Fiskeldi orðið stærra en fiskveiðar í heiminum Kristján Már Unnarsson skrifar 24. júní 2014 16:00 Laxar í sjókvíum Fjarðalax á Vestfjörðum. Mynd/Fjarðalax. Fiskur sem alinn er upp í kvíum og tjörnum er í fyrsta sinn orðinn stærri hluti af máltíðum jarðarbúa heldur en veiddur villtur fiskur. Aukin fiskneysla og hækkandi fiskverð hafa ýtt verulega undir fiskeldi í heiminum. Þetta kemur fram í grein Financial Times sem byggð er á tölum Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, FAO. Stofnunin spáir því að neysla eldisfisks verði 10,3 kíló að meðaltali á hvern íbúa jarðar á þessu ári og vaxi um 4,4 prósent frá því í fyrra. Á sama tíma er því spáð að neysla á villtum fiski dragist saman um 1,5 prósent og verði 9,7 kíló að meðaltali á mann í ár. Það er einkum aukin fiskneysla í Bandaríkjunum og Evrópu samfara hægum efnahagsbata sem skýrir vaxandi spurn eftir fiskmeti. Eina leiðin til að fullnægja þessari nýju eftirspurn er fiskeldi, hefur Financial Times eftir sérfræðingi. Ein afleiðing vaxandi fiskeldis er talin verða stöðugra fiskverð í framtíðinni þar sem rannsóknir sýni að verð á eldisfiski sveiflast minna heldur en verð á veiddum fiski. Einstaka greinar fiskeldis eru sagðar eiga fullt í fangi með að mæta vaxandi eftirspurn, svo sem vegna fisksjúkdóma og loftlagsbreytinga, og eru laxeldi og rækjueldi nefnd í því sambandi. Þá muni aukning fiskeldis þrýsta fóðurverði upp, einnig vegna samdráttar í veiðum á ansjósu og öðrum uppsjávartegundum sem nýtast í fiskeldisfóður. Á sama tíma standi villtum fiskistofnun ógn af ofveiði, mengun og loftlagsbreytingum. Fisksjúkdómar eru þó talin alvarlegasta ógn fiskeldis. Þannig hafi rækjueldi í Suðaustur-Asíu orðið fyrir miklum skakkaföllum vegna sýkinga, einnig laxeldi í Chile og ostrueldi í Frakklandi. Það sé því áskorun fyrir fiskeldið að tileinka sér góða búskaparhætti, að mati sérfræðings Matvælastofnunar Sameinuðu þjóðanna, sem bendir á að landbúnaðurinn hafi öldum saman lært að kljást við margskyns sjúkdóma í búfjáreldi. Fiskeldi hafi á hinn bóginn aðeins haft fáar kynslóðir til að takast á við verkefnið. Mest lesið Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Ungir kaupendur ekki verið færri frá 2014 Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Viðskipti innlent „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Viðskipti innlent Af og frá að slakað sé á aðhaldi Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Ungir kaupendur ekki verið færri frá 2014 Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Sjá meira
Fiskur sem alinn er upp í kvíum og tjörnum er í fyrsta sinn orðinn stærri hluti af máltíðum jarðarbúa heldur en veiddur villtur fiskur. Aukin fiskneysla og hækkandi fiskverð hafa ýtt verulega undir fiskeldi í heiminum. Þetta kemur fram í grein Financial Times sem byggð er á tölum Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, FAO. Stofnunin spáir því að neysla eldisfisks verði 10,3 kíló að meðaltali á hvern íbúa jarðar á þessu ári og vaxi um 4,4 prósent frá því í fyrra. Á sama tíma er því spáð að neysla á villtum fiski dragist saman um 1,5 prósent og verði 9,7 kíló að meðaltali á mann í ár. Það er einkum aukin fiskneysla í Bandaríkjunum og Evrópu samfara hægum efnahagsbata sem skýrir vaxandi spurn eftir fiskmeti. Eina leiðin til að fullnægja þessari nýju eftirspurn er fiskeldi, hefur Financial Times eftir sérfræðingi. Ein afleiðing vaxandi fiskeldis er talin verða stöðugra fiskverð í framtíðinni þar sem rannsóknir sýni að verð á eldisfiski sveiflast minna heldur en verð á veiddum fiski. Einstaka greinar fiskeldis eru sagðar eiga fullt í fangi með að mæta vaxandi eftirspurn, svo sem vegna fisksjúkdóma og loftlagsbreytinga, og eru laxeldi og rækjueldi nefnd í því sambandi. Þá muni aukning fiskeldis þrýsta fóðurverði upp, einnig vegna samdráttar í veiðum á ansjósu og öðrum uppsjávartegundum sem nýtast í fiskeldisfóður. Á sama tíma standi villtum fiskistofnun ógn af ofveiði, mengun og loftlagsbreytingum. Fisksjúkdómar eru þó talin alvarlegasta ógn fiskeldis. Þannig hafi rækjueldi í Suðaustur-Asíu orðið fyrir miklum skakkaföllum vegna sýkinga, einnig laxeldi í Chile og ostrueldi í Frakklandi. Það sé því áskorun fyrir fiskeldið að tileinka sér góða búskaparhætti, að mati sérfræðings Matvælastofnunar Sameinuðu þjóðanna, sem bendir á að landbúnaðurinn hafi öldum saman lært að kljást við margskyns sjúkdóma í búfjáreldi. Fiskeldi hafi á hinn bóginn aðeins haft fáar kynslóðir til að takast á við verkefnið.
Mest lesið Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Ungir kaupendur ekki verið færri frá 2014 Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Viðskipti innlent „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Viðskipti innlent Af og frá að slakað sé á aðhaldi Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Ungir kaupendur ekki verið færri frá 2014 Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Sjá meira