Björgólfur Thor gat ekki hjálpað föður sínum Óli Kristján Ármannsson skrifar 27. nóvember 2014 12:00 Björgólfur Guðmundsson bíður eftir því að bera vitni í Ímon málinu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í síðasta mánuði. Fréttablaðið/Stefán Björgólfur Thor Björgólfsson fjárfestir var ófær um að hjálpa föður sínum, Björgólfi Guðmundssyni, í viðskiptaþrenginum hans eftir hrun. Frá þessu greinir hann í nýrri sjálfsævisögu sinni, Billions to Bust — and Back, sem út kom í dag. „Einhverjir vantrúaðir hafa gagnrýnt mig og talið að ég gæti hafa samið við kröfuhafa föður míns um leið og mína eigin, og bjargað honum þannig frá gjaldþroti,“ greinir hann frá í bók sinni. „En verkefnið sem ég stóð frammi fyrir eftir hrunið var gífurlega stórt. Ekki var nokkur leið að ég gæti hafa náð samningi við kröfuhafa föður míns, um fram það að annast hans hlut í sameiginlegum skuldbindingum okkar.“ Björgólfur bætir við að hann hafi raunar spurst fyrir í bönkunum hvort hægt væri að ná einhverjum samningi. „En það var bara ekki hægt.“Bók Björgólfs Thors BjörgólfssonarBjörgólfur þakkar föður sínum hins vegar í bókinni þann grunn sem lagður var að viðskiptum þeirra feðga síðar meir. Sjálfur hafi hann á unga aldri ákveðið að einbeita sér að viðskiptum utan Íslands, eftir að hafa horft á þá meðferð sem Björgólfur eldri varð fyrir í tengslum við Hafskipsmálið á sínum tíma. Grunnurinn var svo lagður í drykkjarvöruframleiðslu í Rússlandi á tíunda áratug síðustu aldar. Á uppgangsárunum fyrir hrun segir Björgólfur Thor hins vegar að sambandi hans við hans hafi hrakað. „Í ágúst 2003, vorum við búnir að gefa út yfirlýsingu um að þaðan í frá myndum við halda okkar eigin leið hvor í viðskiptum.“ Björgólfur eldri sem setið hafði í stjórn Pharmaco (sem síðar varð Actavis) lét þar af stjórnarsetu og Björgólfur yngri tók þar við stjórnartaumunum og keypti hlut föður síns. „Við vorum sammála um að Pharmaco væri áhættusamari en fjárfesting í Landsbankanum, auk þess sem stjórnarformannsseta í Landsbankanum kallaði á alla athygli föður míns,“ skrifar Björgólfur Thor. Björgólfur eldri segir Björgólfur Thor að hafi notið sín í Landsbankanum. „Sem stjórnarformaður í Íslands helsta banka fékk hann þá opinberu viðurkenningu sem hann þráði og naut þess að vera virtur og tignaður innan bankans. Hann gat gat baðað sig í þeirri fullvissu að hafa hreinsað orð sitt í augum landsmanna. Sumir tóku meira að segja að kalla hann Greifann af Monte Cristo.“ Björgólfur Thor segir um leið að komið hafi sér á óvart að þetta hafi ekki nægt föður hans. Á leik West Ham og Everton um miðjan desember 2007. Björgólfur var á þessum tíma formaður West Ham United.Nordicphotos/Getty Images„Hann fór að taka virkan þátt í því Matador-spili sem þá átti sér stað á Íslandi, og fjárfesti í því sem ég myndi kalla skrauteignir og skuldsetti sig með fyrirtækjum erlendis,“ segir Björgólfur Thor. Hann kveður stöðuna hafa kristallast í fjárfestingu föður hans, í West Ham United í Bretlandi. Fjárfestingu sem hann hafi talið vafasama. „Faðir minn keppti þarna í leik yngri manna og átti þar óhægt um vik. Hann þurfti að reiða sig um of á ráðgjafa og ferðaðist ekki nóg, og náði því ekki þeirri innsýn og yfirsýn sem er þörf í slíkum viðskiptum.“ Þannig hafi Björgólfur Guðmundsson mætt of seint til leiks, tímanlega í hrunið, sem gert hafi hann gjaldþrota og eyðilagt bæði tilfinningalega og fjárhagslega. „Þetta er sorglegt því hann gæti líklega hafa forðast gjaldþrot ef hann hefði látið sér nægja stöðu sína í Landsbankanum. Það voru hinar fjárfestingarnar hans sem komu honum í vandræði.“ Björgólfur Thor segir að sér hafi verið mjög erfitt að horfa upp á vandræði föður síns, enda hafi hann sjálfur viljað sjá hann fá uppreista æru eftir að hafa orðið fyrir rangindum áður. Tengdar fréttir Leiðréttir goðsagnir um hrunið Í nýrri bók Björgólfs Thors Björgólfssonar fjárfestis sem út kemur í dag segist hann fjalla um efnahagshrun Íslands með hálfum huga. Reiði og leit að sökudólgum, auk harðra viðbragða við eina viðtalinu sem hann fór í eftir hrun, hafi dregið úr honum. 27. nóvember 2014 07:00 Er enginn útrásarvíkingur, segir Björgólfur Thor Hluta af óvæginni umræðu og ákveðinni hörku sem mætti Björgólfi Thor hér á landi eftir hrun segir hann skýrast af því að hann hafi verið flokkaður með "útrásarvíkingum“ sem fjárfest hafi í erlendum eignum með ódýru fjármagni frá íslensku bönkunum. 27. nóvember 2014 14:13 Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Gjaldþrot olíuleitarfélags upp á 12 milljarða Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Fleiri fréttir Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Sjá meira
Björgólfur Thor Björgólfsson fjárfestir var ófær um að hjálpa föður sínum, Björgólfi Guðmundssyni, í viðskiptaþrenginum hans eftir hrun. Frá þessu greinir hann í nýrri sjálfsævisögu sinni, Billions to Bust — and Back, sem út kom í dag. „Einhverjir vantrúaðir hafa gagnrýnt mig og talið að ég gæti hafa samið við kröfuhafa föður míns um leið og mína eigin, og bjargað honum þannig frá gjaldþroti,“ greinir hann frá í bók sinni. „En verkefnið sem ég stóð frammi fyrir eftir hrunið var gífurlega stórt. Ekki var nokkur leið að ég gæti hafa náð samningi við kröfuhafa föður míns, um fram það að annast hans hlut í sameiginlegum skuldbindingum okkar.“ Björgólfur bætir við að hann hafi raunar spurst fyrir í bönkunum hvort hægt væri að ná einhverjum samningi. „En það var bara ekki hægt.“Bók Björgólfs Thors BjörgólfssonarBjörgólfur þakkar föður sínum hins vegar í bókinni þann grunn sem lagður var að viðskiptum þeirra feðga síðar meir. Sjálfur hafi hann á unga aldri ákveðið að einbeita sér að viðskiptum utan Íslands, eftir að hafa horft á þá meðferð sem Björgólfur eldri varð fyrir í tengslum við Hafskipsmálið á sínum tíma. Grunnurinn var svo lagður í drykkjarvöruframleiðslu í Rússlandi á tíunda áratug síðustu aldar. Á uppgangsárunum fyrir hrun segir Björgólfur Thor hins vegar að sambandi hans við hans hafi hrakað. „Í ágúst 2003, vorum við búnir að gefa út yfirlýsingu um að þaðan í frá myndum við halda okkar eigin leið hvor í viðskiptum.“ Björgólfur eldri sem setið hafði í stjórn Pharmaco (sem síðar varð Actavis) lét þar af stjórnarsetu og Björgólfur yngri tók þar við stjórnartaumunum og keypti hlut föður síns. „Við vorum sammála um að Pharmaco væri áhættusamari en fjárfesting í Landsbankanum, auk þess sem stjórnarformannsseta í Landsbankanum kallaði á alla athygli föður míns,“ skrifar Björgólfur Thor. Björgólfur eldri segir Björgólfur Thor að hafi notið sín í Landsbankanum. „Sem stjórnarformaður í Íslands helsta banka fékk hann þá opinberu viðurkenningu sem hann þráði og naut þess að vera virtur og tignaður innan bankans. Hann gat gat baðað sig í þeirri fullvissu að hafa hreinsað orð sitt í augum landsmanna. Sumir tóku meira að segja að kalla hann Greifann af Monte Cristo.“ Björgólfur Thor segir um leið að komið hafi sér á óvart að þetta hafi ekki nægt föður hans. Á leik West Ham og Everton um miðjan desember 2007. Björgólfur var á þessum tíma formaður West Ham United.Nordicphotos/Getty Images„Hann fór að taka virkan þátt í því Matador-spili sem þá átti sér stað á Íslandi, og fjárfesti í því sem ég myndi kalla skrauteignir og skuldsetti sig með fyrirtækjum erlendis,“ segir Björgólfur Thor. Hann kveður stöðuna hafa kristallast í fjárfestingu föður hans, í West Ham United í Bretlandi. Fjárfestingu sem hann hafi talið vafasama. „Faðir minn keppti þarna í leik yngri manna og átti þar óhægt um vik. Hann þurfti að reiða sig um of á ráðgjafa og ferðaðist ekki nóg, og náði því ekki þeirri innsýn og yfirsýn sem er þörf í slíkum viðskiptum.“ Þannig hafi Björgólfur Guðmundsson mætt of seint til leiks, tímanlega í hrunið, sem gert hafi hann gjaldþrota og eyðilagt bæði tilfinningalega og fjárhagslega. „Þetta er sorglegt því hann gæti líklega hafa forðast gjaldþrot ef hann hefði látið sér nægja stöðu sína í Landsbankanum. Það voru hinar fjárfestingarnar hans sem komu honum í vandræði.“ Björgólfur Thor segir að sér hafi verið mjög erfitt að horfa upp á vandræði föður síns, enda hafi hann sjálfur viljað sjá hann fá uppreista æru eftir að hafa orðið fyrir rangindum áður.
Tengdar fréttir Leiðréttir goðsagnir um hrunið Í nýrri bók Björgólfs Thors Björgólfssonar fjárfestis sem út kemur í dag segist hann fjalla um efnahagshrun Íslands með hálfum huga. Reiði og leit að sökudólgum, auk harðra viðbragða við eina viðtalinu sem hann fór í eftir hrun, hafi dregið úr honum. 27. nóvember 2014 07:00 Er enginn útrásarvíkingur, segir Björgólfur Thor Hluta af óvæginni umræðu og ákveðinni hörku sem mætti Björgólfi Thor hér á landi eftir hrun segir hann skýrast af því að hann hafi verið flokkaður með "útrásarvíkingum“ sem fjárfest hafi í erlendum eignum með ódýru fjármagni frá íslensku bönkunum. 27. nóvember 2014 14:13 Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Gjaldþrot olíuleitarfélags upp á 12 milljarða Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Fleiri fréttir Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Sjá meira
Leiðréttir goðsagnir um hrunið Í nýrri bók Björgólfs Thors Björgólfssonar fjárfestis sem út kemur í dag segist hann fjalla um efnahagshrun Íslands með hálfum huga. Reiði og leit að sökudólgum, auk harðra viðbragða við eina viðtalinu sem hann fór í eftir hrun, hafi dregið úr honum. 27. nóvember 2014 07:00
Er enginn útrásarvíkingur, segir Björgólfur Thor Hluta af óvæginni umræðu og ákveðinni hörku sem mætti Björgólfi Thor hér á landi eftir hrun segir hann skýrast af því að hann hafi verið flokkaður með "útrásarvíkingum“ sem fjárfest hafi í erlendum eignum með ódýru fjármagni frá íslensku bönkunum. 27. nóvember 2014 14:13