Forsala byrjaði fyrir helgi á The Color Run sem verður þann 6. júní 2015 og er greinilega mikill áhugi hjá íslendingum fyrir þessum litríka viðburði.
Uppselt er í forsölu og tók það aðeins 4 daga. Davíð Lúther Sigurðarson einn af forsvarsmönnum hlaupsins er ánægður með viðtökurnar og viðurkennir að vera svolítið gáttaður á áhuganum svona í desember.
„Það hefur komið í ljós að þetta er heitasta jólagjöfin þetta árið,“ segir Davíð Lúther.
„Mörg fyrirtæki og hópar hafa verið að setja sig í samband og er þá verið að gefa miðana sem jólagjöf, enda virkilega góð gjöf og er The Color Run hamingjusamasta 5 km hlaup í heimi.“
Það er ljóst að það verður margmenni í hlaupinu þann 6. júní. Miðasalan heldur áfram á midi.is þar sem er einnig hægt að versla skemmtilegan varning sem tengist hlaupinu, eins og Tutu Pils, Sólgleraugu og auka litir til að dreifa yfir sig og aðra.
