Greiðir leiðina að erlendu fjármagni og út úr höftum Haraldur Guðmundsson skrifar 16. október 2014 07:00 Stóru viðskiptabankarnir þrír eru allir með lánshæfismatið BB+/B. „Þetta hefur jákvæð áhrif á fjármögnunarmöguleika bankanna og greiðir okkur leiðina út úr höftunum,“ segir Björn Brynjúlfur Björnsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands, um ákvörðun matsfyrirtækisins Standard & Poor‘s (S&P) um að breyta horfum um þróun efnahagsáhættu á Íslandi úr stöðugum í jákvæðar. „Þetta er hins vegar lítið skref og til að lánshæfismat ríkis og banka hækki þarf skýrari áætlun að liggja fyrir um hvernig standa á að afnámi gjaldeyrishaftanna,“ segir Björn. S&P breytti einnig lánshæfishorfum stóru viðskiptabankanna þriggja úr stöðugum í jákvæðar og staðfesti BB+/B einkunnir þeirra. Björn segir ákvörðun matsfyrirtækisins senda mikilvæg skilaboð um að erlendir lánveitendur horfi til Íslands með jákvæðari augum en áður. „Ef við höldum rétt á spilunum er full ástæða til að vænta þess að þessum meðbyr muni fylgja hækkanir á lánshæfi ríkisins og einkunnum bankanna. Þarna er ákveðin vísbending um að efnahagsleg staða þjóðarbúsins sé betri en núverandi lánshæfismat ríkisins gefur til kynna og ef við höldum okkar striki muni það hækka í kjölfarið enda er það nú lágt miðað við önnur ríki í svipaðri stöðu,“ segir Björn. Hann tekur einnig fram að áætlun stjórnvalda um losun haftanna sé ekki eini stóri áhrifaþátturinn og nefnir einnig mikilvægi þessi að ríkið sé rekið með ábyrgum hætti. „Við teljum til dæmis að nýja fjárlagafrumvarpið sé gott skref í þá átt þar sem eru skattkerfisbreytingar sem eru í góðu samræmi við ráðgjöf alþjóðastofnana og auka þannig trúverðugleika okkar gagnvart umheiminum.“ Jón Guðni Ómarsson, fjármálastjóri Íslandsbanka, segir í tilkynningu bankans um ákvörðun S&P að hún geti haft jákvæð áhrif á aðgengi Íslandsbanka að erlendu fjármagni. „Þetta hefur einhver áhrif á innlenda fjármögnun bankans en hefur mest að segja erlendis. Þar hefur þetta þau áhrif að áhugi fjárfesta eykst og vonandi gerir okkur kleift að ná betri verðum sem endurspeglast beint í útlánum til viðskiptavina sem taka lán í erlendri mynt,“ segir Jón í samtali við Fréttablaðið. Hann nefnir sjávarútvegsfyrirtæki og önnur útflutningsfyrirtæki sem eru með tekjur í erlendri mynt. „Það er mjög stíft aðhald hjá okkur og hinum bönkunum um að lána ekki í erlendri mynt til annarra en þeirra sem eru með tekjur í erlendum myntum. Það er fyrst og fremst hjá þeim sem þetta hefur bein áhrif,“ segir Jón. Mest lesið Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Neytendur Fleiri fréttir Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Sjá meira
„Þetta hefur jákvæð áhrif á fjármögnunarmöguleika bankanna og greiðir okkur leiðina út úr höftunum,“ segir Björn Brynjúlfur Björnsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands, um ákvörðun matsfyrirtækisins Standard & Poor‘s (S&P) um að breyta horfum um þróun efnahagsáhættu á Íslandi úr stöðugum í jákvæðar. „Þetta er hins vegar lítið skref og til að lánshæfismat ríkis og banka hækki þarf skýrari áætlun að liggja fyrir um hvernig standa á að afnámi gjaldeyrishaftanna,“ segir Björn. S&P breytti einnig lánshæfishorfum stóru viðskiptabankanna þriggja úr stöðugum í jákvæðar og staðfesti BB+/B einkunnir þeirra. Björn segir ákvörðun matsfyrirtækisins senda mikilvæg skilaboð um að erlendir lánveitendur horfi til Íslands með jákvæðari augum en áður. „Ef við höldum rétt á spilunum er full ástæða til að vænta þess að þessum meðbyr muni fylgja hækkanir á lánshæfi ríkisins og einkunnum bankanna. Þarna er ákveðin vísbending um að efnahagsleg staða þjóðarbúsins sé betri en núverandi lánshæfismat ríkisins gefur til kynna og ef við höldum okkar striki muni það hækka í kjölfarið enda er það nú lágt miðað við önnur ríki í svipaðri stöðu,“ segir Björn. Hann tekur einnig fram að áætlun stjórnvalda um losun haftanna sé ekki eini stóri áhrifaþátturinn og nefnir einnig mikilvægi þessi að ríkið sé rekið með ábyrgum hætti. „Við teljum til dæmis að nýja fjárlagafrumvarpið sé gott skref í þá átt þar sem eru skattkerfisbreytingar sem eru í góðu samræmi við ráðgjöf alþjóðastofnana og auka þannig trúverðugleika okkar gagnvart umheiminum.“ Jón Guðni Ómarsson, fjármálastjóri Íslandsbanka, segir í tilkynningu bankans um ákvörðun S&P að hún geti haft jákvæð áhrif á aðgengi Íslandsbanka að erlendu fjármagni. „Þetta hefur einhver áhrif á innlenda fjármögnun bankans en hefur mest að segja erlendis. Þar hefur þetta þau áhrif að áhugi fjárfesta eykst og vonandi gerir okkur kleift að ná betri verðum sem endurspeglast beint í útlánum til viðskiptavina sem taka lán í erlendri mynt,“ segir Jón í samtali við Fréttablaðið. Hann nefnir sjávarútvegsfyrirtæki og önnur útflutningsfyrirtæki sem eru með tekjur í erlendri mynt. „Það er mjög stíft aðhald hjá okkur og hinum bönkunum um að lána ekki í erlendri mynt til annarra en þeirra sem eru með tekjur í erlendum myntum. Það er fyrst og fremst hjá þeim sem þetta hefur bein áhrif,“ segir Jón.
Mest lesið Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Neytendur Fleiri fréttir Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Sjá meira