Tækifæri í skemmtiferðaskipunum Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 17. september 2014 13:30 TVG Zimsen þjónustar flest þeirra stóru skemmtiferðaskipa sem hingað koma. Vísir/Ernir Skemmtiferðaskip á stærð við fjölbýlishús við skipahöfnina í Reykjavík er orðin algeng sýn. Alls komu 89 skemmtiferðaskip til Reykjavíkur í sumar samkvæmt tölum frá Faxaflóahöfnum, en farþegar í þeim skipum voru í kringum 98 þúsund. Aldrei hefur slíkur fjöldi skemmtiferðaskipa lagst hér að bryggju. Tölur frá því í fyrra voru met, en þá komu hingað 80 skip og 92 þúsund farþegar. Aukningin hefur verið gríðarleg á síðustu árum en árið 2003 komu hingað fimmtíu skip með rúmlega 31 þúsund farþega. Flest hafa skipin fleiri áfangastaði á Íslandi en Reykjavík. Flutningsmiðlunarfyrirtækið TVG-Zimsen er umboðsaðili flestra þessara skipa þegar þau eru í höfn. TVG-Zimsen er dótturfélag Eimskipafélagsins en framkvæmdastjórinn, Björn Einarsson, segir mikil tækifæri felast í auknum áhuga ferðamanna á Íslandi. „Það er ótrúlega mikill vöxtur í þessu. Ísland er að styrkjast verulega í ferðamannaiðnaðinum almennt. Hann er síðan ólíkur innbyrðis og þetta, skemmtiferðaskipin, er ein tegundin,“ segir Björn.Ísland orðið áfangastaður Hann segir þau hjá TVG-Zimsen sjá mun stærri skip koma til landsins en áður og eðli ferðanna sé ólíkt því sem verið hefur. „Ísland er ekki lengur endilega bara hluti af „rúntinum“, það er að segja hluti af ferðum á aðra áfangastaði, heldur er það orðinn skýr áfangastaður í sjálfu sér. Ákveðinn miðpunktur. Það er nú verið að selja sérstakar Íslandsferðir og við sjáum þær styrkjast.“ Farþegar skemmtiferðaskipanna eru, eðli málsins samkvæmt, eins ólíkir og þeir eru margir. Björn segir bæði um að ræða fólk sem komi við hérna til að fara í stuttar skoðunarferðir sem og farþega sem vilji fá „dýpri“ ferðir. „Það kemur einnig meira af öðrum tegundum skipa og þar sem er frekari áhersla á náttúruna og Norðurslóðir, heldur en á stóru skipunum – þau eru náttúrulega bara eins og fljótandi hótel.“Disney á leiðinni Í mars á næsta ári munu til dæmis koma hingað tvö skemmtiferðaskip í sérstakar norðurljósasiglingar, sem hefur ekki áður gerst. Þá kemur skemmtiferðaskipið Disney Magic til Reykjavíkur í júlí og mun stoppa yfir nótt við Skarfabakka. Disney-skip hefur aldrei áður komið hingað til lands, en Björn segir siglinguna undir áhrifum frá kvikmyndinni Frost. Skipið er 84 þúsund rúmlestir að stærð og tekur 1.750 farþega og mun hafa selst mjög fljótlega upp í ferðina. Sem umboðsaðili skipanna sér TVG-Zimsen um ólíkustu viðvik. „Við sjáum um allt frá minnstu viðvikum upp í þau stærri, til dæmis að útvega mat og vatn, sjá um viðgerðir á bilunum um borð eða fara með farþega til tannlæknis ef þess þarf.“ Tækifærin sem í þessu felast eru óendanleg. Björn segir fyrirtækið í samstarfi við nokkur önnur um að koma íslenskum vörum á framfæri í þessi skip. „Við höfum búið til hugtak sem kallast „Flavor of Iceland“ þar sem við viljum selja meira af íslenskum afurðum, matvælum eða öðru, meðal annars íslenskt grænmeti og mjólkurafurðir, um borð í skipin. Staðan núna er sú að þau fylla sig til dæmis í Kaupmannahöfn og víðar í Evrópu en við viljum ná að stíga inn í þessa þróun og ná að koma íslensku afurðunum um borð og kynna samkeppnishæfni þeirra hvað gæði og verð varðar. Það er ljóst að við höfum margt að bjóða í þessu, eins og til dæmis mjólkurafurðir, fisk, vatn og margt fleira.“ Björn segir þetta ganga vel, en það sé hins vegar langhlaup. „Maður verður að skilja að þetta er ekki spretthlaup til að ná árangri í þessu. Það er svolítið íslenska leiðin að halda að maður vinni sigurinn á morgun en það er ekki þannig í þessu. Þessi iðnaður er íhaldssamur og við gerum okkur grein fyrir að það tekur tíma að byggja svona upp.“Björn Einarsson er framkvæmdastjóri TVG Zimsen.Vísir/ErnirBjörtustu sumarmánuðirnir stærstir Miklar sveiflur eru í ferðamannaiðnaðinum almennt eftir árstíðum og Björn segir það ekki síður eiga við um skemmtiferðaskipin. „Skipin byrja að koma í maí og klára sig af í lok september. Kúfurinn og toppurinn er algjörlega þessir björtustu sumarmánuðir. Við höfum verið að sjá meiri áhuga á vetrarmánuðunum en það eru þá frekar minni skip sem eru að horfa til sérstakra ferða til norðurslóða og annað slíkt. Það er aukinn áhugi á slíku. En það verður aldrei eins stórt og björtustu sumarmánuðirnir.“ Stjórnendur TVG-Zimsen sjá einnig mikil tækifæri í auknum áhuga á norðurslóðum. „Við höfum verið að stilla saman strengi með Grænlandi og Færeyjum í samstarfi sem kallast, NAA, North Atlantic Agency, og viljum vinna með þessum þjóðum að því að búa til sameiginlega vöru sem hægt er að bjóða þessum stóru útgerðum sem sigla um öll heimsins höf. Við viljum gera þetta að einu markaðssvæði, Ísland, Færeyjar og Grænland, og bjóða upp á lausnir í því,“ segir Björn. Aðspurður hvort Ísland geti tekið endalaust við skipum á stærð við íbúðarblokkir segir Björn að hann telji að við eigum að vera stórhuga. „Þetta er kannski frekar spurning um þolmörk ferðaiðnaðarins í heild. Ég tel að við eigum að vera stórhuga og halda áfram að reyna að stækka okkur meira. Við þurfum hins vegar að setja okkur viðmið og skilgreina vöruna sem við erum að bjóða hér á landi.“ Björn segir TVG-Zimsen hafa einbeitt sér vel að þessum iðnaði, það er að þjónusta skemmtiferðaskipin, sem er þó í raun ekki beinn hluti af kjarnastarfsemi félagsins. „Við höfum gert það undanfarin ár að styrkja og stækka fyrirtækið í svokallaðri jaðarstarfsemi, eins og skemmtiferðaskipunum. Annar fókus hjá okkur er til dæmis að við erum að sjá um mikið af kvikmyndaverkefnum sem koma hingað,“ segir Björn og nefnir sem dæmi þættina Game of Thrones og Sense 8. „Þetta er flutningur á búnaði til og frá landinu og öll umsýsla hérlendis. Það er gríðarlegt umfang í kringum þetta og þessir kúnnar eru mjög kröfuharðir og það skiptir máli að vera með allar lausnir til taks sem hægt er.“Gleyma ekki kjarnastarfseminni Þrátt fyrir þessi jaðarverkefni sem TVG-Zimsen hefur sinnt af krafti undanfarið eru það alhliðaflutningslausnir í innflutningi sem er kjarnastarfsemin. „Við sinnum helst meðalstórum og smærri fyrirtækjum. Þar erum við í svokölluðu safngámakerfi í sjófrakt, bjóðum flugfrakt, heilgámalausnir frá Asíu og fleira. Þetta eru svokallaðar „door-to-door“ lausnir með tollafgreiðslu og akstri og er sniðið að því sem innflytjandinn þarf. Við komum inn í ráðgjöfina og klárum málið með öflugri og persónulegri þjónustu fyrir viðskiptavini okkar. Þetta er okkar markaður.“ Game of Thrones Mest lesið Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Sjá meira
Skemmtiferðaskip á stærð við fjölbýlishús við skipahöfnina í Reykjavík er orðin algeng sýn. Alls komu 89 skemmtiferðaskip til Reykjavíkur í sumar samkvæmt tölum frá Faxaflóahöfnum, en farþegar í þeim skipum voru í kringum 98 þúsund. Aldrei hefur slíkur fjöldi skemmtiferðaskipa lagst hér að bryggju. Tölur frá því í fyrra voru met, en þá komu hingað 80 skip og 92 þúsund farþegar. Aukningin hefur verið gríðarleg á síðustu árum en árið 2003 komu hingað fimmtíu skip með rúmlega 31 þúsund farþega. Flest hafa skipin fleiri áfangastaði á Íslandi en Reykjavík. Flutningsmiðlunarfyrirtækið TVG-Zimsen er umboðsaðili flestra þessara skipa þegar þau eru í höfn. TVG-Zimsen er dótturfélag Eimskipafélagsins en framkvæmdastjórinn, Björn Einarsson, segir mikil tækifæri felast í auknum áhuga ferðamanna á Íslandi. „Það er ótrúlega mikill vöxtur í þessu. Ísland er að styrkjast verulega í ferðamannaiðnaðinum almennt. Hann er síðan ólíkur innbyrðis og þetta, skemmtiferðaskipin, er ein tegundin,“ segir Björn.Ísland orðið áfangastaður Hann segir þau hjá TVG-Zimsen sjá mun stærri skip koma til landsins en áður og eðli ferðanna sé ólíkt því sem verið hefur. „Ísland er ekki lengur endilega bara hluti af „rúntinum“, það er að segja hluti af ferðum á aðra áfangastaði, heldur er það orðinn skýr áfangastaður í sjálfu sér. Ákveðinn miðpunktur. Það er nú verið að selja sérstakar Íslandsferðir og við sjáum þær styrkjast.“ Farþegar skemmtiferðaskipanna eru, eðli málsins samkvæmt, eins ólíkir og þeir eru margir. Björn segir bæði um að ræða fólk sem komi við hérna til að fara í stuttar skoðunarferðir sem og farþega sem vilji fá „dýpri“ ferðir. „Það kemur einnig meira af öðrum tegundum skipa og þar sem er frekari áhersla á náttúruna og Norðurslóðir, heldur en á stóru skipunum – þau eru náttúrulega bara eins og fljótandi hótel.“Disney á leiðinni Í mars á næsta ári munu til dæmis koma hingað tvö skemmtiferðaskip í sérstakar norðurljósasiglingar, sem hefur ekki áður gerst. Þá kemur skemmtiferðaskipið Disney Magic til Reykjavíkur í júlí og mun stoppa yfir nótt við Skarfabakka. Disney-skip hefur aldrei áður komið hingað til lands, en Björn segir siglinguna undir áhrifum frá kvikmyndinni Frost. Skipið er 84 þúsund rúmlestir að stærð og tekur 1.750 farþega og mun hafa selst mjög fljótlega upp í ferðina. Sem umboðsaðili skipanna sér TVG-Zimsen um ólíkustu viðvik. „Við sjáum um allt frá minnstu viðvikum upp í þau stærri, til dæmis að útvega mat og vatn, sjá um viðgerðir á bilunum um borð eða fara með farþega til tannlæknis ef þess þarf.“ Tækifærin sem í þessu felast eru óendanleg. Björn segir fyrirtækið í samstarfi við nokkur önnur um að koma íslenskum vörum á framfæri í þessi skip. „Við höfum búið til hugtak sem kallast „Flavor of Iceland“ þar sem við viljum selja meira af íslenskum afurðum, matvælum eða öðru, meðal annars íslenskt grænmeti og mjólkurafurðir, um borð í skipin. Staðan núna er sú að þau fylla sig til dæmis í Kaupmannahöfn og víðar í Evrópu en við viljum ná að stíga inn í þessa þróun og ná að koma íslensku afurðunum um borð og kynna samkeppnishæfni þeirra hvað gæði og verð varðar. Það er ljóst að við höfum margt að bjóða í þessu, eins og til dæmis mjólkurafurðir, fisk, vatn og margt fleira.“ Björn segir þetta ganga vel, en það sé hins vegar langhlaup. „Maður verður að skilja að þetta er ekki spretthlaup til að ná árangri í þessu. Það er svolítið íslenska leiðin að halda að maður vinni sigurinn á morgun en það er ekki þannig í þessu. Þessi iðnaður er íhaldssamur og við gerum okkur grein fyrir að það tekur tíma að byggja svona upp.“Björn Einarsson er framkvæmdastjóri TVG Zimsen.Vísir/ErnirBjörtustu sumarmánuðirnir stærstir Miklar sveiflur eru í ferðamannaiðnaðinum almennt eftir árstíðum og Björn segir það ekki síður eiga við um skemmtiferðaskipin. „Skipin byrja að koma í maí og klára sig af í lok september. Kúfurinn og toppurinn er algjörlega þessir björtustu sumarmánuðir. Við höfum verið að sjá meiri áhuga á vetrarmánuðunum en það eru þá frekar minni skip sem eru að horfa til sérstakra ferða til norðurslóða og annað slíkt. Það er aukinn áhugi á slíku. En það verður aldrei eins stórt og björtustu sumarmánuðirnir.“ Stjórnendur TVG-Zimsen sjá einnig mikil tækifæri í auknum áhuga á norðurslóðum. „Við höfum verið að stilla saman strengi með Grænlandi og Færeyjum í samstarfi sem kallast, NAA, North Atlantic Agency, og viljum vinna með þessum þjóðum að því að búa til sameiginlega vöru sem hægt er að bjóða þessum stóru útgerðum sem sigla um öll heimsins höf. Við viljum gera þetta að einu markaðssvæði, Ísland, Færeyjar og Grænland, og bjóða upp á lausnir í því,“ segir Björn. Aðspurður hvort Ísland geti tekið endalaust við skipum á stærð við íbúðarblokkir segir Björn að hann telji að við eigum að vera stórhuga. „Þetta er kannski frekar spurning um þolmörk ferðaiðnaðarins í heild. Ég tel að við eigum að vera stórhuga og halda áfram að reyna að stækka okkur meira. Við þurfum hins vegar að setja okkur viðmið og skilgreina vöruna sem við erum að bjóða hér á landi.“ Björn segir TVG-Zimsen hafa einbeitt sér vel að þessum iðnaði, það er að þjónusta skemmtiferðaskipin, sem er þó í raun ekki beinn hluti af kjarnastarfsemi félagsins. „Við höfum gert það undanfarin ár að styrkja og stækka fyrirtækið í svokallaðri jaðarstarfsemi, eins og skemmtiferðaskipunum. Annar fókus hjá okkur er til dæmis að við erum að sjá um mikið af kvikmyndaverkefnum sem koma hingað,“ segir Björn og nefnir sem dæmi þættina Game of Thrones og Sense 8. „Þetta er flutningur á búnaði til og frá landinu og öll umsýsla hérlendis. Það er gríðarlegt umfang í kringum þetta og þessir kúnnar eru mjög kröfuharðir og það skiptir máli að vera með allar lausnir til taks sem hægt er.“Gleyma ekki kjarnastarfseminni Þrátt fyrir þessi jaðarverkefni sem TVG-Zimsen hefur sinnt af krafti undanfarið eru það alhliðaflutningslausnir í innflutningi sem er kjarnastarfsemin. „Við sinnum helst meðalstórum og smærri fyrirtækjum. Þar erum við í svokölluðu safngámakerfi í sjófrakt, bjóðum flugfrakt, heilgámalausnir frá Asíu og fleira. Þetta eru svokallaðar „door-to-door“ lausnir með tollafgreiðslu og akstri og er sniðið að því sem innflytjandinn þarf. Við komum inn í ráðgjöfina og klárum málið með öflugri og persónulegri þjónustu fyrir viðskiptavini okkar. Þetta er okkar markaður.“
Game of Thrones Mest lesið Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Sjá meira