Fimm dagar og 630 þúsund krónur Stjórnarmaðurinn skrifar 24. september 2014 11:00 Stjórnarmaðurinn staðnæmdist við orð Huga Halldórssonar, framkvæmdastjóra Stórveldisins, í Viðskiptablaðinu nú í vikunni. Hugi kvartaði þar undan því að þurfa að stofna einkahlutafélög í gríð og erg vegna endurgreiðslna frá stjórnvöldum á kostnaði við innlenda framleiðslu á afþreyingarefni. Mögulegt er að stjórnarmaðurinn nálgist málið frá öðru sjónarhorni en Hugi, en orð hans verðskulda þó athygli. Í huga þess sem þetta ritar er sjálfsagt að sérstakt félag sé stofnað utan um framleiðsluverkefni hverju sinni, enda er það hreinlegra bókhaldslega og ætti ef allt væri eðlilegt ekki að vera mikil hindrun. Vandamálið er hins vegar sá kostnaður og fyrirhöfn sem fylgir því að stofna einkahlutafélög á Íslandi. Ekki einungis þurfa stofnendur að geta reitt fram 500 þúsund krónur í lágmarkshlutafé, heldur þurfa þeir einnig að greiða ríflega 130 þúsund krónur í óafturkræft skráningargjald. Því til viðbótar þurfa þeir svo að bíða í þrjá til fimm daga eftir því að félagið verði starfhæft. Í tilviki Huga, sem segist stofna að meðaltali um þrjú félög á ári, er um að ræða um tvær milljónir króna á ári og allt að þrjár vinnuvikur í biðtíma. Tíma og fé er betur varið í annað. Stjórnarmaðurinn þekkir ágætlega til í Bretlandi. Kostnaður við að stofna enskt limited-félag er rétt tæpar tvö hundruð íslenskar krónur, og félagið er klappað og klárt á tveimur til þremur vinnustundum. Danir, sem við Íslendingar höfum lengi haft að fyrirmynd í viðskiptalöggjöfinni, hafa einnig horfið frá villu síns vegar og frá 1. janúar hefur verið hægt að stofna félög þar sem upphafshlutafé er ein dönsk króna. Reglur um lágmarkshlutafé eiga rætur að rekja til hugmynda um vernd kröfuhafa, sem alltaf eigi að geta treyst því að lágmarksfé sé á reikningum félagsins. Sú hugmynd gengur hins vegar ekki upp, enda heimilt að eyða þessum 500 þúsund krónum í rekstur félagsins daginn eftir að það er stofnsett. Viðsemjendur eiga einnig að kunna fótum sínum forráð, enda ganga menn sjálfviljugir til samninga við félög með takmarkaða ábyrgð. Erfitt er því að sjá að reglur um lágmarkshlutafé geri nokkuð annað en að skapa aðgangshindrun fyrir hugmyndaríka en félitla frumkvöðla. Á Íslandi er allt í tísku sem tengja má við nýsköpun, líkt og ríkisstjórnin kveikti á í stefnuskrá sinni þar sem hún lofaði að leggja sérstaka áherslu á „vöxt útflutningsgreina, nýsköpun og nýtingu vaxtartækifæra framtíðarinnar“. Þá ætlaði ríkisstjórnin að beita sér fyrir „endurskoðun regluverks atvinnulífsins með einföldun og aukna skilvirkni að leiðarljósi“. Hvernig væri þá að hætta öllum útúrdúrum um kísilverksmiðjur og annars konar ríkisstyrkta „nýsköpun“, og gera frumkvöðlum kleift að stofna hlutafélög utan um hugmyndir sínar sem tilbúin yrðu samstundis, þar sem hlutafé væri ein króna og skráningargjald ekkert. Leyfum svo frumkvöðlunum að gera sitt. Það væri nýsköpun í íslenskri pólitík.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.Tweets by @stjornarmadur Stjórnarmaðurinn Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Viðskipti innlent Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Viðskipti innlent „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Sjá meira
Stjórnarmaðurinn staðnæmdist við orð Huga Halldórssonar, framkvæmdastjóra Stórveldisins, í Viðskiptablaðinu nú í vikunni. Hugi kvartaði þar undan því að þurfa að stofna einkahlutafélög í gríð og erg vegna endurgreiðslna frá stjórnvöldum á kostnaði við innlenda framleiðslu á afþreyingarefni. Mögulegt er að stjórnarmaðurinn nálgist málið frá öðru sjónarhorni en Hugi, en orð hans verðskulda þó athygli. Í huga þess sem þetta ritar er sjálfsagt að sérstakt félag sé stofnað utan um framleiðsluverkefni hverju sinni, enda er það hreinlegra bókhaldslega og ætti ef allt væri eðlilegt ekki að vera mikil hindrun. Vandamálið er hins vegar sá kostnaður og fyrirhöfn sem fylgir því að stofna einkahlutafélög á Íslandi. Ekki einungis þurfa stofnendur að geta reitt fram 500 þúsund krónur í lágmarkshlutafé, heldur þurfa þeir einnig að greiða ríflega 130 þúsund krónur í óafturkræft skráningargjald. Því til viðbótar þurfa þeir svo að bíða í þrjá til fimm daga eftir því að félagið verði starfhæft. Í tilviki Huga, sem segist stofna að meðaltali um þrjú félög á ári, er um að ræða um tvær milljónir króna á ári og allt að þrjár vinnuvikur í biðtíma. Tíma og fé er betur varið í annað. Stjórnarmaðurinn þekkir ágætlega til í Bretlandi. Kostnaður við að stofna enskt limited-félag er rétt tæpar tvö hundruð íslenskar krónur, og félagið er klappað og klárt á tveimur til þremur vinnustundum. Danir, sem við Íslendingar höfum lengi haft að fyrirmynd í viðskiptalöggjöfinni, hafa einnig horfið frá villu síns vegar og frá 1. janúar hefur verið hægt að stofna félög þar sem upphafshlutafé er ein dönsk króna. Reglur um lágmarkshlutafé eiga rætur að rekja til hugmynda um vernd kröfuhafa, sem alltaf eigi að geta treyst því að lágmarksfé sé á reikningum félagsins. Sú hugmynd gengur hins vegar ekki upp, enda heimilt að eyða þessum 500 þúsund krónum í rekstur félagsins daginn eftir að það er stofnsett. Viðsemjendur eiga einnig að kunna fótum sínum forráð, enda ganga menn sjálfviljugir til samninga við félög með takmarkaða ábyrgð. Erfitt er því að sjá að reglur um lágmarkshlutafé geri nokkuð annað en að skapa aðgangshindrun fyrir hugmyndaríka en félitla frumkvöðla. Á Íslandi er allt í tísku sem tengja má við nýsköpun, líkt og ríkisstjórnin kveikti á í stefnuskrá sinni þar sem hún lofaði að leggja sérstaka áherslu á „vöxt útflutningsgreina, nýsköpun og nýtingu vaxtartækifæra framtíðarinnar“. Þá ætlaði ríkisstjórnin að beita sér fyrir „endurskoðun regluverks atvinnulífsins með einföldun og aukna skilvirkni að leiðarljósi“. Hvernig væri þá að hætta öllum útúrdúrum um kísilverksmiðjur og annars konar ríkisstyrkta „nýsköpun“, og gera frumkvöðlum kleift að stofna hlutafélög utan um hugmyndir sínar sem tilbúin yrðu samstundis, þar sem hlutafé væri ein króna og skráningargjald ekkert. Leyfum svo frumkvöðlunum að gera sitt. Það væri nýsköpun í íslenskri pólitík.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.Tweets by @stjornarmadur
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Viðskipti innlent Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Viðskipti innlent „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Sjá meira