Myndform og Netflix í viðræðum Haraldur Guðmundsson skrifar 19. nóvember 2014 07:00 Myndform á meðal annars sýningarrétt á kvikmyndum Universal. Vísir/AFP Netflix hefur átt í viðræðum við Myndform um kaup á ýmsu myndefni sem íslenska fyrirtækið á sýningarrétt á hér á landi. Viðræðurnar hafa staðið yfir síðan í ágúst. Fyrirtækin hafa ekki enn komist að samkomulagi en ljóst er að Netflix á í viðræðum við þrjú stærstu kvikmyndafyrirtæki landsins. „Það er verið að vinna í þessu á fullu en þetta er flókið mál. Við eigum rétt til að sýna mjög mikið af efni hér á landi en það er misjafnt út á hvað þau réttindi ganga. Stundum hefur Myndform keypt öll réttindi vegna tiltekinnar bíómyndar en í öðrum tilvikum einungis kvikmyndahúsaréttindin,“ segir Magnús Gunnarsson, yfirmaður kvikmyndadreifingar Myndforms og framkvæmdastjóri Laugarásbíós, í samtali við Markaðinn. Myndform á meðal annars sýningarrétt á kvikmyndum bandarísku framleiðslufyrirtækjanna Universal, Lionsgate og Metro-Goldwyn-Mayer (MGM). Fyrirtækið er einnig í samstarfi við sænska dreifingarfyrirtækið Svensk Filmindustri og selur að auki mikið af erlendu barnaefni.Magnús Gunnarsson„Við funduðum með Netflix og Svensk Filmindustri í Stokkhólmi ágúst og þá vorum við fyrsta íslenska fyrirtækið sem ræddi við Netflix um þessi mál. Okkur líst vel á þetta því öll lögleg sala á þessu efni er okkur til hagsbóta,“ segir Magnús. Hann nefnir að Myndform á réttinn á kvikmyndum eins og Dumb and Dumber To, Nightcrawler, John Wick og þríleiknum um Hobbitann. „Þannig að það er eftir miklu að slægjast. En Netflix er að opna í svo mörgum löndum núna, og Ísland er bara einn lítill markaður, þannig að þetta gerist ekki á einni nóttu,“ segir Magnús. Eins og komið hefur fram vinnur Netflix að því að opna fyrir þjónustu sína hér á landi en fyrirtækið hefur undanfarið unnið að því að hasla sér völl í Evrópu. Fréttavefurinn Nútíminn greindi fyrst frá þreifingum Netflix hér á landi þann 16. október síðastliðinn. Þann sama dag var sagt frá því á mbl.is að Sena ætti í viðræðum við bandaríska fyrirtækið og um tveimur vikum síðar fylgdi fréttavefurinn Kjarninn málinu eftir með frétt um að viðræður Netflix og Sam-félagsins, sem á og rekur Sambíóin og Samfilm, væru langt komnar. Netflix Mest lesið Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Sjá meira
Netflix hefur átt í viðræðum við Myndform um kaup á ýmsu myndefni sem íslenska fyrirtækið á sýningarrétt á hér á landi. Viðræðurnar hafa staðið yfir síðan í ágúst. Fyrirtækin hafa ekki enn komist að samkomulagi en ljóst er að Netflix á í viðræðum við þrjú stærstu kvikmyndafyrirtæki landsins. „Það er verið að vinna í þessu á fullu en þetta er flókið mál. Við eigum rétt til að sýna mjög mikið af efni hér á landi en það er misjafnt út á hvað þau réttindi ganga. Stundum hefur Myndform keypt öll réttindi vegna tiltekinnar bíómyndar en í öðrum tilvikum einungis kvikmyndahúsaréttindin,“ segir Magnús Gunnarsson, yfirmaður kvikmyndadreifingar Myndforms og framkvæmdastjóri Laugarásbíós, í samtali við Markaðinn. Myndform á meðal annars sýningarrétt á kvikmyndum bandarísku framleiðslufyrirtækjanna Universal, Lionsgate og Metro-Goldwyn-Mayer (MGM). Fyrirtækið er einnig í samstarfi við sænska dreifingarfyrirtækið Svensk Filmindustri og selur að auki mikið af erlendu barnaefni.Magnús Gunnarsson„Við funduðum með Netflix og Svensk Filmindustri í Stokkhólmi ágúst og þá vorum við fyrsta íslenska fyrirtækið sem ræddi við Netflix um þessi mál. Okkur líst vel á þetta því öll lögleg sala á þessu efni er okkur til hagsbóta,“ segir Magnús. Hann nefnir að Myndform á réttinn á kvikmyndum eins og Dumb and Dumber To, Nightcrawler, John Wick og þríleiknum um Hobbitann. „Þannig að það er eftir miklu að slægjast. En Netflix er að opna í svo mörgum löndum núna, og Ísland er bara einn lítill markaður, þannig að þetta gerist ekki á einni nóttu,“ segir Magnús. Eins og komið hefur fram vinnur Netflix að því að opna fyrir þjónustu sína hér á landi en fyrirtækið hefur undanfarið unnið að því að hasla sér völl í Evrópu. Fréttavefurinn Nútíminn greindi fyrst frá þreifingum Netflix hér á landi þann 16. október síðastliðinn. Þann sama dag var sagt frá því á mbl.is að Sena ætti í viðræðum við bandaríska fyrirtækið og um tveimur vikum síðar fylgdi fréttavefurinn Kjarninn málinu eftir með frétt um að viðræður Netflix og Sam-félagsins, sem á og rekur Sambíóin og Samfilm, væru langt komnar.
Netflix Mest lesið Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Sjá meira