Viðskipti innlent

Óskabarnið á afmæli í janúar

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Dettifoss á leið í land með fullfermi. Á afmælishátíð Eimskips í Hörpu 17. þessa mánaðar kemur fram fjöldi tónlistarmanna.
Dettifoss á leið í land með fullfermi. Á afmælishátíð Eimskips í Hörpu 17. þessa mánaðar kemur fram fjöldi tónlistarmanna. Fréttablaðið/GVA
Eimskipafélagið fagnar 100 ára afmæli á þessu ári. Félagið var stofnað 17. janúar 1914. Fjöldi manns keypti stofnhlut í félaginu sem gat af sér viðurnefnið „óskabarn þjóðarinnar“.

Í tilkynningu félagsins er haft eftir Ólafi W. Hand, forstöðumanni markaðs- og kynningardeildar Eimskips, að haldið verði upp á afmælið með ýmsum viðburðum á árinu, jafnt stórum sem smáum.

Afmælisdaginn sjálfan verði hins vegar mikil og glæsileg afmælishátíð haldin í Hörpunni. 

Eldborgarsalurinn verður lagður undir íslenska dægurtónlist í bland við sögu félagsins. Meðal þeirra sem fram koma eru Björn Jörundur, Valdimar, KK, Bubbi Morthens, Sigríður Thorlacius, Egill Ólafsson, Magnús Eiríksson, Unnsteinn Manuel, Eyþór Ingi og Pálmi Gunnarsson.

„Eimskip er elsta skipafélag Íslands og hefur félagið frá upphafi lagt höfuðáherslu á skipaflutninga til og frá landinu en í dag býður Eimskip upp á alhliða flutningsþjónustu um allan heim,“ er haft eftir Ólafi. Félagið rekur nú skrifstofur í 19 löndum og hefur að auki umboðsmenn í fjölmörgum öðrum.  






Fleiri fréttir

Sjá meira


×