Fjandinn laus? Skúli Thoroddsen skrifar 14. febrúar 2014 06:00 Staðan á íslenskum vinnumarkaði kemur ekki á óvart. Kaupmáttarskerðingin tekur í. Þolinmæði margra er þrotin. Þeir sem kusu gegn nýgerðum kjarasamningi hafa annaðhvort ekki haft trú á því tækifæri sem hann átti að skapa eða höfðu ekki vilja til að taka sameiginlega í árarnar inn í stöðugleika og framfarir, eins og boðað var. Kannski var það glappaskot að sleppa þessu tækifæri. Kannski var vitlaust gefið. Íslenska krónan, sem leikið hefur dapurlegt hlutverk í kjaraskerðingum launafólks í heila öld, er enn í öndvegi. Engin áform eru um að farga því tæki. Engin áform eru um að þjóðin eigi kost á varanlegum stöðugleika og nýjum tækifærum. Kjaraumhverfið er ekki trúverðugt, endurreisn efnahagslífsins stendur á sér, étið sjálfir ykkar kauphækkanir, segir fólkið. Stéttarfélög sem felldu samningana standa frammi fyrir því að þurfa að semja ein fyrir sína félagsmenn. Félög á mestu láglaunasvæðum landsins hafa ætíð notið góðs af samfloti við stærstu félögin innan ASÍ. Nú reynir á þau sjálf að spjara sig. Hætt er við að heldur miði afturábak en áfram í þeim slag, því miður. Þolinmæði þarf til að ná sáttum um kjaraumhverfið. Annars eru líkur á því að við hjökkum í sömu láglaunasporunum. Okkar menntaðasta fólk flyst brott, yfirgefur kotsamfélagið handa okkur hinum til að þrátta í. Vandinn sem við er að etja á sér aðdraganda í hruninu og í lokuðu hagkerfi krónunnar. Gengi hennar mun ekki standa af sér 10 -15% launahækkun fyrir alla. Hefðbundin víxlverkun gengis, launa og verðlags fer af stað með þekktum afleiðingum verðbólgu og kjaraskerðinga. Leið hóflegra launahækkana sem byggir á aukinni framleiðni, líkt og annars staðar á Norðurlöndunum, virðist vera eina færa leiðin til að bæta lífskjör smátt og smátt, ár eftir ár. Þannig muni kaupmáttur launa vaxa umtalsvert. Sú leið er einungis fær, ef um hana verður sátt. Slíka sátt þurfa aðilar vinnumarkaðarins að sammælast um, einnig BSRB og BHM.Hringavitleysa Í kjarasamningum eftir hrun tókst að verja kaupmátt hinna lægst launuðu. Um það var sátt þótt svigrúm væri lítið. Bent er á að kjarasamningar ASÍ-félaga séu ekki boðlegir. Sérhæfður fiskvinnslumaður hafi 220 þús. krónur í mánaðarlaun eftir taxta. Heildarlaun starfsfólks í fiskvinnslu eru hins vegar um 360 þús. krónur á mánuði. Meðallaun samkvæmt kjarakönnun Eflingar og flóafélaganna eru 357 þús. krónur á mánuði, þar af voru 31% með meira en 400 þús. krónur, en ekki 210 til 250 þús. eins og strípaður taxtinn segir til um, þó víst finnist fólk á svo lágum launum. Úr því verður að bæta. Heildarlaun byggja m.a. á yfirvinnu, með 80% álagi á dagvinnukaup, vaktaálögum og öðrum kaupaukum. Íslendingar skila um fjórðungi lengri vinnutíma en þekkist á Norðurlöndum. Þar er yfirvinnu- og vaktaálög í engu samræmi við það sem hér gerist og yfirvinna fátíð. Standi vilji til þess að koma til móts við láglaunafólk á strípuðum launum, mætti hækka grunntaxta, en lækka yfirvinnu- og önnur álög í staðinn, þannig að t.d. 10-15% hækkun grunntaxta leiði einungis til um 3% hækkunar heildarlauna yfir tilteknu lágmarki, svo dæmi sé tekið, þannig að kjarabætur í heild raski ekki stöðugleika. Slík nálgun yrði áfangi að því marki að dagvinnulaun dygðu til framfærslu og settu aukna framleiðnikröfu á atvinnurekendur. Í Finnlandi var svigrúm til launahækkana um 3,5% fyrir nokkrum árum. Finnska verkalýðshreyfingin var sammála um að tilteknir hópar hefðu dregist aftur úr. Þessir hópar fengju þess vegna meira en aðrir á kostnað heildarinnar, enda raskaði það ekki heildarsvigrúmi til launahækkana fyrir alla. Félagar BHM og kennarar hafa dregist aftur úr öðrum. Þeir hópar eiga samleið með láglaunahópunum innan ASÍ. Þeir þurfa meiri hækkanir en aðrir. Það þarf að gerast á kostnað heildarinnar þannig að það raski ekki grundvallarmarkmiði um kaupmáttaraukningu allra, innan ramma þess svigrúms sem er. Gangi það ekki eftir heldur hringavitleysan áfram á kostnað allra. Þá er fjandinn laus. