Bjóða bílalán án vaxta og kostnaðar Finnur Thorlacius og Óli Kristján Ármannsson skrifar 7. janúar 2014 07:00 Ef keyptur er sjálfskiptur dísilbíll á 3.890.000 krónur og 40 prósent fengin að láni til 36 mánaða, nema vextir og kostnaður um 280.000 krónum. Í nýju lánafyrirkomulagi BL er kostnaðurinn hins vegar núll krónur. Mynd/BL Vonir bílaumboðsins BL standa til þess að nýr valkostur í fjármögnun bílakaupa hvetji fólk í bílahugleiðingum til kaupa á nýjum bíl. BL, sem er með umboð fyrir Land Rover, BMW, Hyundai, Renault, Nissan, Subaru, Isuzu og Dacia, hefur hafið að bjóða ný vaxta- og kostnaðarlaus lán til kaupa á nýjum bílum. Lánin geta að hámarki numið 40 prósentum af andvirði nýs bíls. Kosti bíll 3,9 milljónir króna, má gefa sér að á þremur árum sparist 280 þúsund krónur sem annars hefðu farið í vexti og kostnað.Loftur Ágústsson„Við teljum að þessi nýi hagstæði lánamöguleiki sé mjög stórt og mikilvægt skref í þá átt að auðvelda okkar viðskiptavinum að kaupa nýjan bíl,“ segir Loftur Ágústsson, markaðsstjóri BL. „Við vitum að stór hluti viðskiptavina sem leita til okkar á orðið verulega upphæð í gamla bílnum sínum en veigrar sér samt við að skoða möguleikann á að kaupa nýjan bíl vegna kostnaðar við þau lán sem hafa verið í boði.“ Hann segir að með nýjum vaxta- og kostnaðarlausum lánum sé óvissuþátturinn fjarlægð úr dæminu og viðskiptavinurinn þurfi bara að átta sig á hvaða upphæð hann geti greitt á mánuði. Hún haldist síðan föst og óbreytt út allan lánstímann. „Bílafloti landsmanna er að eldast hraðar en æskilegt er og margir viðskiptavinir orðnir þreyttir á viðhaldskostnaði við eldri bíla sem komnir eru úr ábyrgð. Við teljum að með þessum nýja lánamöguleika opnist tækifæri fyrir marga að skoða sín bílamál að nýju og jafnvel endurnýja yfir í nýjan sparneytnari bíl í ábyrgð,“ segir Loftur. Sala á nýjum bílum hefur ekki verið upp á marga fiska frá hruni en forsvarsmenn BL telja að fyrr eða síðar þurfi að liðka til svo venjulegt fólk geti nýtt sé þá kosti sem nýir bílar hafa umfram gamla bíla. „Það hafa orðið ótrúlegar framfarir í nýtingu eldsneytis í nýjum bílum á síðustu árum auk þess sem flestir nýir bílar eru núna búnir nýjasta öryggisbúnaði sem völ er á svo sem stöðugleikastýringu og fjölda öryggisloftpúða sem verja farþega ef til óhapps kemur,“ segir Loftur, en eldsneytisnotkun algengs bíls af árgerð 2005 getur verið allt að tvöföld samanborið við eyðslu nýs bíls í sama flokki í dag. Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Sjá meira
Vonir bílaumboðsins BL standa til þess að nýr valkostur í fjármögnun bílakaupa hvetji fólk í bílahugleiðingum til kaupa á nýjum bíl. BL, sem er með umboð fyrir Land Rover, BMW, Hyundai, Renault, Nissan, Subaru, Isuzu og Dacia, hefur hafið að bjóða ný vaxta- og kostnaðarlaus lán til kaupa á nýjum bílum. Lánin geta að hámarki numið 40 prósentum af andvirði nýs bíls. Kosti bíll 3,9 milljónir króna, má gefa sér að á þremur árum sparist 280 þúsund krónur sem annars hefðu farið í vexti og kostnað.Loftur Ágústsson„Við teljum að þessi nýi hagstæði lánamöguleiki sé mjög stórt og mikilvægt skref í þá átt að auðvelda okkar viðskiptavinum að kaupa nýjan bíl,“ segir Loftur Ágústsson, markaðsstjóri BL. „Við vitum að stór hluti viðskiptavina sem leita til okkar á orðið verulega upphæð í gamla bílnum sínum en veigrar sér samt við að skoða möguleikann á að kaupa nýjan bíl vegna kostnaðar við þau lán sem hafa verið í boði.“ Hann segir að með nýjum vaxta- og kostnaðarlausum lánum sé óvissuþátturinn fjarlægð úr dæminu og viðskiptavinurinn þurfi bara að átta sig á hvaða upphæð hann geti greitt á mánuði. Hún haldist síðan föst og óbreytt út allan lánstímann. „Bílafloti landsmanna er að eldast hraðar en æskilegt er og margir viðskiptavinir orðnir þreyttir á viðhaldskostnaði við eldri bíla sem komnir eru úr ábyrgð. Við teljum að með þessum nýja lánamöguleika opnist tækifæri fyrir marga að skoða sín bílamál að nýju og jafnvel endurnýja yfir í nýjan sparneytnari bíl í ábyrgð,“ segir Loftur. Sala á nýjum bílum hefur ekki verið upp á marga fiska frá hruni en forsvarsmenn BL telja að fyrr eða síðar þurfi að liðka til svo venjulegt fólk geti nýtt sé þá kosti sem nýir bílar hafa umfram gamla bíla. „Það hafa orðið ótrúlegar framfarir í nýtingu eldsneytis í nýjum bílum á síðustu árum auk þess sem flestir nýir bílar eru núna búnir nýjasta öryggisbúnaði sem völ er á svo sem stöðugleikastýringu og fjölda öryggisloftpúða sem verja farþega ef til óhapps kemur,“ segir Loftur, en eldsneytisnotkun algengs bíls af árgerð 2005 getur verið allt að tvöföld samanborið við eyðslu nýs bíls í sama flokki í dag.
Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Sjá meira