Innlent

Tók lyklana af fullum ökumanni á Reykjanesbraut

vísir/pjetur
Ökumaður sem ók Reykjanesbraut í norður um klukkan sex í gærkvöldi veitti athygli bifreið sem ekið var rásandi milli akgreina. Þegar báðar bifreiðar stöðvuðu við  rautt umferðarljós snaraðist maðurinn  úr sinni bifreið, opnaði hurðina á hinum bílnum tók lykilinn úr kveikjlásnum og tilkynnti grun um ölvunarakstur  til lögreglu.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu sýndi öndunarsýni ökumannsins sem var  stöðvaður sýndi jákvætt fyrir áfengisneyslu. Þá hafði maðurinn heldur ekki ökuréttindi og verður einnig kærður fyrir ítrekaðan akstur bifreiðar  án þess að hafa öðlast ökuréttindi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×