Læknar sinni sjúklingum á samfélagsmiðlunum Brjánn Jónasson skrifar 25. janúar 2014 07:00 Davíð B. Þórisson bráðalæknir segist hafa fengið afar góðar undirtektir við erindi sínu um lækna og samfélagsmiðla á læknadögum. Fréttablaðið/Vilhelm Íslenskir læknar ættu að vera duglegri að nota netið og samfélagsmiðla til að eiga samskipti við sjúklinga og upplýsa þá, segir Davíð B. Þórisson, bráðalæknir á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi. „Mér finnst læknastéttin ekki vera búin að tileinka sér samfélagsmiðlana eins og hún ætti að vera búin að gera,“ segir Davíð. Hann fjallaði um notkun netsins og samfélagsmiðla í erindi á Læknadögum í vikunni. „Læknar eru of varkárir gagnvart netinu, hvort sem það er blogg eða samfélagsmiðlar.“ Hann segir að læknar geti notað samfélagsmiðlana bæði til að miðla upplýsingum til sjúklinga og almennings, og til eigin framhaldsmenntunar. „Sjúklingar í dag fara á netið til að leita sér að upplýsingum alveg sama hvað við læknarnir segjum,“ segir Davíð. Sjúklingarnir fari inn á hópa á Facebook og fái ráð á mjög misgóðum bloggsíðum. „Þarna tel ég að læknar eigi að vera mun virkari, til dæmis með því að blogga sjálfir, og skrifa alvöru greinar um sjúkdómana sem þeir eru sérfróðir um,“ segir Davíð. Þar geti læknar verið skrefinu á undan og bent sjúklingunum á réttar upplýsingar á netinu. „Þannig má draga úr líkum á því að sjúklingurinn gleypi við einhverri vitleysu á netinu.“ Hann segir að læknar geti gengið skrefinu lengra, og haldið sjálfir úti lokuðum umræðuhópum á samfélagsmiðlum um ákveðna sjúkdóma. Þá geti sjúklingar skipst á upplýsingum sín á milli, en læknirinn verið til reiðu til að grípa inn í þyki honum þörf á því. „Tökum til dæmis krónískan sjúkdóm eins og liðagigt. Þar er vitað að lífsstíll og mataræði getur skipt miklu máli. Þar er svo auðvelt að glepja fólk með röngum upplýsingum, til dæmis um einhver náttúrulyf,“ segir Davíð. „Það eru svo margir til í að gleypa við einhverju nýju og spennandi, en læknirinn gæti þá stýrt umræðunum með því að benda á rannsóknir og réttar upplýsingar,“ segir Davíð. Hann segir erfitt fyrir sjúklinga að finna réttar upplýsingar í þeim hafsjó upplýsinga sem finna megi á netinu. Davíð segist sjálfur vera mikill áhugamaður um tölvur og samfélagsmiðla. Hann hafi lent í því í sérnámi sínu í Svíþjóð að vera kominn nærri því að gefast upp á faginu vegna skorts á reyndum eldri kollegum. Hann hafi komist á rétta braut aftur með nýjum kynnum við bráðalækna um allan heim og kennsluefni sem þeir vísuðu honum á á netinu. Með auknu álagi á lækna hafa þeir sífellt minni tíma til að kenna læknanemum og unglæknum. „Það þarf að nota betur frábært kennsluefni sem er til. Ég komst í upptökur af fyrirlestrum af stórum ráðstefnum þegar ég var í námi þar sem frábærir fyrirlesarar voru að tala um nákvæmlega það sem ég var að fást við. Félagsmiðlarnir voru lykillinn að því að geta komist í það efni,“ segir Davíð. Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sjá meira
Íslenskir læknar ættu að vera duglegri að nota netið og samfélagsmiðla til að eiga samskipti við sjúklinga og upplýsa þá, segir Davíð B. Þórisson, bráðalæknir á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi. „Mér finnst læknastéttin ekki vera búin að tileinka sér samfélagsmiðlana eins og hún ætti að vera búin að gera,“ segir Davíð. Hann fjallaði um notkun netsins og samfélagsmiðla í erindi á Læknadögum í vikunni. „Læknar eru of varkárir gagnvart netinu, hvort sem það er blogg eða samfélagsmiðlar.“ Hann segir að læknar geti notað samfélagsmiðlana bæði til að miðla upplýsingum til sjúklinga og almennings, og til eigin framhaldsmenntunar. „Sjúklingar í dag fara á netið til að leita sér að upplýsingum alveg sama hvað við læknarnir segjum,“ segir Davíð. Sjúklingarnir fari inn á hópa á Facebook og fái ráð á mjög misgóðum bloggsíðum. „Þarna tel ég að læknar eigi að vera mun virkari, til dæmis með því að blogga sjálfir, og skrifa alvöru greinar um sjúkdómana sem þeir eru sérfróðir um,“ segir Davíð. Þar geti læknar verið skrefinu á undan og bent sjúklingunum á réttar upplýsingar á netinu. „Þannig má draga úr líkum á því að sjúklingurinn gleypi við einhverri vitleysu á netinu.“ Hann segir að læknar geti gengið skrefinu lengra, og haldið sjálfir úti lokuðum umræðuhópum á samfélagsmiðlum um ákveðna sjúkdóma. Þá geti sjúklingar skipst á upplýsingum sín á milli, en læknirinn verið til reiðu til að grípa inn í þyki honum þörf á því. „Tökum til dæmis krónískan sjúkdóm eins og liðagigt. Þar er vitað að lífsstíll og mataræði getur skipt miklu máli. Þar er svo auðvelt að glepja fólk með röngum upplýsingum, til dæmis um einhver náttúrulyf,“ segir Davíð. „Það eru svo margir til í að gleypa við einhverju nýju og spennandi, en læknirinn gæti þá stýrt umræðunum með því að benda á rannsóknir og réttar upplýsingar,“ segir Davíð. Hann segir erfitt fyrir sjúklinga að finna réttar upplýsingar í þeim hafsjó upplýsinga sem finna megi á netinu. Davíð segist sjálfur vera mikill áhugamaður um tölvur og samfélagsmiðla. Hann hafi lent í því í sérnámi sínu í Svíþjóð að vera kominn nærri því að gefast upp á faginu vegna skorts á reyndum eldri kollegum. Hann hafi komist á rétta braut aftur með nýjum kynnum við bráðalækna um allan heim og kennsluefni sem þeir vísuðu honum á á netinu. Með auknu álagi á lækna hafa þeir sífellt minni tíma til að kenna læknanemum og unglæknum. „Það þarf að nota betur frábært kennsluefni sem er til. Ég komst í upptökur af fyrirlestrum af stórum ráðstefnum þegar ég var í námi þar sem frábærir fyrirlesarar voru að tala um nákvæmlega það sem ég var að fást við. Félagsmiðlarnir voru lykillinn að því að geta komist í það efni,“ segir Davíð.
Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sjá meira