál.Daníel Rúnarsson, framkvæmdastjóri Búmanna, segir að þegar kaupskyldan var afnumin 2007 hafi það verið gert að kröfu félagsmanna sem áttu búseturétt í félaginu. Á þeim tíma hafi verð íbúðarhúsnæðis hækkað meira en vísitala neysluverðs og fólk hafi verið ósátt við að fá eingöngu verðbætur ofan á upphaflegt kaupverð búseturéttarins. Breytingin hafi verið í samræmi við lög og samþykktirnar sendar félagsmálaráðuneytinu og ráðuneytið hafi samþykkt breytingarnar. „Markaðsverð á búseturétti er mjög misjafnt eftir sveitarfélögum og jafnvel hverfum. Hátt verð á búseturétti gerir það oft að verkum að enginn sýnir áhuga á viðkomandi íbúð,“ segir Daníel.Ósátt við Búmenn „Í upphafi hélt ég, að ég væri sú eina sem væri óánægð með samskipti mín við Búmenn en nú veit ég að við erum miklu fleiri,“ segir Erna Guðmundsóttir í Hveragerði. Hún keypti búseturétt 2008 og greiddi 4,5 milljónir fyrir. „Árið 2010 var ég orðin ósátt við Búmenn af ýmsum orsökum. Ég hafði samband við félagsmálaráðuneytið og spurði hvort það gæti verið að ég gæti ekki sagt samningnum við Búmenn upp. Ég fékk óformlegt svar um að ég ætti að geta sagt upp,“ segir Erna. Hún sendi Búmönnum skriflega uppsögn á samningnum en ekki var tekið mark á uppsögninni. „Mér var sagt að ég gæti selt búseturéttinn á frjálsum markaði í gegnum Búmenn. En áður en það mætti verða átti ég að greiða þeim 40 þúsund krónur.“ Erna ákvað að hætta að greiða mánaðargjald af íbúðinni 2011 og fékk í kjölfarið innheimtubréf. Síðan hefur ekkert gerst. „Ég var að vona að þeir myndu rifta samningnum við mig en það hafa þeir ekki gert,“ segir Erna og bætir við að hún sjái ekki aðra leið en fara í mál félagið. Mest lesið Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Fleiri fréttir Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Sjá meira
Hópur fólks undirbýr málshöfðun á hendur húsnæðissamvinnufélaginu Búmönnum og vill fá búseturétt sinn endurgreiddan. Um er að ræða hóp fólks frá Suðurnesjum og Hveragerði. Húsnæðissamvinnufélagið Búmenn var stofnað 1998. Samkvæmt upphaflegum samþykktum félagsins áttu félagsmenn sem keyptu búseturétt að eiga þess kost að segja upp búseturéttarsamningi með sex mánaða fyrirvara og losna á þann hátt undan samningi og fá greitt til baka það gjald sem þeir lögðu í búseturéttinn. Búmenn ákváðu að afnema kaupskyldu félagsins árið 2007 og félagsmenn segja að frá þeim tíma hafi búseturéttur verið óuppsegjanlegur með öllu. Margir félagar í Búmönnum telja að breytingarnar hafi verið illa kynntar og séu í andstöðu við lög.„Félagið telur sér óskylt að endurgreiða félagsmönnum búseturétt þeirra. Þess í stað er það sett á herðar félagsmanna að selja búseturéttinn á frjálsum markaði,“ segir Hjördís Birna Hjartardóttir, annar af tveimur lögmönnum hópsins. Hún segir að takist fólki ekki að selja búseturéttinn á frjálsum markaði sitji það uppi með búseturéttinn. Margir hafi lent illa í því á landsbyggðinni þar sem lítil sem engin hreyfing er á húsnæðismarkaði. Því sjái fólk ekki annan kost í stöðunni en fara í mál.Daníel Rúnarsson, framkvæmdastjóri Búmanna, segir að þegar kaupskyldan var afnumin 2007 hafi það verið gert að kröfu félagsmanna sem áttu búseturétt í félaginu. Á þeim tíma hafi verð íbúðarhúsnæðis hækkað meira en vísitala neysluverðs og fólk hafi verið ósátt við að fá eingöngu verðbætur ofan á upphaflegt kaupverð búseturéttarins. Breytingin hafi verið í samræmi við lög og samþykktirnar sendar félagsmálaráðuneytinu og ráðuneytið hafi samþykkt breytingarnar. „Markaðsverð á búseturétti er mjög misjafnt eftir sveitarfélögum og jafnvel hverfum. Hátt verð á búseturétti gerir það oft að verkum að enginn sýnir áhuga á viðkomandi íbúð,“ segir Daníel.Ósátt við Búmenn „Í upphafi hélt ég, að ég væri sú eina sem væri óánægð með samskipti mín við Búmenn en nú veit ég að við erum miklu fleiri,“ segir Erna Guðmundsóttir í Hveragerði. Hún keypti búseturétt 2008 og greiddi 4,5 milljónir fyrir. „Árið 2010 var ég orðin ósátt við Búmenn af ýmsum orsökum. Ég hafði samband við félagsmálaráðuneytið og spurði hvort það gæti verið að ég gæti ekki sagt samningnum við Búmenn upp. Ég fékk óformlegt svar um að ég ætti að geta sagt upp,“ segir Erna. Hún sendi Búmönnum skriflega uppsögn á samningnum en ekki var tekið mark á uppsögninni. „Mér var sagt að ég gæti selt búseturéttinn á frjálsum markaði í gegnum Búmenn. En áður en það mætti verða átti ég að greiða þeim 40 þúsund krónur.“ Erna ákvað að hætta að greiða mánaðargjald af íbúðinni 2011 og fékk í kjölfarið innheimtubréf. Síðan hefur ekkert gerst. „Ég var að vona að þeir myndu rifta samningnum við mig en það hafa þeir ekki gert,“ segir Erna og bætir við að hún sjái ekki aðra leið en fara í mál félagið.
Mest lesið Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Fleiri fréttir Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Sjá meira