Hagnaður Vodafone tvöfaldast frá 2012 Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 27. febrúar 2014 00:01 Ómar Svavarsson forstjóri Vodafone segir fyrirtækið vilja miðla af reynslu sinni á tímum alþjóðlegrar netvár. Vísir/Eggert Hagnaður Fjarskipta, móðurfélags Vodafone, eftir skatta á síðasta ári nam 847 milljónum króna. Hagnaður Vodafone er því 112% meiri en á árinu 2012, þegar hann var 400 milljónir. Hagnaður fjórða ársfjórðungs nam 201 milljón.Ómar Svavarsson, forstjóri Vodafone, segir að afkoma ársins 2013 hafi í heild verið góð og í takt við útgefnar horfur. „Við höfðum gert ráð fyrir talsverðum sveiflum milli ársfjórðunga og það varð raunin. Niðurstaða ársins er því vel ásættanleg. Framlegð hækkaði um 4% frá fyrra ári, EBITDA hækkaði um 8% og hagnaður ársins hækkaði um 112%,“ segir Ómar í tilkynningu til Kauphallarinnar. Eins og kunnugt er var brotist inn á heimasíðu félagsins í lok nóvember á síðasta ári. Ómar segir það hafa verið mikla ágjöf en gripið hafi verið til margvíslegra aðgerða sem allar miði að því að styrkja félagið og koma í veg fyrir að atburðir af því tagi endurtaki sig. „Við höfum einnig lagt okkur fram um að miðla af reynslunni, svo okkar reynsla nýtist samfélaginu öllu á tímum alþjóðlegrar netvár. Við stöndum sterkari eftir tíðindamikið ár og hlökkum til að takast á við árið sem er framundan með þá reynslu í farteskinu,“ segir Ómar ennfremur. Aðspurður um góða afkomu á síðasta ársfjórðungi segir Ómar: „Við höfum til lengri tíma unnið að því að styrkja stoðirnar undir fyrirtækinu, auka jafnvægi milli tekjustrauma og gera fyrirtækið sterkara. Það hefur tekist ágætlega og fyrir vikið getur félagið tekist á við áföll með betri hætti en annars væri. Það held ég að skýri niðurstöðuna.“Jóhann Viðar Ívarsson, sérfræðingur hjá IFS greiningu, segir að félagið geti verið ánægt með þetta uppgjör. „Þetta er ekki uppgjör sem kemur okkur mikið á óvart en tekjurnar voru þó heldur meiri en við bjuggumst við og rekstrarkostnaður einnig. Félagið hefur verið í kastljósinu af neikvæðum ástæðum undanfarið og hefðu verið mikil frávik frá spám þá hefðu menn verið hræddir við að þau yrðu frekar neikvæð í rekstrinum en urðu jákvæð. Uppgjörið er hins vegar gott,“ segir Jóhann í samtali við Fréttablaðið. Hann segir þó rétt að nefna að þegar lekamálið kemur upp eru liðnir af fjórða ársfjórðungi þannig að óljóst sé hvort það muni hafa áhrif á reksturinn á þessu ári. Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira
Hagnaður Fjarskipta, móðurfélags Vodafone, eftir skatta á síðasta ári nam 847 milljónum króna. Hagnaður Vodafone er því 112% meiri en á árinu 2012, þegar hann var 400 milljónir. Hagnaður fjórða ársfjórðungs nam 201 milljón.Ómar Svavarsson, forstjóri Vodafone, segir að afkoma ársins 2013 hafi í heild verið góð og í takt við útgefnar horfur. „Við höfðum gert ráð fyrir talsverðum sveiflum milli ársfjórðunga og það varð raunin. Niðurstaða ársins er því vel ásættanleg. Framlegð hækkaði um 4% frá fyrra ári, EBITDA hækkaði um 8% og hagnaður ársins hækkaði um 112%,“ segir Ómar í tilkynningu til Kauphallarinnar. Eins og kunnugt er var brotist inn á heimasíðu félagsins í lok nóvember á síðasta ári. Ómar segir það hafa verið mikla ágjöf en gripið hafi verið til margvíslegra aðgerða sem allar miði að því að styrkja félagið og koma í veg fyrir að atburðir af því tagi endurtaki sig. „Við höfum einnig lagt okkur fram um að miðla af reynslunni, svo okkar reynsla nýtist samfélaginu öllu á tímum alþjóðlegrar netvár. Við stöndum sterkari eftir tíðindamikið ár og hlökkum til að takast á við árið sem er framundan með þá reynslu í farteskinu,“ segir Ómar ennfremur. Aðspurður um góða afkomu á síðasta ársfjórðungi segir Ómar: „Við höfum til lengri tíma unnið að því að styrkja stoðirnar undir fyrirtækinu, auka jafnvægi milli tekjustrauma og gera fyrirtækið sterkara. Það hefur tekist ágætlega og fyrir vikið getur félagið tekist á við áföll með betri hætti en annars væri. Það held ég að skýri niðurstöðuna.“Jóhann Viðar Ívarsson, sérfræðingur hjá IFS greiningu, segir að félagið geti verið ánægt með þetta uppgjör. „Þetta er ekki uppgjör sem kemur okkur mikið á óvart en tekjurnar voru þó heldur meiri en við bjuggumst við og rekstrarkostnaður einnig. Félagið hefur verið í kastljósinu af neikvæðum ástæðum undanfarið og hefðu verið mikil frávik frá spám þá hefðu menn verið hræddir við að þau yrðu frekar neikvæð í rekstrinum en urðu jákvæð. Uppgjörið er hins vegar gott,“ segir Jóhann í samtali við Fréttablaðið. Hann segir þó rétt að nefna að þegar lekamálið kemur upp eru liðnir af fjórða ársfjórðungi þannig að óljóst sé hvort það muni hafa áhrif á reksturinn á þessu ári.
Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira