Fiskeldi orðið stærra en fiskveiðar í heiminum Kristján Már Unnarsson skrifar 24. júní 2014 16:00 Laxar í sjókvíum Fjarðalax á Vestfjörðum. Mynd/Fjarðalax. Fiskur sem alinn er upp í kvíum og tjörnum er í fyrsta sinn orðinn stærri hluti af máltíðum jarðarbúa heldur en veiddur villtur fiskur. Aukin fiskneysla og hækkandi fiskverð hafa ýtt verulega undir fiskeldi í heiminum. Þetta kemur fram í grein Financial Times sem byggð er á tölum Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, FAO. Stofnunin spáir því að neysla eldisfisks verði 10,3 kíló að meðaltali á hvern íbúa jarðar á þessu ári og vaxi um 4,4 prósent frá því í fyrra. Á sama tíma er því spáð að neysla á villtum fiski dragist saman um 1,5 prósent og verði 9,7 kíló að meðaltali á mann í ár. Það er einkum aukin fiskneysla í Bandaríkjunum og Evrópu samfara hægum efnahagsbata sem skýrir vaxandi spurn eftir fiskmeti. Eina leiðin til að fullnægja þessari nýju eftirspurn er fiskeldi, hefur Financial Times eftir sérfræðingi. Ein afleiðing vaxandi fiskeldis er talin verða stöðugra fiskverð í framtíðinni þar sem rannsóknir sýni að verð á eldisfiski sveiflast minna heldur en verð á veiddum fiski. Einstaka greinar fiskeldis eru sagðar eiga fullt í fangi með að mæta vaxandi eftirspurn, svo sem vegna fisksjúkdóma og loftlagsbreytinga, og eru laxeldi og rækjueldi nefnd í því sambandi. Þá muni aukning fiskeldis þrýsta fóðurverði upp, einnig vegna samdráttar í veiðum á ansjósu og öðrum uppsjávartegundum sem nýtast í fiskeldisfóður. Á sama tíma standi villtum fiskistofnun ógn af ofveiði, mengun og loftlagsbreytingum. Fisksjúkdómar eru þó talin alvarlegasta ógn fiskeldis. Þannig hafi rækjueldi í Suðaustur-Asíu orðið fyrir miklum skakkaföllum vegna sýkinga, einnig laxeldi í Chile og ostrueldi í Frakklandi. Það sé því áskorun fyrir fiskeldið að tileinka sér góða búskaparhætti, að mati sérfræðings Matvælastofnunar Sameinuðu þjóðanna, sem bendir á að landbúnaðurinn hafi öldum saman lært að kljást við margskyns sjúkdóma í búfjáreldi. Fiskeldi hafi á hinn bóginn aðeins haft fáar kynslóðir til að takast á við verkefnið. Mest lesið Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Sjá meira
Fiskur sem alinn er upp í kvíum og tjörnum er í fyrsta sinn orðinn stærri hluti af máltíðum jarðarbúa heldur en veiddur villtur fiskur. Aukin fiskneysla og hækkandi fiskverð hafa ýtt verulega undir fiskeldi í heiminum. Þetta kemur fram í grein Financial Times sem byggð er á tölum Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, FAO. Stofnunin spáir því að neysla eldisfisks verði 10,3 kíló að meðaltali á hvern íbúa jarðar á þessu ári og vaxi um 4,4 prósent frá því í fyrra. Á sama tíma er því spáð að neysla á villtum fiski dragist saman um 1,5 prósent og verði 9,7 kíló að meðaltali á mann í ár. Það er einkum aukin fiskneysla í Bandaríkjunum og Evrópu samfara hægum efnahagsbata sem skýrir vaxandi spurn eftir fiskmeti. Eina leiðin til að fullnægja þessari nýju eftirspurn er fiskeldi, hefur Financial Times eftir sérfræðingi. Ein afleiðing vaxandi fiskeldis er talin verða stöðugra fiskverð í framtíðinni þar sem rannsóknir sýni að verð á eldisfiski sveiflast minna heldur en verð á veiddum fiski. Einstaka greinar fiskeldis eru sagðar eiga fullt í fangi með að mæta vaxandi eftirspurn, svo sem vegna fisksjúkdóma og loftlagsbreytinga, og eru laxeldi og rækjueldi nefnd í því sambandi. Þá muni aukning fiskeldis þrýsta fóðurverði upp, einnig vegna samdráttar í veiðum á ansjósu og öðrum uppsjávartegundum sem nýtast í fiskeldisfóður. Á sama tíma standi villtum fiskistofnun ógn af ofveiði, mengun og loftlagsbreytingum. Fisksjúkdómar eru þó talin alvarlegasta ógn fiskeldis. Þannig hafi rækjueldi í Suðaustur-Asíu orðið fyrir miklum skakkaföllum vegna sýkinga, einnig laxeldi í Chile og ostrueldi í Frakklandi. Það sé því áskorun fyrir fiskeldið að tileinka sér góða búskaparhætti, að mati sérfræðings Matvælastofnunar Sameinuðu þjóðanna, sem bendir á að landbúnaðurinn hafi öldum saman lært að kljást við margskyns sjúkdóma í búfjáreldi. Fiskeldi hafi á hinn bóginn aðeins haft fáar kynslóðir til að takast á við verkefnið.
Mest lesið Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Sjá meira