Aron rotaði Rússana Henry Birgir Gunnarsson skrifar 4. janúar 2014 06:00 Strákarnir fagna sigurmarki Arons Pálmarssonar í gær en það var af glæsilegri gerðinni. nordicphotos/bongarts Aron Pálmarsson skoraði tvö mörk á síðustu 40 sekúndum leiksins gegn Rússum í gær og tryggði Íslandi eins marks sigur í leiknum, 35-34. Bæði mörkin voru stórglæsileg og sigur íslenska liðsins sanngjarn en liðið leiddi lengstum. Þetta var fyrsti leikur þjóðanna á fjögurra þjóða æfingamóti fyrir EM sem hefst um næstu helgi. Ísland spilar við Austurríki klukkan 14.00 í dag og við Þjóðverja klukkan 15.15 á morgun. Báðir leikir verða í beinni textalýsingu á Vísi. „Þetta var heldur betur spennandi og mjög gott að klára þetta. Tala nú ekki um það sem á undan er gengið. Þetta var mjög sterkur sigur,“ sagði landsliðsþjálfarinn, Aron Kristjánsson, eftir leik. Hann hefur mátt horfa á eftir hverjum leikmanninum á fætur öðrum í meiðsli og nú síðast meiddist Snorri Steinn Guðjónsson. Hann er þó ekki alvarlega meiddur og gæti spilað í dag. Sóknarleikur íslenska liðsins var til fyrirmyndar í leiknum en varnarleikur og markvarsla var langt frá því að vera í lagi. „Hafsentarnir Sverre og Vignir ganga ekki alveg heilir til skógar og Bjarki Már er reynslulítill. Við erum því að reyna að púsla saman varnarleiknum og þá fáum við líka vonandi betri markvörslu,“ segir Aron en Björgvin Páll steig þó upp á ögurstundu í gær og varði skot undir lokin sem reyndist ansi dýrmætt. „Hraðaupphlaupin og hvernig við spilum sóknina manni færri kom mjög vel út sem var afar jákvætt. Sóknin rúllaði líka mjög vel. Ásgeir og Rúnar komu mjög sterkir inn í fyrri hálfleik með átta mörk hægra megin en ég hefði viljað sjá meira frá þeim í síðari hálfleik. Þetta eru tveir ólíkir menn og gott að vera með slíka tvennu.“ Þjálfarinn segir að tíminn fram að EM muni fara að miklu leyti í varnarleikinn. „Það er áhyggjuefnið okkar núna. Við erum viðkvæmir á miðsvæðinu. Sverre hefur ekkert æft og var bara að koma inn núna. Sem betur fer kom ekkert upp í þessum leik og allir heilir sem spiluðu. Við verðum samt að passa vel upp á Aron um helgina en hann spilaði mikið núna.“ EM 2014 karla Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Dagskráin í dag: Besta-deildin allsráðandi Sport Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Fleiri fréttir Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Sjá meira
Aron Pálmarsson skoraði tvö mörk á síðustu 40 sekúndum leiksins gegn Rússum í gær og tryggði Íslandi eins marks sigur í leiknum, 35-34. Bæði mörkin voru stórglæsileg og sigur íslenska liðsins sanngjarn en liðið leiddi lengstum. Þetta var fyrsti leikur þjóðanna á fjögurra þjóða æfingamóti fyrir EM sem hefst um næstu helgi. Ísland spilar við Austurríki klukkan 14.00 í dag og við Þjóðverja klukkan 15.15 á morgun. Báðir leikir verða í beinni textalýsingu á Vísi. „Þetta var heldur betur spennandi og mjög gott að klára þetta. Tala nú ekki um það sem á undan er gengið. Þetta var mjög sterkur sigur,“ sagði landsliðsþjálfarinn, Aron Kristjánsson, eftir leik. Hann hefur mátt horfa á eftir hverjum leikmanninum á fætur öðrum í meiðsli og nú síðast meiddist Snorri Steinn Guðjónsson. Hann er þó ekki alvarlega meiddur og gæti spilað í dag. Sóknarleikur íslenska liðsins var til fyrirmyndar í leiknum en varnarleikur og markvarsla var langt frá því að vera í lagi. „Hafsentarnir Sverre og Vignir ganga ekki alveg heilir til skógar og Bjarki Már er reynslulítill. Við erum því að reyna að púsla saman varnarleiknum og þá fáum við líka vonandi betri markvörslu,“ segir Aron en Björgvin Páll steig þó upp á ögurstundu í gær og varði skot undir lokin sem reyndist ansi dýrmætt. „Hraðaupphlaupin og hvernig við spilum sóknina manni færri kom mjög vel út sem var afar jákvætt. Sóknin rúllaði líka mjög vel. Ásgeir og Rúnar komu mjög sterkir inn í fyrri hálfleik með átta mörk hægra megin en ég hefði viljað sjá meira frá þeim í síðari hálfleik. Þetta eru tveir ólíkir menn og gott að vera með slíka tvennu.“ Þjálfarinn segir að tíminn fram að EM muni fara að miklu leyti í varnarleikinn. „Það er áhyggjuefnið okkar núna. Við erum viðkvæmir á miðsvæðinu. Sverre hefur ekkert æft og var bara að koma inn núna. Sem betur fer kom ekkert upp í þessum leik og allir heilir sem spiluðu. Við verðum samt að passa vel upp á Aron um helgina en hann spilaði mikið núna.“
EM 2014 karla Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Dagskráin í dag: Besta-deildin allsráðandi Sport Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Fleiri fréttir Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Sjá meira
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti