Stýrihópur endurskoðar virðisaukaskatt og vörugjöld Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 22. febrúar 2014 10:00 Stefnt er að því að létta skattbyrði almennings og fyrirtækja. Vísir/Eva Björk Horfið verður frá sértækri neyslustýringu með vörugjöldum og virðisaukaskattskerfið einfaldað með minni mun á milli þrepa, færri undanþágum og auknu jafnræði milli skyldra atvinnugreina í kjölfar endurskoðunar á vörugjalda- og virðisaukaskattskerfunum. Að endurskoðuninni vinnur stýrihópur sem Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra hefur skipað. Frá þessu greinir á vef ráðuneytisins. Bjarni greindi fyrst frá þessum fyrirætlunum ríkisstjórnarinnar á skattadegi Deloitte í janúar. Meðal verkefna hópsins er að leita leiða til að breikka skattstofna og sporna við skattsvikum til að unnt verði að létta skattbyrði almennings og fyrirtækja auk þess sem meta skal mögulegar mótvægisaðgerðir til að mæta þörfum tekjulægri hópa. Á vef fjármálaráðuneytisins segir að ljóst sé að brýn þörf er á að endurskoða virðisaukaskattskerfið. Er efra þrepið eitt það hæsta í heimi en skilvirkni kerfisins helst ekki í hendur við hátt skatthlutfall. Hefur það gefið verulega eftir á síðari árum, bæði sem hlutfall af heildarskatttekjum ríkisins og landsframleiðslu. Stýrihópurinn mun setja á fót starfshópa sem vinna skulu að afmörkuðum þáttum í endurskoðuninni. Þá munu ráðgjafaráð fjármála- og efnahagsráðherra um efnahagsmál og opinber fjármál og sérfræðingateymi AGS starfa með stýrihópnum og einstökum starfshópum hans. Einnig er stýrihópnum ætlað að hafa reglubundið samráð við hagsmunasamtök launþega og vinnuveitenda og aðra þá sem hagsmuna eiga að gæta. Í hópnum eiga sæti þrír fulltrúar fjármálaráðuneytis, þau Guðrún Þorleifsdóttir, lögfræðingur, Maríanna Jónasdóttir, skrifstofustjóri og Tómas Brynjólfsson, skrifstofustjóri. Fyrstu skref verða stigin til breytinga með frumvarpi sem lagt verður fram á þinginu 2014-2015. Mest lesið Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira
Horfið verður frá sértækri neyslustýringu með vörugjöldum og virðisaukaskattskerfið einfaldað með minni mun á milli þrepa, færri undanþágum og auknu jafnræði milli skyldra atvinnugreina í kjölfar endurskoðunar á vörugjalda- og virðisaukaskattskerfunum. Að endurskoðuninni vinnur stýrihópur sem Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra hefur skipað. Frá þessu greinir á vef ráðuneytisins. Bjarni greindi fyrst frá þessum fyrirætlunum ríkisstjórnarinnar á skattadegi Deloitte í janúar. Meðal verkefna hópsins er að leita leiða til að breikka skattstofna og sporna við skattsvikum til að unnt verði að létta skattbyrði almennings og fyrirtækja auk þess sem meta skal mögulegar mótvægisaðgerðir til að mæta þörfum tekjulægri hópa. Á vef fjármálaráðuneytisins segir að ljóst sé að brýn þörf er á að endurskoða virðisaukaskattskerfið. Er efra þrepið eitt það hæsta í heimi en skilvirkni kerfisins helst ekki í hendur við hátt skatthlutfall. Hefur það gefið verulega eftir á síðari árum, bæði sem hlutfall af heildarskatttekjum ríkisins og landsframleiðslu. Stýrihópurinn mun setja á fót starfshópa sem vinna skulu að afmörkuðum þáttum í endurskoðuninni. Þá munu ráðgjafaráð fjármála- og efnahagsráðherra um efnahagsmál og opinber fjármál og sérfræðingateymi AGS starfa með stýrihópnum og einstökum starfshópum hans. Einnig er stýrihópnum ætlað að hafa reglubundið samráð við hagsmunasamtök launþega og vinnuveitenda og aðra þá sem hagsmuna eiga að gæta. Í hópnum eiga sæti þrír fulltrúar fjármálaráðuneytis, þau Guðrún Þorleifsdóttir, lögfræðingur, Maríanna Jónasdóttir, skrifstofustjóri og Tómas Brynjólfsson, skrifstofustjóri. Fyrstu skref verða stigin til breytinga með frumvarpi sem lagt verður fram á þinginu 2014-2015.
Mest lesið Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira