Kretzschmar sótillur út í IHF Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. desember 2014 18:45 Stefan Kretzschmar er eitt þekktasta andlit handboltaheimsins í Þýskalandi. Vísir/Getty Stefan Kretzschmar, fyrrum landsliðsmaður Þýskalands og einn þekktasti sérfræðingur um handbolta þar í landi, er hundóánægður með framferði forráðamanna Alþjóðahandknattleikssambandsins, IHF, í tengslum við HM í Katar. Eins og alkunna er fékk Þýskalandi keppnisrétt á HM í Katar í gegnum krókaleiðir eftir að keppnisréttur Ástralíu var afturkallaður. En nú hefur komið í ljós að þýsku ríkissjónvarpsstöðvarnar ZDF og ARD munu ekki sýna frá mótinu og óljóst að einhver annar geti tekið við keflinu með svo stuttum fyrirvara. Þýski sjónvarpsmarkaðurinn er sá stærsti í handboltaheiminum og því skiptir málið miklu máli fyrir marga aðila. Kretzschmar segir að þetta hafi mikil áhrif á framtíð handboltans í Þýskalandi. „Börnin fá nú ekki tækifæri til að horfa á fyrirmyndir sínar spila handbolta. Allt okkar uppbyggingarstarf í handboltanum er í hættu,“ sagði Kretzschmar í viðtali við Bild um helgina. Sjónvarpsstöðin beIN Sports keypti sýningarréttinn á HM fyrir bæði mótið í Katar sem og keppnina árið 2017. Þar á bæ voru menn tregir til að ganga að samningum við ZDF og ARD þar sem stöðvarnar eru aðgengilegar í gegnum gervihnött í mörgum öðrum löndum. beIN Sports er í eigu Al-Jazeera sjónvarpsrisans í Katar sem greiddi IHF rúma tólf milljarða króna fyrir réttinn. „Ég næ ekki utan um þetta og hef engan skilning á málinu. IHF er með fulla vasa af pening en gerði handboltanum í Evrópu engan greiða með þessum glórulausa samningi. Vonbrigðin mín í þessu máli gætu vart verið stærri en þau eru.“ „Nú bíður maður þess að sjá hver viðbrögðin verða við þessu hjá styrktaraðilum, fyrirtækjum og stuðningsmönnum. Afleiðingar þessarar hörmungar eru ekki enn fyllilega ljósar en ég tel að þetta sé bara byrjunin.“ Handbolti Tengdar fréttir Fá Þjóðverjar að sjá HM á netinu? Enn eru vonir bundnar við að hægt verði að koma beinum útsendingum frá HM í Katar til Þýskalands. 4. desember 2014 13:45 Enn eitt áfallið fyrir HM: Engar sjónvarpsútsendingar í Þýskalandi Þýskalandi var komið inn á HM með krókaleiðum en samningar náðust ekki við stærstu sjónvarpsstöðvar Þýskalands. 2. desember 2014 13:46 Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn John Cena hættur að glíma Sport „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti Fleiri fréttir Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Sjá meira
Stefan Kretzschmar, fyrrum landsliðsmaður Þýskalands og einn þekktasti sérfræðingur um handbolta þar í landi, er hundóánægður með framferði forráðamanna Alþjóðahandknattleikssambandsins, IHF, í tengslum við HM í Katar. Eins og alkunna er fékk Þýskalandi keppnisrétt á HM í Katar í gegnum krókaleiðir eftir að keppnisréttur Ástralíu var afturkallaður. En nú hefur komið í ljós að þýsku ríkissjónvarpsstöðvarnar ZDF og ARD munu ekki sýna frá mótinu og óljóst að einhver annar geti tekið við keflinu með svo stuttum fyrirvara. Þýski sjónvarpsmarkaðurinn er sá stærsti í handboltaheiminum og því skiptir málið miklu máli fyrir marga aðila. Kretzschmar segir að þetta hafi mikil áhrif á framtíð handboltans í Þýskalandi. „Börnin fá nú ekki tækifæri til að horfa á fyrirmyndir sínar spila handbolta. Allt okkar uppbyggingarstarf í handboltanum er í hættu,“ sagði Kretzschmar í viðtali við Bild um helgina. Sjónvarpsstöðin beIN Sports keypti sýningarréttinn á HM fyrir bæði mótið í Katar sem og keppnina árið 2017. Þar á bæ voru menn tregir til að ganga að samningum við ZDF og ARD þar sem stöðvarnar eru aðgengilegar í gegnum gervihnött í mörgum öðrum löndum. beIN Sports er í eigu Al-Jazeera sjónvarpsrisans í Katar sem greiddi IHF rúma tólf milljarða króna fyrir réttinn. „Ég næ ekki utan um þetta og hef engan skilning á málinu. IHF er með fulla vasa af pening en gerði handboltanum í Evrópu engan greiða með þessum glórulausa samningi. Vonbrigðin mín í þessu máli gætu vart verið stærri en þau eru.“ „Nú bíður maður þess að sjá hver viðbrögðin verða við þessu hjá styrktaraðilum, fyrirtækjum og stuðningsmönnum. Afleiðingar þessarar hörmungar eru ekki enn fyllilega ljósar en ég tel að þetta sé bara byrjunin.“
Handbolti Tengdar fréttir Fá Þjóðverjar að sjá HM á netinu? Enn eru vonir bundnar við að hægt verði að koma beinum útsendingum frá HM í Katar til Þýskalands. 4. desember 2014 13:45 Enn eitt áfallið fyrir HM: Engar sjónvarpsútsendingar í Þýskalandi Þýskalandi var komið inn á HM með krókaleiðum en samningar náðust ekki við stærstu sjónvarpsstöðvar Þýskalands. 2. desember 2014 13:46 Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn John Cena hættur að glíma Sport „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti Fleiri fréttir Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Sjá meira
Fá Þjóðverjar að sjá HM á netinu? Enn eru vonir bundnar við að hægt verði að koma beinum útsendingum frá HM í Katar til Þýskalands. 4. desember 2014 13:45
Enn eitt áfallið fyrir HM: Engar sjónvarpsútsendingar í Þýskalandi Þýskalandi var komið inn á HM með krókaleiðum en samningar náðust ekki við stærstu sjónvarpsstöðvar Þýskalands. 2. desember 2014 13:46