Krefjast þess að stjórnvöld stöðvi gjaldtökur á ferðamannastöðum Samúel Karl Ólason skrifar 26. febrúar 2014 15:54 Dettifoss er einn þeirra ferðamannastaða þar sem hefja á gjaldtöku. Vísir/Vilhelm Forsvarsmenn ferðaskrifstofa segja landeigendur stefna stærstu útflutningsgrein landsins í voða með fyrirhugðum gjaldtökum á ferðamannastöðum. Í tilkynningu frá fimm ferðaskrifstofum segir að undanfarnar vikur hafi hver landeigandinn á fætur öðrum stigið fram og ætli að hefja gjaldtöku við marga af lykilferðamannastöðum Íslands. Forsvarsmennirnir krefjast þess að stjórnvöld stöðvi afdráttarlaust fyriráætlanir landeigenda. Má þar nefna Geysi, Námaskarð, Leirhnjúka, Dettifoss og Látrabjarg. „Með þessu ryðjast landeigendur fram með látum og tillitsleysi við atvinnugreinina, stefna ímynd landsins og áratuga þrotlausu markaðsstarfi í hættu,“ segir í tilkynningunni. Einnig segir að þar að auki virði landeigendur að vettugi þær leikreglur sem gildi í alþjóðlegri ferðaþjónustu, því löngu sé búið að verðleggja og selja stóran hluta hópferða til Íslands árið 2014 og ekki hægt að velta aðgangseyri að svæðunum út í verð ferðanna og þar með yfir á neytendur eftir á. „Það er því ljóst að ef fyrirætlanir landeigenda ná fram að ganga munu íslenskir ferðaskipuleggjendur og ferðaskrifstofur sitja uppi með tugmilljóna tjón sem getur stefnt rekstrargrundvelli þeirra í hættu.“ „Landeigendur ætla auk þess án þess að blikka auga að svipta íslenskan almenning þeim rétti að ferðast um landið hindrunarlaust og láta Íslendinga á ferð um landið sitt greiða aðgangseyri að náttúruperlum.“ Þá segir í tilkynningunni að fáum sé ljósara að aðgerða sé þörf við viðhald og uppbyggingu ferðamannastaða, en þeim sem hafi að lifibrauði að skipuleggja ferðir um Ísland. Verið sé að vinna að heildstæðri lausn á verndun náttúruperla og uppbyggingu ferðamannastaða í samvinnu allra hagsmunaaðila. „Það gerir framgöngu landeiganda ennþá meira óviðeigandi.“ Einnig segir að óvissuþættir á borð við yfirvofandi skatta og gjöld geti valdið ómældum skaða í sölu og markaðssetningu ferða til Íslands. „Með hagsmuni alls Íslands sem ferðamannalands hljótum við því að krefjast þess að stjórnvöld stöðvi afdráttarlaust þessar fyrirætlanir landeigenda og gefi tafarlaust út yfirlýsingu þess efnis. Við þurfum vinnufrið til að klára þetta mikilvæga mál þar sem ferðamannalandið Ísland er að veði.“ Undir yfirlýsinguna skrifa: Ferðaskrifstofan Atlantik – Gunnar Rafn Birgisson Ferðaskrifstofan Snæland Grímsson – Hallgrímur Lárusson Ferðaskrifstofan Terra Nova – Bjarni Hrafn Ingólfsson Ferðaskrifstofan Katla DMI og Katla Travel GmbH – Bjarnheiður Hallsdóttir Viator – Pétur Óskarsson Tengdar fréttir „Það er mín von að landeigendur falli frá gjaldtöku“ „Ég ætla ekki að neyða neinn til að taka þátt í náttúrupassanum,“ sagði Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar og viðskiptaráðherra, í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Gjaldtaka á náttúrusvæðum var til umræðu. 25. febrúar 2014 19:34 Ferðamenn rukkaðir um 800 krónur fyrir að skoða Dettifoss Ferðamenn sem vilja að skoða Dettifoss, Námaskarð og Leirhnjúka í sumar munu þurfa að borga fyrir. Landeigendur Í Reykjahlíð ætla að byggja upp þjónustumiðstöðvar á öllum þremur ferðamannastöðunum. Hafa enga trú á náttúrupassanum. 25. febrúar 2014 07:00 Frumvarp um náttúrupassa lagt fram innan skamms Iðnaðarráðherra reiknar með að leggja fram frumvarp um náttúrupassa á næstu dögum og gæti verið tekinn í notkun sumarið 2015. 25. febrúar 2014 20:00 Mest lesið Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Sjá meira
