Undirbúa gerð laga um stöðu steramála Þorgils Jónsson skrifar 12. febrúar 2014 12:00 Á síðustu tveimur árum hefur aukist stórlega það steramagn sem tollgæslan hefur lagt hald á. Mynd/tollurinn Eins og fram hefur komið í Fréttablaðinu hefur innflutningur á sterum hingað til lands aukist stórlega síðustu tvö ár. Refsingar eru þó afar vægar. Karl Steinar Valsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sagði í samtali við Fréttablaðið að þar á bæ hafi mál tengd sterum ekki verið í forgangi hjá þeim. „Forgangsatriðin markast annars vegar af því sem við teljum vera alvarlegustu brotin og hins vegar út frá refsiþyngdinni. Það eru ekki þungar refsingar í þessum steramálum þannig að við höfum fyrst og fremst tekið þau tilvik sem tengjast fíkniefnamálum.“ Refsiramminn í málum sem tengjast sterum felur ekki í sér fangelsisvist heldur fjársektir enda falla steraefni ekki undir ávana- og fíkniefni hér á landi. Ýmsir hafa þó þrýst á um að lögum eða reglum verði breytt til að þyngja refsingar. Til dæmis segir Skúli Skúlason, formaður lyfjanefndar ÍSÍ, að refsingar hér á landi hafi lítinn sem engan fælingarmátt. „Það er bara einhver smá sekt og slegið á puttana fyrir utan að það er enginn hvati fyrir lögregluna til að sækja þessi mál. Aukinn refsirammi ætti að geta haft einhvern fælingarmátt, sérstaklega gagnvart minni aðilum sem hefðu hugsað sér að flytja inn stera til að drýgja tekjurnar. Þeir myndu þá kannski hugsa sig betur um.“ Einar Magnússon, lyfjamálastjóri hjá velferðarráðuneytinu, segir í samtali við Fréttablaðið að þessi mál séu til skoðunar en engin ákvörðun hafi verið tekin. Spurður hvort eitthvað mæli gegn því að sterar séu á listanum yfir ávana- og fíkniefni segir Einar að í raun séu skiptar skoðanir um málið og bendir meðal annars á að sterar eru ekki flokkaðir sem ávana- og fíkniefni hjá fíkniefnanefnd Sameinuðu þjóðanna. „Sumar þjóðir taka þá samt með, til dæmis Bretar sem víkka skilgreininguna út í eftirlitsskyld efni. Svo eru til vísindagreinar sem sýna fram á ávana og fíkn í stera. Þannig að sumir eru þeirrar skoðunar að sterar gætu fallið undir svokölluð skyld efni í lögum um ávana- og fíkniefni, en um það eru menn ekki sammála, að minnsta kosti ekki frá lögfræðilegu sjónarmiði.“ Einar segir mikilvægt að skýra málið og að því hafi verið unnið innan ráðuneytisins. „Til að taka af vafa í þessum málum teljum við rétt að tryggja málið í lögum frekar en að bæta sterum inn á bannlistann í reglugerð.“ Hann bendir á að lagabreytingar séu mun þyngra ferli en reglugerðarbreytingar, og mikilvægt sé, í ljósi þess að um sé að ræða refsimál, að vanda til verka. Aðspurður segir Einar að í ljósi þeirra mála sem liggja fyrir á þessu þingi sé ljóst að frumvarp muni ekki koma til umræðu fyrr en í fyrsta lagi á næsta þingi. Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Fleiri fréttir Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Sjá meira
Eins og fram hefur komið í Fréttablaðinu hefur innflutningur á sterum hingað til lands aukist stórlega síðustu tvö ár. Refsingar eru þó afar vægar. Karl Steinar Valsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sagði í samtali við Fréttablaðið að þar á bæ hafi mál tengd sterum ekki verið í forgangi hjá þeim. „Forgangsatriðin markast annars vegar af því sem við teljum vera alvarlegustu brotin og hins vegar út frá refsiþyngdinni. Það eru ekki þungar refsingar í þessum steramálum þannig að við höfum fyrst og fremst tekið þau tilvik sem tengjast fíkniefnamálum.“ Refsiramminn í málum sem tengjast sterum felur ekki í sér fangelsisvist heldur fjársektir enda falla steraefni ekki undir ávana- og fíkniefni hér á landi. Ýmsir hafa þó þrýst á um að lögum eða reglum verði breytt til að þyngja refsingar. Til dæmis segir Skúli Skúlason, formaður lyfjanefndar ÍSÍ, að refsingar hér á landi hafi lítinn sem engan fælingarmátt. „Það er bara einhver smá sekt og slegið á puttana fyrir utan að það er enginn hvati fyrir lögregluna til að sækja þessi mál. Aukinn refsirammi ætti að geta haft einhvern fælingarmátt, sérstaklega gagnvart minni aðilum sem hefðu hugsað sér að flytja inn stera til að drýgja tekjurnar. Þeir myndu þá kannski hugsa sig betur um.“ Einar Magnússon, lyfjamálastjóri hjá velferðarráðuneytinu, segir í samtali við Fréttablaðið að þessi mál séu til skoðunar en engin ákvörðun hafi verið tekin. Spurður hvort eitthvað mæli gegn því að sterar séu á listanum yfir ávana- og fíkniefni segir Einar að í raun séu skiptar skoðanir um málið og bendir meðal annars á að sterar eru ekki flokkaðir sem ávana- og fíkniefni hjá fíkniefnanefnd Sameinuðu þjóðanna. „Sumar þjóðir taka þá samt með, til dæmis Bretar sem víkka skilgreininguna út í eftirlitsskyld efni. Svo eru til vísindagreinar sem sýna fram á ávana og fíkn í stera. Þannig að sumir eru þeirrar skoðunar að sterar gætu fallið undir svokölluð skyld efni í lögum um ávana- og fíkniefni, en um það eru menn ekki sammála, að minnsta kosti ekki frá lögfræðilegu sjónarmiði.“ Einar segir mikilvægt að skýra málið og að því hafi verið unnið innan ráðuneytisins. „Til að taka af vafa í þessum málum teljum við rétt að tryggja málið í lögum frekar en að bæta sterum inn á bannlistann í reglugerð.“ Hann bendir á að lagabreytingar séu mun þyngra ferli en reglugerðarbreytingar, og mikilvægt sé, í ljósi þess að um sé að ræða refsimál, að vanda til verka. Aðspurður segir Einar að í ljósi þeirra mála sem liggja fyrir á þessu þingi sé ljóst að frumvarp muni ekki koma til umræðu fyrr en í fyrsta lagi á næsta þingi.
Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Fleiri fréttir Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Sjá meira