Vilja gagnaver á Blönduós Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 20. janúar 2014 12:00 Frá því að Blönduósvirkjun var tekin í notkun fyrir rúmum tuttugu árum hefur verið reynt að leita leiða til að nýta orkuna sem næst virkjunarstað. Í þeim tilgangi hafa menn boðið fram lóð og aðstöðu fyrir gagnaver á Blönduósi. Fréttablaðið/Pjetur „Gagnaver gæti skapað fimm til fimmtán ný störf á Blönduósi. Þó þetta séu ekki mörg störf myndu þau skipta miklu máli fyrir atvinnulíf hér um slóðir,“ segir Arnar Þór Sævarsson, bæjarstjóri á Blönduósi. Alþingi hefur samþykkt þingsályktunartillögu um átak stjórnvalda og sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu um eflingu atvinnulífs og sköpun nýrra starfa á Norðurlandi vestra svo hægt sé að nýta raforku sem framleidd er í Blönduvirkjun á sem hagkvæmastan hátt. Þá er fyrst og fremst horft til byggingar gagnavers á Blönduósi. Blönduvirkjun var tekin í gagnið árið 1991. Síðan hafa sveitarfélög í Austur-Húnavatnssýslu unnið að því að fá orkufrekan iðnað í héraðið. Í greinargerð með þingsályktunartillögunni kemur fram að samstarf við innlenda og erlenda aðila sem reynslu hafa af byggingu gagnavera hafi leitt í ljós að svæðið sé kjörið fyrir starfsemi öflugs gagnavers sem krefst verulegrar raforku með miklu afhendingaröryggi, gnægð byggingarlands og góðum kælimöguleikum. Orkuöryggið byggist að verulegu leyti á nálægð við Blönduvirkjun og tengivirki Landsnets við Laxárvirkjun. Náttúruleg vá sé í lágmarki miðað við íslenskar aðstæður þar sem svæðið sé utan virkra eldfjalla- og jarðskjálftasvæða. Hætta á flóðbylgjum, snjóflóðum og skriðuföllum sé heldur ekki til staðar. Þessu til viðbótar má nefna að aðalskipulag Blönduósbæjar gerir ráð fyrir 270 hektara lóð sem er 40 metra yfir sjávarmáli. Arnar Þór segir að áhugi erlendra fjárfesta á að reisa gagnaver hér landi hafi aukist á nýjan leik enda sé efnahagsástand í heiminum að batna. Á síðasta áratug voru viðræður um byggingu gagnavers á Blönduósi komnar nokkuð langt. Sá sem sýndi mestan áhuga var Morgan Stanley-bankinn sem ætlaði að hýsa rafræn gögn sín í verinu. Það slitnaði upp úr viðræðum 2012 og síðan hafa engar beinar viðræður átt sér stað. „En ég er vongóður um að í fyllingu tímans rísi hér gagnaver,“ segir Arnar Þór. Mest lesið Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira
„Gagnaver gæti skapað fimm til fimmtán ný störf á Blönduósi. Þó þetta séu ekki mörg störf myndu þau skipta miklu máli fyrir atvinnulíf hér um slóðir,“ segir Arnar Þór Sævarsson, bæjarstjóri á Blönduósi. Alþingi hefur samþykkt þingsályktunartillögu um átak stjórnvalda og sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu um eflingu atvinnulífs og sköpun nýrra starfa á Norðurlandi vestra svo hægt sé að nýta raforku sem framleidd er í Blönduvirkjun á sem hagkvæmastan hátt. Þá er fyrst og fremst horft til byggingar gagnavers á Blönduósi. Blönduvirkjun var tekin í gagnið árið 1991. Síðan hafa sveitarfélög í Austur-Húnavatnssýslu unnið að því að fá orkufrekan iðnað í héraðið. Í greinargerð með þingsályktunartillögunni kemur fram að samstarf við innlenda og erlenda aðila sem reynslu hafa af byggingu gagnavera hafi leitt í ljós að svæðið sé kjörið fyrir starfsemi öflugs gagnavers sem krefst verulegrar raforku með miklu afhendingaröryggi, gnægð byggingarlands og góðum kælimöguleikum. Orkuöryggið byggist að verulegu leyti á nálægð við Blönduvirkjun og tengivirki Landsnets við Laxárvirkjun. Náttúruleg vá sé í lágmarki miðað við íslenskar aðstæður þar sem svæðið sé utan virkra eldfjalla- og jarðskjálftasvæða. Hætta á flóðbylgjum, snjóflóðum og skriðuföllum sé heldur ekki til staðar. Þessu til viðbótar má nefna að aðalskipulag Blönduósbæjar gerir ráð fyrir 270 hektara lóð sem er 40 metra yfir sjávarmáli. Arnar Þór segir að áhugi erlendra fjárfesta á að reisa gagnaver hér landi hafi aukist á nýjan leik enda sé efnahagsástand í heiminum að batna. Á síðasta áratug voru viðræður um byggingu gagnavers á Blönduósi komnar nokkuð langt. Sá sem sýndi mestan áhuga var Morgan Stanley-bankinn sem ætlaði að hýsa rafræn gögn sín í verinu. Það slitnaði upp úr viðræðum 2012 og síðan hafa engar beinar viðræður átt sér stað. „En ég er vongóður um að í fyllingu tímans rísi hér gagnaver,“ segir Arnar Þór.
Mest lesið Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent