Þetta var hundleiðinlegur leikur Henry Birgir Gunnarsson í Herning skrifar 23. janúar 2014 06:00 Henrik Möllgaard passar hér upp á Aron Pálmarsson í leik Íslands og Danmerkur í gær. Vísir/DANÍEL „Það var við ofurefli að etja í dag,“ sagði Aron Pálmarsson eftir að Ísland tapaði fyrir Danmörku í gær, 32-23, í lokaleik milliriðlakeppninnar í Herning. Eftir ágæta byrjun stungu Danir af í síðari hálfleik og sáu til þess að okkar menn ættu ekki afturkvæmt. „Við spiluðum einfaldlega illa og þetta var hundleiðinlegur leikur. Það var frábær stemning í höllinni enda áhorfendur í miklu stuði. Í leiknum féll allt þeim í hag en engu að síður tel ég að það hafi verið algjör skandall að tapa svona stórt fyrir þeim.“ Strákarnir voru vel inni í leiknum í fyrri hálfleik en létu markvörðinn Jannick Green leika sig grátt. Hann varði sextán skot í fyrri hálfleik og alls 23 skot í leiknum. „Við tókum margar slæmar ákvarðanir í fyrri hálfleik sem fóru illa með okkur. Ég og fleiri tókum til að mynda skot að óþörfu og fleira þannig lagað. Við hefðum átt að gera miklu betur.“ Hann segir að Ísland hafi einfaldlega hitt á slæman leik. „Við vorum bara lélegir, sérstaklega í seinni hálfleik. Sóknarleikurinn var skelfilegur – varnarleikurinn ekkert spes og þá kom markvarslan ekki með. Þá var þetta mjög erfitt.“ Ísland mætir Póllandi í leik um fimmta sætið í Herning á morgun. „Við getum glaðst yfir því enda væri fimmta sætið frábær árangur. Það er líka ágætt að fá einn leik til viðbótar svo fólk muni ekki bara eftir skítaleik eins og þessum.“ EM 2014 karla Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Fleiri fréttir Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Sjá meira
„Það var við ofurefli að etja í dag,“ sagði Aron Pálmarsson eftir að Ísland tapaði fyrir Danmörku í gær, 32-23, í lokaleik milliriðlakeppninnar í Herning. Eftir ágæta byrjun stungu Danir af í síðari hálfleik og sáu til þess að okkar menn ættu ekki afturkvæmt. „Við spiluðum einfaldlega illa og þetta var hundleiðinlegur leikur. Það var frábær stemning í höllinni enda áhorfendur í miklu stuði. Í leiknum féll allt þeim í hag en engu að síður tel ég að það hafi verið algjör skandall að tapa svona stórt fyrir þeim.“ Strákarnir voru vel inni í leiknum í fyrri hálfleik en létu markvörðinn Jannick Green leika sig grátt. Hann varði sextán skot í fyrri hálfleik og alls 23 skot í leiknum. „Við tókum margar slæmar ákvarðanir í fyrri hálfleik sem fóru illa með okkur. Ég og fleiri tókum til að mynda skot að óþörfu og fleira þannig lagað. Við hefðum átt að gera miklu betur.“ Hann segir að Ísland hafi einfaldlega hitt á slæman leik. „Við vorum bara lélegir, sérstaklega í seinni hálfleik. Sóknarleikurinn var skelfilegur – varnarleikurinn ekkert spes og þá kom markvarslan ekki með. Þá var þetta mjög erfitt.“ Ísland mætir Póllandi í leik um fimmta sætið í Herning á morgun. „Við getum glaðst yfir því enda væri fimmta sætið frábær árangur. Það er líka ágætt að fá einn leik til viðbótar svo fólk muni ekki bara eftir skítaleik eins og þessum.“
EM 2014 karla Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Fleiri fréttir Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Sjá meira