Draga úr mun milli virðisaukaþrepanna Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 11. janúar 2014 08:00 Stýrihópur mun endurskoða neysluskatta og vörugjöld. Mynd/Eva Björk „Markmiðið er að draga úr muninum milli virðisaukaskattþrepanna og lækka efra þrepið sem þýðir auðvitað að neðra þrepið mun taka einhverjum breytingum til hækkunar,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í samtali við Fréttablaðið um áætlanir ríkisstjórnarinnar í skattamálum sem hann kynnti á Skattadegi Deloitte í gær. Bjarni sagði að vinna væri hafin við endurskoðun neysluskatta og vörugjalda og hyggst ráðuneytið skipa stýrihóp um málið. „Samhliða þessu verða skoðaðar leiðir til að fella niður vörugjöld og gera aðrar ráðstafanir til að bregðast við neikvæðum áhrifum af hækkun neðra þrepsins,“ segir Bjarni. Hann segir efra skattþrepið, sem er 25,5%, alltof hátt en ekki raunhæft að stíga það skref að hafa allan virðisaukaskatt í einu þrepi. „Ég sé fyrir mér að nefndin taki það til skoðunar hvenær eða með hvaða hætti hægt er að vinna að því að hafa þetta í einu þrepi,“ segir Bjarni.Bjarni útilokar ekki að matvöruverð geti hækkað, en á móti kemur að aðrar nauðsynjavörur lækka.Mynd/GVAAðspurður um hvort hækkun á neðra þrepinu muni ekki óhjákvæmilega leiða til hærra verðs á matvörum segist hann ekki útiloka að svo geti farið. „Hins vegar munu ýmsar aðrar nauðsynjar lækka á móti, svo sem eldsneyti sem er í efra og almenna þrepinu,“ segir Bjarni. Hann segir áherslu verða lagða á að fella niður vörugjöld og tekur sem dæmi byggingarvörur ýmiskonar, en slíkt muni hafa áhrif á verðlag. Hann segir að frekar skuli nota bótakerfið en virðisaukaskattkerfið til að koma til móts við þá sem erfitt eiga með að ná endum saman. „Aðalatriðið til að styðja við þá sem eru í lægri launahópum er að gera það í gegnum breytingar á bótakerfinu,“ segir Bjarni en með hvaða hætti það yrði gert er enn óskoðað en það yrði einnig hlutverk nefndarinnar að skoða slíkar útfærslur. „Þar getur allt komið til skoðunar, allt frá barnabótum í einhvern annan sérstakan stuðning,“ segir Bjarni. Hann segir þessar breytingar ekki gerðar með tekjuöflun fyrir ríkið í huga. „Við erum að gera þetta til að gera kerfið skilvirkara, og einfaldara og skapa réttu hvatana, en það mun til lengri tíma litið gagnast betur í tekjuöflunarskyni fyrir ríkið,“ segir Bjarni. „Við viljum minnka þetta bil milli þrepa og breikka skattstofnana og horfum til lægra vöruverðs sem markmiðs,“ segir Bjarni að lokum og segist leggja áherslu á að þessari vinnu verði hraðað sem kostur er. Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira
„Markmiðið er að draga úr muninum milli virðisaukaskattþrepanna og lækka efra þrepið sem þýðir auðvitað að neðra þrepið mun taka einhverjum breytingum til hækkunar,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í samtali við Fréttablaðið um áætlanir ríkisstjórnarinnar í skattamálum sem hann kynnti á Skattadegi Deloitte í gær. Bjarni sagði að vinna væri hafin við endurskoðun neysluskatta og vörugjalda og hyggst ráðuneytið skipa stýrihóp um málið. „Samhliða þessu verða skoðaðar leiðir til að fella niður vörugjöld og gera aðrar ráðstafanir til að bregðast við neikvæðum áhrifum af hækkun neðra þrepsins,“ segir Bjarni. Hann segir efra skattþrepið, sem er 25,5%, alltof hátt en ekki raunhæft að stíga það skref að hafa allan virðisaukaskatt í einu þrepi. „Ég sé fyrir mér að nefndin taki það til skoðunar hvenær eða með hvaða hætti hægt er að vinna að því að hafa þetta í einu þrepi,“ segir Bjarni.Bjarni útilokar ekki að matvöruverð geti hækkað, en á móti kemur að aðrar nauðsynjavörur lækka.Mynd/GVAAðspurður um hvort hækkun á neðra þrepinu muni ekki óhjákvæmilega leiða til hærra verðs á matvörum segist hann ekki útiloka að svo geti farið. „Hins vegar munu ýmsar aðrar nauðsynjar lækka á móti, svo sem eldsneyti sem er í efra og almenna þrepinu,“ segir Bjarni. Hann segir áherslu verða lagða á að fella niður vörugjöld og tekur sem dæmi byggingarvörur ýmiskonar, en slíkt muni hafa áhrif á verðlag. Hann segir að frekar skuli nota bótakerfið en virðisaukaskattkerfið til að koma til móts við þá sem erfitt eiga með að ná endum saman. „Aðalatriðið til að styðja við þá sem eru í lægri launahópum er að gera það í gegnum breytingar á bótakerfinu,“ segir Bjarni en með hvaða hætti það yrði gert er enn óskoðað en það yrði einnig hlutverk nefndarinnar að skoða slíkar útfærslur. „Þar getur allt komið til skoðunar, allt frá barnabótum í einhvern annan sérstakan stuðning,“ segir Bjarni. Hann segir þessar breytingar ekki gerðar með tekjuöflun fyrir ríkið í huga. „Við erum að gera þetta til að gera kerfið skilvirkara, og einfaldara og skapa réttu hvatana, en það mun til lengri tíma litið gagnast betur í tekjuöflunarskyni fyrir ríkið,“ segir Bjarni. „Við viljum minnka þetta bil milli þrepa og breikka skattstofnana og horfum til lægra vöruverðs sem markmiðs,“ segir Bjarni að lokum og segist leggja áherslu á að þessari vinnu verði hraðað sem kostur er.
Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira