Hagnaður Vodafone tvöfaldast frá 2012 Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 27. febrúar 2014 00:01 Ómar Svavarsson forstjóri Vodafone segir fyrirtækið vilja miðla af reynslu sinni á tímum alþjóðlegrar netvár. Vísir/Eggert Hagnaður Fjarskipta, móðurfélags Vodafone, eftir skatta á síðasta ári nam 847 milljónum króna. Hagnaður Vodafone er því 112% meiri en á árinu 2012, þegar hann var 400 milljónir. Hagnaður fjórða ársfjórðungs nam 201 milljón.Ómar Svavarsson, forstjóri Vodafone, segir að afkoma ársins 2013 hafi í heild verið góð og í takt við útgefnar horfur. „Við höfðum gert ráð fyrir talsverðum sveiflum milli ársfjórðunga og það varð raunin. Niðurstaða ársins er því vel ásættanleg. Framlegð hækkaði um 4% frá fyrra ári, EBITDA hækkaði um 8% og hagnaður ársins hækkaði um 112%,“ segir Ómar í tilkynningu til Kauphallarinnar. Eins og kunnugt er var brotist inn á heimasíðu félagsins í lok nóvember á síðasta ári. Ómar segir það hafa verið mikla ágjöf en gripið hafi verið til margvíslegra aðgerða sem allar miði að því að styrkja félagið og koma í veg fyrir að atburðir af því tagi endurtaki sig. „Við höfum einnig lagt okkur fram um að miðla af reynslunni, svo okkar reynsla nýtist samfélaginu öllu á tímum alþjóðlegrar netvár. Við stöndum sterkari eftir tíðindamikið ár og hlökkum til að takast á við árið sem er framundan með þá reynslu í farteskinu,“ segir Ómar ennfremur. Aðspurður um góða afkomu á síðasta ársfjórðungi segir Ómar: „Við höfum til lengri tíma unnið að því að styrkja stoðirnar undir fyrirtækinu, auka jafnvægi milli tekjustrauma og gera fyrirtækið sterkara. Það hefur tekist ágætlega og fyrir vikið getur félagið tekist á við áföll með betri hætti en annars væri. Það held ég að skýri niðurstöðuna.“Jóhann Viðar Ívarsson, sérfræðingur hjá IFS greiningu, segir að félagið geti verið ánægt með þetta uppgjör. „Þetta er ekki uppgjör sem kemur okkur mikið á óvart en tekjurnar voru þó heldur meiri en við bjuggumst við og rekstrarkostnaður einnig. Félagið hefur verið í kastljósinu af neikvæðum ástæðum undanfarið og hefðu verið mikil frávik frá spám þá hefðu menn verið hræddir við að þau yrðu frekar neikvæð í rekstrinum en urðu jákvæð. Uppgjörið er hins vegar gott,“ segir Jóhann í samtali við Fréttablaðið. Hann segir þó rétt að nefna að þegar lekamálið kemur upp eru liðnir af fjórða ársfjórðungi þannig að óljóst sé hvort það muni hafa áhrif á reksturinn á þessu ári. Mest lesið „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira
Hagnaður Fjarskipta, móðurfélags Vodafone, eftir skatta á síðasta ári nam 847 milljónum króna. Hagnaður Vodafone er því 112% meiri en á árinu 2012, þegar hann var 400 milljónir. Hagnaður fjórða ársfjórðungs nam 201 milljón.Ómar Svavarsson, forstjóri Vodafone, segir að afkoma ársins 2013 hafi í heild verið góð og í takt við útgefnar horfur. „Við höfðum gert ráð fyrir talsverðum sveiflum milli ársfjórðunga og það varð raunin. Niðurstaða ársins er því vel ásættanleg. Framlegð hækkaði um 4% frá fyrra ári, EBITDA hækkaði um 8% og hagnaður ársins hækkaði um 112%,“ segir Ómar í tilkynningu til Kauphallarinnar. Eins og kunnugt er var brotist inn á heimasíðu félagsins í lok nóvember á síðasta ári. Ómar segir það hafa verið mikla ágjöf en gripið hafi verið til margvíslegra aðgerða sem allar miði að því að styrkja félagið og koma í veg fyrir að atburðir af því tagi endurtaki sig. „Við höfum einnig lagt okkur fram um að miðla af reynslunni, svo okkar reynsla nýtist samfélaginu öllu á tímum alþjóðlegrar netvár. Við stöndum sterkari eftir tíðindamikið ár og hlökkum til að takast á við árið sem er framundan með þá reynslu í farteskinu,“ segir Ómar ennfremur. Aðspurður um góða afkomu á síðasta ársfjórðungi segir Ómar: „Við höfum til lengri tíma unnið að því að styrkja stoðirnar undir fyrirtækinu, auka jafnvægi milli tekjustrauma og gera fyrirtækið sterkara. Það hefur tekist ágætlega og fyrir vikið getur félagið tekist á við áföll með betri hætti en annars væri. Það held ég að skýri niðurstöðuna.“Jóhann Viðar Ívarsson, sérfræðingur hjá IFS greiningu, segir að félagið geti verið ánægt með þetta uppgjör. „Þetta er ekki uppgjör sem kemur okkur mikið á óvart en tekjurnar voru þó heldur meiri en við bjuggumst við og rekstrarkostnaður einnig. Félagið hefur verið í kastljósinu af neikvæðum ástæðum undanfarið og hefðu verið mikil frávik frá spám þá hefðu menn verið hræddir við að þau yrðu frekar neikvæð í rekstrinum en urðu jákvæð. Uppgjörið er hins vegar gott,“ segir Jóhann í samtali við Fréttablaðið. Hann segir þó rétt að nefna að þegar lekamálið kemur upp eru liðnir af fjórða ársfjórðungi þannig að óljóst sé hvort það muni hafa áhrif á reksturinn á þessu ári.
Mest lesið „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira