Landbúnaður; hefðbundinn, vistvænn, lífrænn Jóhannes Gunnarsson skrifar 16. júlí 2014 07:00 Að undanförnu hefur mikið verið fjallað um svokallaða vistvæna eða gæðastýrða landbúnaðarframleiðslu í fjölmiðlum. Um leið koma fyrir hugtökin „hefðbundin“ og „lífræn“ framleiðsla sem eðlilegt er. En þá eru margir neytendur löngu hættir að fylgjast með og botna lítið í þeim hugtökum sem nefnd hafa verið hér.„Gæðastýrður“ landbúnaður Strax í aðdraganda að setningu reglugerðar um vistvæna landbúnaðarframleiðslu lögðust Neytendasamtökin gegn þessari reglugerð sem tók gildi 1998. Bent var á að í raun væri aðeins um tvær megintegundir landbúðarvara að ræða, annars vegar vörur framleiddar á hefðbundinn hátt og hins vegar lífrænar vörur. Það sé hins vegar að mati Neytendasamtakanna eðlilegt að tryggt sé að íslenskar landbúnaðarvörur séu heilnæmar og góðar. Því er eðlilegt að reglur sem gilda um gæðastýrðan/vistvænan landbúnað séu grunnur þeirra krafna sem gerðar eru til hefðbundinnar framleiðslu. Það skapar aukin sóknarfæri bæði hér heima og erlendis með auknum heimsviðskiptum með þessar vörur. En það á ekki að rugla neytendur með einhverju orðskrípi sem stendur ekki fyrir neinu og er jafnvel villandi.Ekkert eftirlit – öllu blandað saman Fram hefur komið að innlenda grænmetið sem selt er í verslunum sé í langflestum tilvikum í umbúðum merkt „vistvænt“. En því er líka haldið fram að það sé bara ekki alltaf svo „vistvænt“. Það vanti allt eftirlit og seljendur hafi sumir hverjir ræktað á þann hátt sem þeim hefur hentað. Blekkingin sem þarna á sér stað gerir hugtakið „vistvænt“ innantómt og ómarktækt og er niðurlægjandi fyrir landbúnaðinn og neytendur í leiðinni. Og enn heldur bullið áfram. Nú hefur komið fram að ekki sé hægt að merkja „vistvæna“ lambakjötið sérstaklega því þá verður lífsins ómögulegt að selja það „ógæðastýrða“. Allavega fá neytendur ekkert að vita af þessu „vistvæna“ kjöti enda öllu blandað saman hjá sláturleyfishafa.Hættum þessu „vistvæna“ rugli Eins og sagði í upphafi þá hafa Neytendasamtökin alltaf verið á móti orðanotkuninni „vistvænt“ eða „gæðastýrt”. Við höfum talið hana vera villandi fyrir neytendur hvernig sem á það er litið; hugmyndafræðina á bak við vistvæna vottun og reynsluna af henni. Alvarlegast er þó hve margir neytendur ruglast á orðunum lífrænt og vistvænt. Fyrir létu Neytendasamtökin kanna þekkingu neytenda á orðunum vistvænt og lífrænt. Niðurstaðan var að 63% aðspurðra töldu sig vita muninn. En með viðbótarspurningum reyndust aðeins 37% þekkja muninn í raun. Þegar mismunandi hugtök ruglast svona í höfðinu á okkur, þá eru slíkar merkingar villandi að mati Neytendasamtakanna.Eflum lífræna framleiðslu Hins vegar höfum við svo lífrænan landbúnað. Hann byggir á viðurkenndum erlendum stöðlum og reglum og vottunaraðili heldur upp virku eftirliti með þeim sem merkja vörur sínar lífrænt vottaðar. Eftirspurn eftir lífrænum vörum hefur verið að aukast mikið, ekki síst í nágrannalöndum okkar. Hér sjáum við það sama með auknu framboði, þó þar þurfi enn að bæta miklu við. Þess má geta að Neytendasamtökin sendu kvörtun til Samkeppnisstofnunar í sept. 2003 um hversu villandi vistvæn vottun væri gagnvart þeirri lífrænu og sem væri blekkjandi fyrir neytendur. En því miður var erindi samtakanna ekki tekið til greina. Það hefur lengi verið sannfæring þess sem þetta skrifar að með aukinni framleiðslu á lífrænum landbúnaðarvörum værum við að styrkja stöðu okkar inn í framtíðina. Nokkur rök hafa komið fram þar um hér að framan. En það kostar bændur að breyta framleiðslu sinni yfir í lífræna. Í nágrannalöndum okkar hafa bændur fengið eðlilega styrki til slíkra breytinga. Hér hafa þeir hins vegar verið smánarlitlir og í engu samræmi við tilkostnað og í raun hefur vistvæn vottun gert lífrænni framleiðslu erfiðara fyrir. Þessu verður að breyta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Að undanförnu hefur mikið verið fjallað um svokallaða vistvæna eða gæðastýrða landbúnaðarframleiðslu í fjölmiðlum. Um leið koma fyrir hugtökin „hefðbundin“ og „lífræn“ framleiðsla sem eðlilegt er. En þá eru margir neytendur löngu hættir að fylgjast með og botna lítið í þeim hugtökum sem nefnd hafa verið hér.„Gæðastýrður“ landbúnaður Strax í aðdraganda að setningu reglugerðar um vistvæna landbúnaðarframleiðslu lögðust Neytendasamtökin gegn þessari reglugerð sem tók gildi 1998. Bent var á að í raun væri aðeins um tvær megintegundir landbúðarvara að ræða, annars vegar vörur framleiddar á hefðbundinn hátt og hins vegar lífrænar vörur. Það sé hins vegar að mati Neytendasamtakanna eðlilegt að tryggt sé að íslenskar landbúnaðarvörur séu heilnæmar og góðar. Því er eðlilegt að reglur sem gilda um gæðastýrðan/vistvænan landbúnað séu grunnur þeirra krafna sem gerðar eru til hefðbundinnar framleiðslu. Það skapar aukin sóknarfæri bæði hér heima og erlendis með auknum heimsviðskiptum með þessar vörur. En það á ekki að rugla neytendur með einhverju orðskrípi sem stendur ekki fyrir neinu og er jafnvel villandi.Ekkert eftirlit – öllu blandað saman Fram hefur komið að innlenda grænmetið sem selt er í verslunum sé í langflestum tilvikum í umbúðum merkt „vistvænt“. En því er líka haldið fram að það sé bara ekki alltaf svo „vistvænt“. Það vanti allt eftirlit og seljendur hafi sumir hverjir ræktað á þann hátt sem þeim hefur hentað. Blekkingin sem þarna á sér stað gerir hugtakið „vistvænt“ innantómt og ómarktækt og er niðurlægjandi fyrir landbúnaðinn og neytendur í leiðinni. Og enn heldur bullið áfram. Nú hefur komið fram að ekki sé hægt að merkja „vistvæna“ lambakjötið sérstaklega því þá verður lífsins ómögulegt að selja það „ógæðastýrða“. Allavega fá neytendur ekkert að vita af þessu „vistvæna“ kjöti enda öllu blandað saman hjá sláturleyfishafa.Hættum þessu „vistvæna“ rugli Eins og sagði í upphafi þá hafa Neytendasamtökin alltaf verið á móti orðanotkuninni „vistvænt“ eða „gæðastýrt”. Við höfum talið hana vera villandi fyrir neytendur hvernig sem á það er litið; hugmyndafræðina á bak við vistvæna vottun og reynsluna af henni. Alvarlegast er þó hve margir neytendur ruglast á orðunum lífrænt og vistvænt. Fyrir létu Neytendasamtökin kanna þekkingu neytenda á orðunum vistvænt og lífrænt. Niðurstaðan var að 63% aðspurðra töldu sig vita muninn. En með viðbótarspurningum reyndust aðeins 37% þekkja muninn í raun. Þegar mismunandi hugtök ruglast svona í höfðinu á okkur, þá eru slíkar merkingar villandi að mati Neytendasamtakanna.Eflum lífræna framleiðslu Hins vegar höfum við svo lífrænan landbúnað. Hann byggir á viðurkenndum erlendum stöðlum og reglum og vottunaraðili heldur upp virku eftirliti með þeim sem merkja vörur sínar lífrænt vottaðar. Eftirspurn eftir lífrænum vörum hefur verið að aukast mikið, ekki síst í nágrannalöndum okkar. Hér sjáum við það sama með auknu framboði, þó þar þurfi enn að bæta miklu við. Þess má geta að Neytendasamtökin sendu kvörtun til Samkeppnisstofnunar í sept. 2003 um hversu villandi vistvæn vottun væri gagnvart þeirri lífrænu og sem væri blekkjandi fyrir neytendur. En því miður var erindi samtakanna ekki tekið til greina. Það hefur lengi verið sannfæring þess sem þetta skrifar að með aukinni framleiðslu á lífrænum landbúnaðarvörum værum við að styrkja stöðu okkar inn í framtíðina. Nokkur rök hafa komið fram þar um hér að framan. En það kostar bændur að breyta framleiðslu sinni yfir í lífræna. Í nágrannalöndum okkar hafa bændur fengið eðlilega styrki til slíkra breytinga. Hér hafa þeir hins vegar verið smánarlitlir og í engu samræmi við tilkostnað og í raun hefur vistvæn vottun gert lífrænni framleiðslu erfiðara fyrir. Þessu verður að breyta.
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun