Undirbúa málshöfðun á hendur Búmönnum Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 3. mars 2014 10:30 Búmenn hafa byggt 540 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. Fréttablaðið/Pjetur Hópur fólks undirbýr málshöfðun á hendur húsnæðissamvinnufélaginu Búmönnum og vill fá búseturétt sinn endurgreiddan. Um er að ræða hóp fólks frá Suðurnesjum og Hveragerði. Húsnæðissamvinnufélagið Búmenn var stofnað 1998. Samkvæmt upphaflegum samþykktum félagsins áttu félagsmenn sem keyptu búseturétt að eiga þess kost að segja upp búseturéttarsamningi með sex mánaða fyrirvara og losna á þann hátt undan samningi og fá greitt til baka það gjald sem þeir lögðu í búseturéttinn. Búmenn ákváðu að afnema kaupskyldu félagsins árið 2007 og félagsmenn segja að frá þeim tíma hafi búseturéttur verið óuppsegjanlegur með öllu. Margir félagar í Búmönnum telja að breytingarnar hafi verið illa kynntar og séu í andstöðu við lög.„Félagið telur sér óskylt að endurgreiða félagsmönnum búseturétt þeirra. Þess í stað er það sett á herðar félagsmanna að selja búseturéttinn á frjálsum markaði,“ segir Hjördís Birna Hjartardóttir, annar af tveimur lögmönnum hópsins. Hún segir að takist fólki ekki að selja búseturéttinn á frjálsum markaði sitji það uppi með búseturéttinn. Margir hafi lent illa í því á landsbyggðinni þar sem lítil sem engin hreyfing er á húsnæðismarkaði. Því sjái fólk ekki annan kost í stöðunni en fara í mál.Daníel Rúnarsson, framkvæmdastjóri Búmanna, segir að þegar kaupskyldan var afnumin 2007 hafi það verið gert að kröfu félagsmanna sem áttu búseturétt í félaginu. Á þeim tíma hafi verð íbúðarhúsnæðis hækkað meira en vísitala neysluverðs og fólk hafi verið ósátt við að fá eingöngu verðbætur ofan á upphaflegt kaupverð búseturéttarins. Breytingin hafi verið í samræmi við lög og samþykktirnar sendar félagsmálaráðuneytinu og ráðuneytið hafi samþykkt breytingarnar. „Markaðsverð á búseturétti er mjög misjafnt eftir sveitarfélögum og jafnvel hverfum. Hátt verð á búseturétti gerir það oft að verkum að enginn sýnir áhuga á viðkomandi íbúð,“ segir Daníel.Ósátt við Búmenn „Í upphafi hélt ég, að ég væri sú eina sem væri óánægð með samskipti mín við Búmenn en nú veit ég að við erum miklu fleiri,“ segir Erna Guðmundsóttir í Hveragerði. Hún keypti búseturétt 2008 og greiddi 4,5 milljónir fyrir. „Árið 2010 var ég orðin ósátt við Búmenn af ýmsum orsökum. Ég hafði samband við félagsmálaráðuneytið og spurði hvort það gæti verið að ég gæti ekki sagt samningnum við Búmenn upp. Ég fékk óformlegt svar um að ég ætti að geta sagt upp,“ segir Erna. Hún sendi Búmönnum skriflega uppsögn á samningnum en ekki var tekið mark á uppsögninni. „Mér var sagt að ég gæti selt búseturéttinn á frjálsum markaði í gegnum Búmenn. En áður en það mætti verða átti ég að greiða þeim 40 þúsund krónur.“ Erna ákvað að hætta að greiða mánaðargjald af íbúðinni 2011 og fékk í kjölfarið innheimtubréf. Síðan hefur ekkert gerst. „Ég var að vona að þeir myndu rifta samningnum við mig en það hafa þeir ekki gert,“ segir Erna og bætir við að hún sjái ekki aðra leið en fara í mál félagið. Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Sjá meira
Hópur fólks undirbýr málshöfðun á hendur húsnæðissamvinnufélaginu Búmönnum og vill fá búseturétt sinn endurgreiddan. Um er að ræða hóp fólks frá Suðurnesjum og Hveragerði. Húsnæðissamvinnufélagið Búmenn var stofnað 1998. Samkvæmt upphaflegum samþykktum félagsins áttu félagsmenn sem keyptu búseturétt að eiga þess kost að segja upp búseturéttarsamningi með sex mánaða fyrirvara og losna á þann hátt undan samningi og fá greitt til baka það gjald sem þeir lögðu í búseturéttinn. Búmenn ákváðu að afnema kaupskyldu félagsins árið 2007 og félagsmenn segja að frá þeim tíma hafi búseturéttur verið óuppsegjanlegur með öllu. Margir félagar í Búmönnum telja að breytingarnar hafi verið illa kynntar og séu í andstöðu við lög.„Félagið telur sér óskylt að endurgreiða félagsmönnum búseturétt þeirra. Þess í stað er það sett á herðar félagsmanna að selja búseturéttinn á frjálsum markaði,“ segir Hjördís Birna Hjartardóttir, annar af tveimur lögmönnum hópsins. Hún segir að takist fólki ekki að selja búseturéttinn á frjálsum markaði sitji það uppi með búseturéttinn. Margir hafi lent illa í því á landsbyggðinni þar sem lítil sem engin hreyfing er á húsnæðismarkaði. Því sjái fólk ekki annan kost í stöðunni en fara í mál.Daníel Rúnarsson, framkvæmdastjóri Búmanna, segir að þegar kaupskyldan var afnumin 2007 hafi það verið gert að kröfu félagsmanna sem áttu búseturétt í félaginu. Á þeim tíma hafi verð íbúðarhúsnæðis hækkað meira en vísitala neysluverðs og fólk hafi verið ósátt við að fá eingöngu verðbætur ofan á upphaflegt kaupverð búseturéttarins. Breytingin hafi verið í samræmi við lög og samþykktirnar sendar félagsmálaráðuneytinu og ráðuneytið hafi samþykkt breytingarnar. „Markaðsverð á búseturétti er mjög misjafnt eftir sveitarfélögum og jafnvel hverfum. Hátt verð á búseturétti gerir það oft að verkum að enginn sýnir áhuga á viðkomandi íbúð,“ segir Daníel.Ósátt við Búmenn „Í upphafi hélt ég, að ég væri sú eina sem væri óánægð með samskipti mín við Búmenn en nú veit ég að við erum miklu fleiri,“ segir Erna Guðmundsóttir í Hveragerði. Hún keypti búseturétt 2008 og greiddi 4,5 milljónir fyrir. „Árið 2010 var ég orðin ósátt við Búmenn af ýmsum orsökum. Ég hafði samband við félagsmálaráðuneytið og spurði hvort það gæti verið að ég gæti ekki sagt samningnum við Búmenn upp. Ég fékk óformlegt svar um að ég ætti að geta sagt upp,“ segir Erna. Hún sendi Búmönnum skriflega uppsögn á samningnum en ekki var tekið mark á uppsögninni. „Mér var sagt að ég gæti selt búseturéttinn á frjálsum markaði í gegnum Búmenn. En áður en það mætti verða átti ég að greiða þeim 40 þúsund krónur.“ Erna ákvað að hætta að greiða mánaðargjald af íbúðinni 2011 og fékk í kjölfarið innheimtubréf. Síðan hefur ekkert gerst. „Ég var að vona að þeir myndu rifta samningnum við mig en það hafa þeir ekki gert,“ segir Erna og bætir við að hún sjái ekki aðra leið en fara í mál félagið.
Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Sjá meira