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Staðan á íslenskum vinnumarkaði kemur ekki á óvart. Kaupmáttarskerðingin tekur í. Þolinmæði margra er þrotin. Þeir sem kusu gegn nýgerðum kjarasamningi hafa annaðhvort ekki haft trú á því tækifæri sem hann átti að skapa eða höfðu ekki vilja til að taka sameiginlega í árarnar inn í stöðugleika og framfarir, eins og boðað var. Kannski var það glappaskot að sleppa þessu tækifæri. Kannski var vitlaust gefið. Íslenska krónan, sem leikið hefur dapurlegt hlutverk í kjaraskerðingum launafólks í heila öld, er enn í öndvegi. Engin áform eru um að farga því tæki. Engin áform eru um að þjóðin eigi kost á varanlegum stöðugleika og nýjum tækifærum. Kjaraumhverfið er ekki trúverðugt, endurreisn efnahagslífsins stendur á sér, étið sjálfir ykkar kauphækkanir, segir fólkið. Stéttarfélög sem felldu samningana standa frammi fyrir því að þurfa að semja ein fyrir sína félagsmenn. Félög á mestu láglaunasvæðum landsins hafa ætíð notið góðs af samfloti við stærstu félögin innan ASÍ. Nú reynir á þau sjálf að spjara sig. Hætt er við að heldur miði afturábak en áfram í þeim slag, því miður. Þolinmæði þarf til að ná sáttum um kjaraumhverfið. Annars eru líkur á því að við hjökkum í sömu láglaunasporunum. Okkar menntaðasta fólk flyst brott, yfirgefur kotsamfélagið handa okkur hinum til að þrátta í. Vandinn sem við er að etja á sér aðdraganda í hruninu og í lokuðu hagkerfi krónunnar. Gengi hennar mun ekki standa af sér 10 -15% launahækkun fyrir alla. Hefðbundin víxlverkun gengis, launa og verðlags fer af stað með þekktum afleiðingum verðbólgu og kjaraskerðinga. Leið hóflegra launahækkana sem byggir á aukinni framleiðni, líkt og annars staðar á Norðurlöndunum, virðist vera eina færa leiðin til að bæta lífskjör smátt og smátt, ár eftir ár. Þannig muni kaupmáttur launa vaxa umtalsvert. Sú leið er einungis fær, ef um hana verður sátt. Slíka sátt þurfa aðilar vinnumarkaðarins að sammælast um, einnig BSRB og BHM.Hringavitleysa Í kjarasamningum eftir hrun tókst að verja kaupmátt hinna lægst launuðu. Um það var sátt þótt svigrúm væri lítið. Bent er á að kjarasamningar ASÍ-félaga séu ekki boðlegir. Sérhæfður fiskvinnslumaður hafi 220 þús. krónur í mánaðarlaun eftir taxta. Heildarlaun starfsfólks í fiskvinnslu eru hins vegar um 360 þús. krónur á mánuði. Meðallaun samkvæmt kjarakönnun Eflingar og flóafélaganna eru 357 þús. krónur á mánuði, þar af voru 31% með meira en 400 þús. krónur, en ekki 210 til 250 þús. eins og strípaður taxtinn segir til um, þó víst finnist fólk á svo lágum launum. Úr því verður að bæta. Heildarlaun byggja m.a. á yfirvinnu, með 80% álagi á dagvinnukaup, vaktaálögum og öðrum kaupaukum. Íslendingar skila um fjórðungi lengri vinnutíma en þekkist á Norðurlöndum. Þar er yfirvinnu- og vaktaálög í engu samræmi við það sem hér gerist og yfirvinna fátíð. Standi vilji til þess að koma til móts við láglaunafólk á strípuðum launum, mætti hækka grunntaxta, en lækka yfirvinnu- og önnur álög í staðinn, þannig að t.d. 10-15% hækkun grunntaxta leiði einungis til um 3% hækkunar heildarlauna yfir tilteknu lágmarki, svo dæmi sé tekið, þannig að kjarabætur í heild raski ekki stöðugleika. Slík nálgun yrði áfangi að því marki að dagvinnulaun dygðu til framfærslu og settu aukna framleiðnikröfu á atvinnurekendur. Í Finnlandi var svigrúm til launahækkana um 3,5% fyrir nokkrum árum. Finnska verkalýðshreyfingin var sammála um að tilteknir hópar hefðu dregist aftur úr. Þessir hópar fengju þess vegna meira en aðrir á kostnað heildarinnar, enda raskaði það ekki heildarsvigrúmi til launahækkana fyrir alla. Félagar BHM og kennarar hafa dregist aftur úr öðrum. Þeir hópar eiga samleið með láglaunahópunum innan ASÍ. Þeir þurfa meiri hækkanir en aðrir. Það þarf að gerast á kostnað heildarinnar þannig að það raski ekki grundvallarmarkmiði um kaupmáttaraukningu allra, innan ramma þess svigrúms sem er. Gangi það ekki eftir heldur hringavitleysan áfram á kostnað allra. Þá er fjandinn laus.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun