„Enginn einn sem stendur uppi ríkur eftir góða síldarvertíð“ Kristján Már Unnarsson skrifar 11. nóvember 2014 20:15 Fáskrúðsfirðingar eiga eitt öflugasta útgerðarfélag landsins en með gjörólíku eignarhaldi en hjá flestum öðrum. Þetta er nefnilega kaupfélagsútgerð í eigu meirihluta heimila bæjarins og arðurinn fer að mestu í að byggja upp samfélagið á staðnum. Það heitir Loðnuvinnslan hf., gerir út tvö stærðar fiskiskip, Hoffell og Ljósafell, er með sterka kvótastöðu og fjölþætta fiskvinnslu í landi. Veltan nemur yfir fimm milljörðum króna á ári, í byggð sem aðeins telur um 700 íbúa. Gamli Alþýðubandalagsoddvitinn Þorsteinn Bjarnason þakkar þetta fyrrverandi kaupfélagsstjóra og eignarhaldi í anda samvinnuhreyfingarinnar. „Það er allt saman framsóknarmönnum að þakka,“ segir Þorsteinn og hlær. „Við áttum hérna alveg frábæran kaupfélagsstjóra sem Gísli Jónatansson heitir. Hann hugsaði bara um staðinn og fyrirtækið sitt en ekki endilega að komast í púkk með Samherja eða einhverjum sem tæki svo kvótann og færi með hann til Akureyrar. Það er okkar lán. Það var aldrei farið í svoleiðis púkk. Það gerðu þeir á Stöðvarfirði og Breiðdalsvík og öllum þessum stöðum, - Reyðarfirði. Samherji hirti þetta allt saman og fór með þetta allt í burtu. Það var þeirra ólán. En við sluppum. Og við viljum þakka það framsóknarmönnum og Gísla Jónatanssyni,“ sagði gamli allaballinn, sem reyndar viðurkenndi í þættinum „Um land allt“ að hafa síðar kosið sjálfstæðismenn í þakklætisskyni fyrir þátt Arnbjargar Sveinsdóttur og Egils á Seljavöllum í að Fáskrúðsfjarðargöng voru grafin.Þorsteinn Bjarnason, fyrrverandi oddviti Fáskrúðsfjarðar: „Þetta er allt framsóknarmönnum að þakka."Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Þetta er fjöreggið okkar. Við þurfum að gæta þess að það detti ekki og brotni,“ sagði Berglind Ósk Agnarsdóttir, sem situr í stjórn Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði. Fyrirtækið er 83 prósent í eigu Kaupfélags Fáskrúðsfirðinga. „Kaupfélagið er sem sagt í eigu bæjarbúa. Það eru 250 manns bara hér í bænum sem eiga Kaupfélagið og eru Kaupfélagið,“ sagði Berglind. Arðurinn fer til að efla fyrirtækið, í kvótakaup en einnig til að styrkja margþætta innviði samfélagsins, eins og elliheimilið, æskulýðsstarf og endurgerð gamalla húsa. „Það er enginn einn sem stendur uppi ríkur og feitur eftir góða síldarvertíð hér. Það er bara samfélagið sem græðir,“ sagði Berglind. Fjallað var um Fáskrúðsfjörð í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 í kvöld.Landað úr Hoffelli á Fáskrúðsfirði. Gamla Hoffell liggur fyrir aftan nýja skipið.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Fjarðabyggð Sjávarútvegur Um land allt Tengdar fréttir Franska arfleifðin færir Fáskrúðsfirði ferðamenn Endurreisn franska spítalans á Fáskrúðsfirði og safnið um frönsku sjómennina hafa hleypt lífi í ferðaþjónustu í bænum og er nú byrjað að stækka hótelið í spítalanum. 10. nóvember 2014 19:45 Fáskrúðsfirðingar ætla að selja norðurljósin Grunnurinn verða norðurljósamyndir tveggja kvenna, sem birst hafa víða um heim. 8. nóvember 2014 19:45 Síldin einstaklega góð sem veiðist nú við Snæfellsnes Ráðamenn Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði segja að síldin sem nú veiðist út af Snæfellsnesi sé einstaklega góð, - þeir hafa ekki séð svo gott hráefni í nokkur ár til að verka í saltsíld. 30. október 2014 19:00 Mest lesið Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Neytendur Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Sjá meira
Fáskrúðsfirðingar eiga eitt öflugasta útgerðarfélag landsins en með gjörólíku eignarhaldi en hjá flestum öðrum. Þetta er nefnilega kaupfélagsútgerð í eigu meirihluta heimila bæjarins og arðurinn fer að mestu í að byggja upp samfélagið á staðnum. Það heitir Loðnuvinnslan hf., gerir út tvö stærðar fiskiskip, Hoffell og Ljósafell, er með sterka kvótastöðu og fjölþætta fiskvinnslu í landi. Veltan nemur yfir fimm milljörðum króna á ári, í byggð sem aðeins telur um 700 íbúa. Gamli Alþýðubandalagsoddvitinn Þorsteinn Bjarnason þakkar þetta fyrrverandi kaupfélagsstjóra og eignarhaldi í anda samvinnuhreyfingarinnar. „Það er allt saman framsóknarmönnum að þakka,“ segir Þorsteinn og hlær. „Við áttum hérna alveg frábæran kaupfélagsstjóra sem Gísli Jónatansson heitir. Hann hugsaði bara um staðinn og fyrirtækið sitt en ekki endilega að komast í púkk með Samherja eða einhverjum sem tæki svo kvótann og færi með hann til Akureyrar. Það er okkar lán. Það var aldrei farið í svoleiðis púkk. Það gerðu þeir á Stöðvarfirði og Breiðdalsvík og öllum þessum stöðum, - Reyðarfirði. Samherji hirti þetta allt saman og fór með þetta allt í burtu. Það var þeirra ólán. En við sluppum. Og við viljum þakka það framsóknarmönnum og Gísla Jónatanssyni,“ sagði gamli allaballinn, sem reyndar viðurkenndi í þættinum „Um land allt“ að hafa síðar kosið sjálfstæðismenn í þakklætisskyni fyrir þátt Arnbjargar Sveinsdóttur og Egils á Seljavöllum í að Fáskrúðsfjarðargöng voru grafin.Þorsteinn Bjarnason, fyrrverandi oddviti Fáskrúðsfjarðar: „Þetta er allt framsóknarmönnum að þakka."Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Þetta er fjöreggið okkar. Við þurfum að gæta þess að það detti ekki og brotni,“ sagði Berglind Ósk Agnarsdóttir, sem situr í stjórn Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði. Fyrirtækið er 83 prósent í eigu Kaupfélags Fáskrúðsfirðinga. „Kaupfélagið er sem sagt í eigu bæjarbúa. Það eru 250 manns bara hér í bænum sem eiga Kaupfélagið og eru Kaupfélagið,“ sagði Berglind. Arðurinn fer til að efla fyrirtækið, í kvótakaup en einnig til að styrkja margþætta innviði samfélagsins, eins og elliheimilið, æskulýðsstarf og endurgerð gamalla húsa. „Það er enginn einn sem stendur uppi ríkur og feitur eftir góða síldarvertíð hér. Það er bara samfélagið sem græðir,“ sagði Berglind. Fjallað var um Fáskrúðsfjörð í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 í kvöld.Landað úr Hoffelli á Fáskrúðsfirði. Gamla Hoffell liggur fyrir aftan nýja skipið.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.
Fjarðabyggð Sjávarútvegur Um land allt Tengdar fréttir Franska arfleifðin færir Fáskrúðsfirði ferðamenn Endurreisn franska spítalans á Fáskrúðsfirði og safnið um frönsku sjómennina hafa hleypt lífi í ferðaþjónustu í bænum og er nú byrjað að stækka hótelið í spítalanum. 10. nóvember 2014 19:45 Fáskrúðsfirðingar ætla að selja norðurljósin Grunnurinn verða norðurljósamyndir tveggja kvenna, sem birst hafa víða um heim. 8. nóvember 2014 19:45 Síldin einstaklega góð sem veiðist nú við Snæfellsnes Ráðamenn Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði segja að síldin sem nú veiðist út af Snæfellsnesi sé einstaklega góð, - þeir hafa ekki séð svo gott hráefni í nokkur ár til að verka í saltsíld. 30. október 2014 19:00 Mest lesið Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Neytendur Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Sjá meira
Franska arfleifðin færir Fáskrúðsfirði ferðamenn Endurreisn franska spítalans á Fáskrúðsfirði og safnið um frönsku sjómennina hafa hleypt lífi í ferðaþjónustu í bænum og er nú byrjað að stækka hótelið í spítalanum. 10. nóvember 2014 19:45
Fáskrúðsfirðingar ætla að selja norðurljósin Grunnurinn verða norðurljósamyndir tveggja kvenna, sem birst hafa víða um heim. 8. nóvember 2014 19:45
Síldin einstaklega góð sem veiðist nú við Snæfellsnes Ráðamenn Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði segja að síldin sem nú veiðist út af Snæfellsnesi sé einstaklega góð, - þeir hafa ekki séð svo gott hráefni í nokkur ár til að verka í saltsíld. 30. október 2014 19:00