Forsvarsmenn ferðaskrifstofa segja landeigendur stefna stærstu útflutningsgrein landsins í voða með fyrirhugðum gjaldtökum á ferðamannastöðum. Í tilkynningu frá fimm ferðaskrifstofum segir að undanfarnar vikur hafi hver landeigandinn á fætur öðrum stigið fram og ætli að hefja gjaldtöku við marga af lykilferðamannastöðum Íslands. Forsvarsmennirnir krefjast þess að stjórnvöld stöðvi afdráttarlaust fyriráætlanir landeigenda. Má þar nefna Geysi, Námaskarð, Leirhnjúka, Dettifoss og Látrabjarg. „Með þessu ryðjast landeigendur fram með látum og tillitsleysi við atvinnugreinina, stefna ímynd landsins og áratuga þrotlausu markaðsstarfi í hættu,“ segir í tilkynningunni. Einnig segir að þar að auki virði landeigendur að vettugi þær leikreglur sem gildi í alþjóðlegri ferðaþjónustu, því löngu sé búið að verðleggja og selja stóran hluta hópferða til Íslands árið 2014 og ekki hægt að velta aðgangseyri að svæðunum út í verð ferðanna og þar með yfir á neytendur eftir á. „Það er því ljóst að ef fyrirætlanir landeigenda ná fram að ganga munu íslenskir ferðaskipuleggjendur og ferðaskrifstofur sitja uppi með tugmilljóna tjón sem getur stefnt rekstrargrundvelli þeirra í hættu.“ „Landeigendur ætla auk þess án þess að blikka auga að svipta íslenskan almenning þeim rétti að ferðast um landið hindrunarlaust og láta Íslendinga á ferð um landið sitt greiða aðgangseyri að náttúruperlum.“ Þá segir í tilkynningunni að fáum sé ljósara að aðgerða sé þörf við viðhald og uppbyggingu ferðamannastaða, en þeim sem hafi að lifibrauði að skipuleggja ferðir um Ísland. Verið sé að vinna að heildstæðri lausn á verndun náttúruperla og uppbyggingu ferðamannastaða í samvinnu allra hagsmunaaðila. „Það gerir framgöngu landeiganda ennþá meira óviðeigandi.“ Einnig segir að óvissuþættir á borð við yfirvofandi skatta og gjöld geti valdið ómældum skaða í sölu og markaðssetningu ferða til Íslands. „Með hagsmuni alls Íslands sem ferðamannalands hljótum við því að krefjast þess að stjórnvöld stöðvi afdráttarlaust þessar fyrirætlanir landeigenda og gefi tafarlaust út yfirlýsingu þess efnis. Við þurfum vinnufrið til að klára þetta mikilvæga mál þar sem ferðamannalandið Ísland er að veði.“ Undir yfirlýsinguna skrifa: Ferðaskrifstofan Atlantik – Gunnar Rafn Birgisson Ferðaskrifstofan Snæland Grímsson – Hallgrímur Lárusson Ferðaskrifstofan Terra Nova – Bjarni Hrafn Ingólfsson Ferðaskrifstofan Katla DMI og Katla Travel GmbH – Bjarnheiður Hallsdóttir Viator – Pétur Óskarsson
Tengdar fréttir „Það er mín von að landeigendur falli frá gjaldtöku“ „Ég ætla ekki að neyða neinn til að taka þátt í náttúrupassanum,“ sagði Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar og viðskiptaráðherra, í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Gjaldtaka á náttúrusvæðum var til umræðu. 25. febrúar 2014 19:34 Ferðamenn rukkaðir um 800 krónur fyrir að skoða Dettifoss Ferðamenn sem vilja að skoða Dettifoss, Námaskarð og Leirhnjúka í sumar munu þurfa að borga fyrir. Landeigendur Í Reykjahlíð ætla að byggja upp þjónustumiðstöðvar á öllum þremur ferðamannastöðunum. Hafa enga trú á náttúrupassanum. 25. febrúar 2014 07:00 Frumvarp um náttúrupassa lagt fram innan skamms Iðnaðarráðherra reiknar með að leggja fram frumvarp um náttúrupassa á næstu dögum og gæti verið tekinn í notkun sumarið 2015. 25. febrúar 2014 20:00 Mest lesið Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Sjá meira
„Það er mín von að landeigendur falli frá gjaldtöku“ „Ég ætla ekki að neyða neinn til að taka þátt í náttúrupassanum,“ sagði Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar og viðskiptaráðherra, í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Gjaldtaka á náttúrusvæðum var til umræðu. 25. febrúar 2014 19:34
Ferðamenn rukkaðir um 800 krónur fyrir að skoða Dettifoss Ferðamenn sem vilja að skoða Dettifoss, Námaskarð og Leirhnjúka í sumar munu þurfa að borga fyrir. Landeigendur Í Reykjahlíð ætla að byggja upp þjónustumiðstöðvar á öllum þremur ferðamannastöðunum. Hafa enga trú á náttúrupassanum. 25. febrúar 2014 07:00
Frumvarp um náttúrupassa lagt fram innan skamms Iðnaðarráðherra reiknar með að leggja fram frumvarp um náttúrupassa á næstu dögum og gæti verið tekinn í notkun sumarið 2015. 25. febrúar 2014 20:00