Það er kominn köttur í ból bjarnar Halla Þórlaug Óskarsdóttir skrifar 26. febrúar 2014 06:00 Það sem svíður og spælir þessa dagana er vanmáttur lýðveldisins gagnvart ríkisstjórninni. Mér líður eins og það hafi verið brotið svo illilega á mér að ég tárast. Samt kaus ég ekki þessa ríkisstjórn og hef raunar skammarlega lítið kynnt mér kosti og galla þess að ganga í Evrópusambandið. En mér líður eins og allt sé að fara úr böndunum og að svik séu jafnsjálfsögð og álegg á brauð. Og ég er svo leið yfir þessu að ég get ekki einu sinni skrifað um þetta. Svo nóg um það. Amma mín kom að máli við mig um daginn og spurði hvort ég ætlaði ekkert að láta þjóðina vita að kötturinn minn væri fundinn. Ég mundi þá eftir því að ég hafði skrifað um dularfulla kattarhvarfið síðastliðið sumar. Ég veit ekki hvort þjóðin hefur beðið með öndina í hálsinum síðan þá, en sem sagt: Kisi er fundinn. Ogheimilið er undirlagt í meðvirkni. Þessum ágæta ketti er klappað og kembt viðstöðulaust fram á kvöld. Þegar hann tekur sér stöðu við svefnherbergisdyrnar, mænir á heimilismenn og hugsar: „Er einhver til í að drullast upp í rúm svo ég geti lagt mig almennilega?“ hlýði ég bara. Svo ligg ég dágóða stund með opin augun og stari upp í loft, enda klukkan ekki orðin margt. Og kisi malar. Ýmislegt fer í gegnum huga minn, eins og til dæmis hvort ég gæti hugsanlega náð bókinni sem liggur á gólfinu, án þess að hreyfa við kisa, en þá dettur mér í hug að kannski vilji hann hafa ljósin slökkt. Auk þess er ég bara með aðra höndina lausa því kötturinn hefur vafið sig um hina. Svo ég ligg bara og stari. Þegar ég loksins sofna vaknar kisi og stekkur stystu leið úr rúminu – með viðkomu á maganum á mér. Kisafinnst ekkert tiltökumál hvort aðildarviðræðum við ESB verði haldið til streitu, en ég er ansi hrædd um að hann myndi bara láta sig hverfa ef honum þætti vistin ekki góð heima. Svo ég stend við mitt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Þórlaug Óskarsdóttir Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Það sem svíður og spælir þessa dagana er vanmáttur lýðveldisins gagnvart ríkisstjórninni. Mér líður eins og það hafi verið brotið svo illilega á mér að ég tárast. Samt kaus ég ekki þessa ríkisstjórn og hef raunar skammarlega lítið kynnt mér kosti og galla þess að ganga í Evrópusambandið. En mér líður eins og allt sé að fara úr böndunum og að svik séu jafnsjálfsögð og álegg á brauð. Og ég er svo leið yfir þessu að ég get ekki einu sinni skrifað um þetta. Svo nóg um það. Amma mín kom að máli við mig um daginn og spurði hvort ég ætlaði ekkert að láta þjóðina vita að kötturinn minn væri fundinn. Ég mundi þá eftir því að ég hafði skrifað um dularfulla kattarhvarfið síðastliðið sumar. Ég veit ekki hvort þjóðin hefur beðið með öndina í hálsinum síðan þá, en sem sagt: Kisi er fundinn. Ogheimilið er undirlagt í meðvirkni. Þessum ágæta ketti er klappað og kembt viðstöðulaust fram á kvöld. Þegar hann tekur sér stöðu við svefnherbergisdyrnar, mænir á heimilismenn og hugsar: „Er einhver til í að drullast upp í rúm svo ég geti lagt mig almennilega?“ hlýði ég bara. Svo ligg ég dágóða stund með opin augun og stari upp í loft, enda klukkan ekki orðin margt. Og kisi malar. Ýmislegt fer í gegnum huga minn, eins og til dæmis hvort ég gæti hugsanlega náð bókinni sem liggur á gólfinu, án þess að hreyfa við kisa, en þá dettur mér í hug að kannski vilji hann hafa ljósin slökkt. Auk þess er ég bara með aðra höndina lausa því kötturinn hefur vafið sig um hina. Svo ég ligg bara og stari. Þegar ég loksins sofna vaknar kisi og stekkur stystu leið úr rúminu – með viðkomu á maganum á mér. Kisafinnst ekkert tiltökumál hvort aðildarviðræðum við ESB verði haldið til streitu, en ég er ansi hrædd um að hann myndi bara láta sig hverfa ef honum þætti vistin ekki góð heima. Svo ég stend við mitt.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun