Vilja gagnaver á Blönduós Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 20. janúar 2014 12:00 Frá því að Blönduósvirkjun var tekin í notkun fyrir rúmum tuttugu árum hefur verið reynt að leita leiða til að nýta orkuna sem næst virkjunarstað. Í þeim tilgangi hafa menn boðið fram lóð og aðstöðu fyrir gagnaver á Blönduósi. Fréttablaðið/Pjetur „Gagnaver gæti skapað fimm til fimmtán ný störf á Blönduósi. Þó þetta séu ekki mörg störf myndu þau skipta miklu máli fyrir atvinnulíf hér um slóðir,“ segir Arnar Þór Sævarsson, bæjarstjóri á Blönduósi. Alþingi hefur samþykkt þingsályktunartillögu um átak stjórnvalda og sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu um eflingu atvinnulífs og sköpun nýrra starfa á Norðurlandi vestra svo hægt sé að nýta raforku sem framleidd er í Blönduvirkjun á sem hagkvæmastan hátt. Þá er fyrst og fremst horft til byggingar gagnavers á Blönduósi. Blönduvirkjun var tekin í gagnið árið 1991. Síðan hafa sveitarfélög í Austur-Húnavatnssýslu unnið að því að fá orkufrekan iðnað í héraðið. Í greinargerð með þingsályktunartillögunni kemur fram að samstarf við innlenda og erlenda aðila sem reynslu hafa af byggingu gagnavera hafi leitt í ljós að svæðið sé kjörið fyrir starfsemi öflugs gagnavers sem krefst verulegrar raforku með miklu afhendingaröryggi, gnægð byggingarlands og góðum kælimöguleikum. Orkuöryggið byggist að verulegu leyti á nálægð við Blönduvirkjun og tengivirki Landsnets við Laxárvirkjun. Náttúruleg vá sé í lágmarki miðað við íslenskar aðstæður þar sem svæðið sé utan virkra eldfjalla- og jarðskjálftasvæða. Hætta á flóðbylgjum, snjóflóðum og skriðuföllum sé heldur ekki til staðar. Þessu til viðbótar má nefna að aðalskipulag Blönduósbæjar gerir ráð fyrir 270 hektara lóð sem er 40 metra yfir sjávarmáli. Arnar Þór segir að áhugi erlendra fjárfesta á að reisa gagnaver hér landi hafi aukist á nýjan leik enda sé efnahagsástand í heiminum að batna. Á síðasta áratug voru viðræður um byggingu gagnavers á Blönduósi komnar nokkuð langt. Sá sem sýndi mestan áhuga var Morgan Stanley-bankinn sem ætlaði að hýsa rafræn gögn sín í verinu. Það slitnaði upp úr viðræðum 2012 og síðan hafa engar beinar viðræður átt sér stað. „En ég er vongóður um að í fyllingu tímans rísi hér gagnaver,“ segir Arnar Þór. Mest lesið Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
„Gagnaver gæti skapað fimm til fimmtán ný störf á Blönduósi. Þó þetta séu ekki mörg störf myndu þau skipta miklu máli fyrir atvinnulíf hér um slóðir,“ segir Arnar Þór Sævarsson, bæjarstjóri á Blönduósi. Alþingi hefur samþykkt þingsályktunartillögu um átak stjórnvalda og sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu um eflingu atvinnulífs og sköpun nýrra starfa á Norðurlandi vestra svo hægt sé að nýta raforku sem framleidd er í Blönduvirkjun á sem hagkvæmastan hátt. Þá er fyrst og fremst horft til byggingar gagnavers á Blönduósi. Blönduvirkjun var tekin í gagnið árið 1991. Síðan hafa sveitarfélög í Austur-Húnavatnssýslu unnið að því að fá orkufrekan iðnað í héraðið. Í greinargerð með þingsályktunartillögunni kemur fram að samstarf við innlenda og erlenda aðila sem reynslu hafa af byggingu gagnavera hafi leitt í ljós að svæðið sé kjörið fyrir starfsemi öflugs gagnavers sem krefst verulegrar raforku með miklu afhendingaröryggi, gnægð byggingarlands og góðum kælimöguleikum. Orkuöryggið byggist að verulegu leyti á nálægð við Blönduvirkjun og tengivirki Landsnets við Laxárvirkjun. Náttúruleg vá sé í lágmarki miðað við íslenskar aðstæður þar sem svæðið sé utan virkra eldfjalla- og jarðskjálftasvæða. Hætta á flóðbylgjum, snjóflóðum og skriðuföllum sé heldur ekki til staðar. Þessu til viðbótar má nefna að aðalskipulag Blönduósbæjar gerir ráð fyrir 270 hektara lóð sem er 40 metra yfir sjávarmáli. Arnar Þór segir að áhugi erlendra fjárfesta á að reisa gagnaver hér landi hafi aukist á nýjan leik enda sé efnahagsástand í heiminum að batna. Á síðasta áratug voru viðræður um byggingu gagnavers á Blönduósi komnar nokkuð langt. Sá sem sýndi mestan áhuga var Morgan Stanley-bankinn sem ætlaði að hýsa rafræn gögn sín í verinu. Það slitnaði upp úr viðræðum 2012 og síðan hafa engar beinar viðræður átt sér stað. „En ég er vongóður um að í fyllingu tímans rísi hér gagnaver,“ segir Arnar Þór.
Mest lesið Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira