Ferðin kostar 360 þúsund á hvern leikmann Tómas Þór Þórðarson skrifar 1. ágúst 2014 07:00 Það er í mörg horn að líta fjárhagslega þegar kemur að ungmennalandsliðunum fyrir Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóra HSÍ. Fréttablaðið/Stefan „Þetta er ein dýrasta ferðin held ég,“ segir Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, um ferð U18 ára-landsliðs karla í handbolta á lokakeppni Evrópumótsins sem fram fer í Póllandi seinna í mánuðinum. Ferðin, sem er í heildina tólf dagar, kostar 360 þúsund krónur á haus, en heildarkostnaðurinn er 7,5 milljónir. Og fyrir utan þá upphæð er breytilegur kostnaður eins og æfingar og þvottur á búningum. „Við erum að reyna að borga helminginn af þessu. Við vorum að vonast til að koma strákunum í löndun, en það klikkaði. Það koma náttúrulega engir styrkir frá Evrópu- eða Alþjóðasambandinu þannig þetta eru bara bein fjárútlát,“ segir Einar.Engir sjóðir að sækja í Það er gömul saga og ný að ungir íslenskir afreksmenn þurfi að greiða sína leið þegar kemur að landsliðum. Eðlilega hækkaði kostnaðurinn mikið eftir hrunið vegna stöðu krónunnar. Ungir afreksmenn þurfa að safna fyrir ferðunum sjálfir með ýmsum leiðum, svo sem sölu á varningi eða að safna litlum auglýsingum í fyrirtækjum sem vilja styrkja þá. „Vandamálið er að þessu fylgja engir styrkir. Við fengum milljón frá afrekssjóði, en það kemur ekkert að utan. Og þó að við myndum hætta við að fara fáum við bara sektir upp á einhverjar 10-15.000 evrur,“ segir Einar og ekki er von á bót í máli. „Ég hef ekki orðið var við það að menn ætli sér að bæta þetta. Það er nógu erfitt að fá aðila til að halda þessi mót. Gallinn er að það er enginn sjóður sem hægt er að sækja í þótt lið nái árangri og komist í lokakeppni. Það er hægt að sækja viðbótarstyrki í afrekssjóði en það er ekkert annað,“ segir Einar Þorvarðarson.Karfan að taka við sér „Svona er þetta líka hjá öllum unglingalandsliðunum okkar,“ segir Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands. U18 ára liðið í körfunni er þessa dagana úti á EM í Búlgaríu en strákarnir þar greiddu 180 þúsund krónur og aðrar 100 þúsund krónur til að komast á Norðurlandamótið fyrr í sumar. Kvennaliðið í sama aldursflokki er búið að fara á sömu mót og borga það sama. „Við reynum alltaf að koma til móts við krakkana. Kostnaður KKÍ við eitt svona mót er um tvær milljónir þannig að krakkarnir greiða hluta af kostnaðinum. Gallinn er auðvitað að oft eru svona mót haldin í Austur-Evrópu,“ segir Hannes við Fréttablaðið. Eins og í handboltanum koma engir styrkir frá evrópska sambandinu, en það gæti verið að breytast segir Hannes. „Ég er í stjórninni þar, og það verður lögð fram tillaga á næsta stjórnarfundi þar sem lagt verður til að styrkja yngri landsliðin meira. Það er það sem við leitumst eftir og erum alltaf að berjast fyrir, bæði úti og hjá ríkinu hér heima. Við viljum ekki vera að senda þessa reikninga inn um lúgurnar hjá foreldrum krakkanna,“ segir Hannes S. Jónsson.Frítt í fótboltanum Þegar kemur að fjármálum er knattspyrnan í sérflokki vegna vinsælda sinna og stærðar bæði UEFA og FIFA. Þau styrkja sérsamböndin duglega og fá þjóðir styrki til að mæta á mót yngri landsliða. Veröldin er augljóslega allt önnur þar sem KSÍ fær borgað fyrir að mæta á mót yngri landsliða, en KKÍ og HSÍ þurfa að borga háar upphæðir með sér. „Við borgum allan kostnað – líka innanlandsflugið fyrir þá sem þurfa á því að halda til að koma til móts við liðið,“ segir Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ. Íslenski boltinn Íslenski handboltinn Íslenski körfuboltinn Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Fleiri fréttir Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Sjá meira
„Þetta er ein dýrasta ferðin held ég,“ segir Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, um ferð U18 ára-landsliðs karla í handbolta á lokakeppni Evrópumótsins sem fram fer í Póllandi seinna í mánuðinum. Ferðin, sem er í heildina tólf dagar, kostar 360 þúsund krónur á haus, en heildarkostnaðurinn er 7,5 milljónir. Og fyrir utan þá upphæð er breytilegur kostnaður eins og æfingar og þvottur á búningum. „Við erum að reyna að borga helminginn af þessu. Við vorum að vonast til að koma strákunum í löndun, en það klikkaði. Það koma náttúrulega engir styrkir frá Evrópu- eða Alþjóðasambandinu þannig þetta eru bara bein fjárútlát,“ segir Einar.Engir sjóðir að sækja í Það er gömul saga og ný að ungir íslenskir afreksmenn þurfi að greiða sína leið þegar kemur að landsliðum. Eðlilega hækkaði kostnaðurinn mikið eftir hrunið vegna stöðu krónunnar. Ungir afreksmenn þurfa að safna fyrir ferðunum sjálfir með ýmsum leiðum, svo sem sölu á varningi eða að safna litlum auglýsingum í fyrirtækjum sem vilja styrkja þá. „Vandamálið er að þessu fylgja engir styrkir. Við fengum milljón frá afrekssjóði, en það kemur ekkert að utan. Og þó að við myndum hætta við að fara fáum við bara sektir upp á einhverjar 10-15.000 evrur,“ segir Einar og ekki er von á bót í máli. „Ég hef ekki orðið var við það að menn ætli sér að bæta þetta. Það er nógu erfitt að fá aðila til að halda þessi mót. Gallinn er að það er enginn sjóður sem hægt er að sækja í þótt lið nái árangri og komist í lokakeppni. Það er hægt að sækja viðbótarstyrki í afrekssjóði en það er ekkert annað,“ segir Einar Þorvarðarson.Karfan að taka við sér „Svona er þetta líka hjá öllum unglingalandsliðunum okkar,“ segir Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands. U18 ára liðið í körfunni er þessa dagana úti á EM í Búlgaríu en strákarnir þar greiddu 180 þúsund krónur og aðrar 100 þúsund krónur til að komast á Norðurlandamótið fyrr í sumar. Kvennaliðið í sama aldursflokki er búið að fara á sömu mót og borga það sama. „Við reynum alltaf að koma til móts við krakkana. Kostnaður KKÍ við eitt svona mót er um tvær milljónir þannig að krakkarnir greiða hluta af kostnaðinum. Gallinn er auðvitað að oft eru svona mót haldin í Austur-Evrópu,“ segir Hannes við Fréttablaðið. Eins og í handboltanum koma engir styrkir frá evrópska sambandinu, en það gæti verið að breytast segir Hannes. „Ég er í stjórninni þar, og það verður lögð fram tillaga á næsta stjórnarfundi þar sem lagt verður til að styrkja yngri landsliðin meira. Það er það sem við leitumst eftir og erum alltaf að berjast fyrir, bæði úti og hjá ríkinu hér heima. Við viljum ekki vera að senda þessa reikninga inn um lúgurnar hjá foreldrum krakkanna,“ segir Hannes S. Jónsson.Frítt í fótboltanum Þegar kemur að fjármálum er knattspyrnan í sérflokki vegna vinsælda sinna og stærðar bæði UEFA og FIFA. Þau styrkja sérsamböndin duglega og fá þjóðir styrki til að mæta á mót yngri landsliða. Veröldin er augljóslega allt önnur þar sem KSÍ fær borgað fyrir að mæta á mót yngri landsliða, en KKÍ og HSÍ þurfa að borga háar upphæðir með sér. „Við borgum allan kostnað – líka innanlandsflugið fyrir þá sem þurfa á því að halda til að koma til móts við liðið,“ segir Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ.
Íslenski boltinn Íslenski handboltinn Íslenski körfuboltinn Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Fleiri fréttir Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Sjá meira