Viðskipti innlent

Flogið á 26 áfangastaði í desember

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Wow Air hóf flug til Salzburg í síðasta mánuði.
Wow Air hóf flug til Salzburg í síðasta mánuði. Mynd/AFP
Farnar voru 688 áætlunarferðir frá Keflavík í síðasta mánuði og skiptust þær á 26 áfangastaði. Þetta eru álíka margar ferðir og í nóvember en þá var ferðinni heitið til 22 borga samkvæmt talningum vefsíðunnar Túrista.

Ástæðan fyrir fleiri áfangastöðum í desember er sú að boðið er upp á jólaflug til nokkurra borga en einnig hófst flug Wow Air til Salzburg í Austurríki í síðasta mánuði.

Af þessum tæplega sjö hundruð flugferðum þá var um fimmtungur þeirra til Lundúna en flogið er héðan til þriggja flugvalla í grennd við höfuðborg Bretlands. Kaupmannahöfn er næst vinsælasti áfangastaðurinn og Osló í Noregi kemur þar á eftir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×