Dalvíkingar bjóða upp á hvalaskoðun allt árið Kristján Már Unnarsson skrifar 6. júlí 2014 22:15 Í fyrsta sinn á Norðurlandi er nú boðið upp á regubundna hvalaskoðun allt árið. Fyrirtækið sem reið á vaðið með vetrarferðir er á Dalvík. Þegar minnst er á hvalaskoðun dettur sennilega flestum Húsavík fyrst í hug. Við Eyjafjörð eru hins vegar þrjú fyrirtæki starfandi sem gera út á það að sýna ferðamönnum hvali; á Akureyri, Hauganesi og á Dalvík.Ferðamenn í Dalvíkurhöfn á leið í hvalaskoðun.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Hópur erlendra ferðamanna er mættur í Dalvíkurhöfn og er á leið um borð í Mána, annan tveggja báta sem fyrirtækið Arctic Sea Tours gerir út á hvalaskoðun. Núna er boðið upp á ferðir allt árið, búið er að útvíkka reksturinn með daglegum ferðum yfir vetrarmánuði. „Þetta er fyrsti veturinn. Það var svona spurningamerki hvað vð sæjum yfir vetrarmánuðina. En við höfum séð hnúfubak í öllum mánuðum ársins,” sagði Freyr Antonsson, framkvæmdastjóri Arctic Seatours, í samtali við Stöð 2. „Það var svona erfiðara frá janúar og fram í apríl. En frá maí og fram í desember er þetta bara mjög gott. Það er 99 prósent möguleiki á að þú sjáir,” sagði Freyr. En voru þá nógu margir túristar á ferðinni í vetur sem vildu borga fyrir hvalaskoðun? „Það voru ekkert margir í vetur. En þetta byggist bara upp. Þegar við byrjuðum 2009 þá voru heldur ekkert margir. En núna er þetta orðið mjög þétt.”Máni siglir úr Dalvíkurhöfn. Aðalskoðunarsvæðið er norðan Hríseyjar.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Bátar Dalvíkinga þurfa venjulega ekki að fara langt til að hvalir sjáist. Oftast dugar fimmtán mínútna sigling en aðalskoðunarsvæðið er rétt norðan við Hrísey. En hafa Dalvíkingar roð við Húsvíkingum í samkeppninni? „Nei, nei. Við erum langt á eftir ennþá, þrátt fyrir að vera með jafngott svæði,” svarar Freyr hlæjandi. Hann segir að um 200 þúsund ferðamenn fari í hvalaskoðun á Íslandi á ári, jafnvel fleiri í ár. „Þar er Reykjavík náttúrlega langstærst, 100-120 þúsund, Húsavík í kringum 70 þúsund, og við vorum að fara með í kringum 14 þúsund manns í Eyjafirði. Þannig að við þurfum að sækja töluvert á,” segir Freyr Antonsson hjá Arctic Seatours á Dalvík. Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Í fyrsta sinn á Norðurlandi er nú boðið upp á regubundna hvalaskoðun allt árið. Fyrirtækið sem reið á vaðið með vetrarferðir er á Dalvík. Þegar minnst er á hvalaskoðun dettur sennilega flestum Húsavík fyrst í hug. Við Eyjafjörð eru hins vegar þrjú fyrirtæki starfandi sem gera út á það að sýna ferðamönnum hvali; á Akureyri, Hauganesi og á Dalvík.Ferðamenn í Dalvíkurhöfn á leið í hvalaskoðun.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Hópur erlendra ferðamanna er mættur í Dalvíkurhöfn og er á leið um borð í Mána, annan tveggja báta sem fyrirtækið Arctic Sea Tours gerir út á hvalaskoðun. Núna er boðið upp á ferðir allt árið, búið er að útvíkka reksturinn með daglegum ferðum yfir vetrarmánuði. „Þetta er fyrsti veturinn. Það var svona spurningamerki hvað vð sæjum yfir vetrarmánuðina. En við höfum séð hnúfubak í öllum mánuðum ársins,” sagði Freyr Antonsson, framkvæmdastjóri Arctic Seatours, í samtali við Stöð 2. „Það var svona erfiðara frá janúar og fram í apríl. En frá maí og fram í desember er þetta bara mjög gott. Það er 99 prósent möguleiki á að þú sjáir,” sagði Freyr. En voru þá nógu margir túristar á ferðinni í vetur sem vildu borga fyrir hvalaskoðun? „Það voru ekkert margir í vetur. En þetta byggist bara upp. Þegar við byrjuðum 2009 þá voru heldur ekkert margir. En núna er þetta orðið mjög þétt.”Máni siglir úr Dalvíkurhöfn. Aðalskoðunarsvæðið er norðan Hríseyjar.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Bátar Dalvíkinga þurfa venjulega ekki að fara langt til að hvalir sjáist. Oftast dugar fimmtán mínútna sigling en aðalskoðunarsvæðið er rétt norðan við Hrísey. En hafa Dalvíkingar roð við Húsvíkingum í samkeppninni? „Nei, nei. Við erum langt á eftir ennþá, þrátt fyrir að vera með jafngott svæði,” svarar Freyr hlæjandi. Hann segir að um 200 þúsund ferðamenn fari í hvalaskoðun á Íslandi á ári, jafnvel fleiri í ár. „Þar er Reykjavík náttúrlega langstærst, 100-120 þúsund, Húsavík í kringum 70 þúsund, og við vorum að fara með í kringum 14 þúsund manns í Eyjafirði. Þannig að við þurfum að sækja töluvert á,” segir Freyr Antonsson hjá Arctic Seatours á Dalvík.
Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira