Nýr Volkswagen Polo GTI í París Finnur Thorlacius skrifar 23. september 2014 17:26 Nýr Volkswagen Polo GTI með aragrúa af hestöflum í afar smáum bíl. Bílaframleiðendur eru nú hver að öðrum að svifta hulunni af þeim nýjungum sem þeir munu kynna gestum bílasýningarinnar í París sem hefst í næstu viku. Stærsti bílaframleiðandi í Evrópu lætur sitt náttúrulega ekki eftir liggja, þ.e. Volkswagen. Volkswagen ætlar þar að sýna nýja gerð Polo GTI. Þessi kraftaútgáfa smábílsins Polo er nú kominn með enn kraftmeiri vél og úr 1,8 lítra sprengirými hans koma nú 189 hestöfl, en voru fyrr 177. Það skilar honum í hundraðið á 6,7 skúndum, eða 0,2 sekúndum fyrr en í fyrri gerð bílsins. Polo GTI var áður aðeins fáanlegur með 7 gíra sjálfskiptingu en nú er eins og Volkswagen hafi bænheyrt grjótharða bílaáhugamenn og býður einnig 6 gíra beinskiptingu í bílnum. Útlitsbreytingar eru aðallega að framan og aftan og nýir stuðarar beggja megin. Einhverjar breytingar eru einnig á innréttingu bílsins og fær hann rauðstöguð sæti og nýtt stýri. Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent
Bílaframleiðendur eru nú hver að öðrum að svifta hulunni af þeim nýjungum sem þeir munu kynna gestum bílasýningarinnar í París sem hefst í næstu viku. Stærsti bílaframleiðandi í Evrópu lætur sitt náttúrulega ekki eftir liggja, þ.e. Volkswagen. Volkswagen ætlar þar að sýna nýja gerð Polo GTI. Þessi kraftaútgáfa smábílsins Polo er nú kominn með enn kraftmeiri vél og úr 1,8 lítra sprengirými hans koma nú 189 hestöfl, en voru fyrr 177. Það skilar honum í hundraðið á 6,7 skúndum, eða 0,2 sekúndum fyrr en í fyrri gerð bílsins. Polo GTI var áður aðeins fáanlegur með 7 gíra sjálfskiptingu en nú er eins og Volkswagen hafi bænheyrt grjótharða bílaáhugamenn og býður einnig 6 gíra beinskiptingu í bílnum. Útlitsbreytingar eru aðallega að framan og aftan og nýir stuðarar beggja megin. Einhverjar breytingar eru einnig á innréttingu bílsins og fær hann rauðstöguð sæti og nýtt stýri.
Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent