Hægt að framleiða nóg af lífolíu til íblöndunar Aðalsteinn Kjartansson skrifar 8. desember 2014 15:52 Auknar kröfur eru um hlutfall endurnýjanlegs eldsneytis frá og með áramótum. Vísir/Getty Images Næg framleiðslugeta er á vistvænu eldsneyti hér á landi til að hægt sé að hækka hlutfall hlutfall endurnýjanlegs eldsneytis í fimm prósent. Frá og með áramótum verður þess krafist í lögum en í dag er krafa gerð um 3,5 prósent hlutfall lífræns eldsneytis. Þetta fullyrðir Ingi Örn Gíslason, framkvæmdastjóri Bioenergi, sem framleiðir bio diesel. „Það er ekki skortur á því og það er ekki bara hvaða eldsneyti sem er, heldur er það Evrópuvottað,“ segir Ingi Örn. „Það er sambærilegt eldsneyti og bio diesel sem keyrt er um á í Þýskalandi, Svíþjóð og allstaðar í kringum okkur.“Guðrún Ragna Garðarsdóttir, framkvæmdastjóri Atlantsolíu.VísirFramleiðsla stjórnast af eftirspurn Ingi Örn segir olíufélögin þó vera treg til að kaupa lífræna eldsneytið. „Auðvitað eru þeir ekki endilega sáttir við það því það er kostnaðarsamt fyrir þá,“ segir hann. „Bio diesel er kostnaðarsamara allstaðar í heiminum heldur en venjulegur diesell.“ Framleiðsla Bio Energi fer fram á Íslandi með innfluttri repjuolíu frá Danmörku. Í fréttum Stöðvar 2 í gær var sagt frá því að á síðasta ári voru flutt inn tæplega þrjú þúsund tonn af lífolíu en aðeins 155 tonn voru framleidd innanlands. Þá sagði Guðrún Ragna Garðarsdóttir, framkvæmdastjóri Atlantsolíu, að innlend framleiðsla standi ekki undir auknu hlutfalli lífolíu. Ingi Örn segir það hinsvegar vera spurningu um eftirspurn. „Það er hægt að framleiða eins mikið magn og menn vilja kaupa,“ segir hann. Bioenergi hefur unnið að þróun lífolíu síðastliðið ár og aflað tilskilinna leyfa. Ingi Örn staðfestir að unnið hafi verið með olíufélögum hér á landi og Orkustofnun að því. Frosti segir kröfur ESB ekki taka tillit til þess að mikið sé til af endurnýjanlegri raforku á Íslandi.Vísir/DaníelVill frekar skoða raforkuFrosti Sigurjóns, þingmaður og formaður efnahags- og viðskiptanefndar, sagði á þingi í morgun að hann vildi fresta gildistöku ákvæðisins til ársins 2020. Þannig sér hann fyrir sér að hægt sé að spara 6 milljarða króna sem annars myndi líklega renna til erlendra olíufélaga. Evrópusambandið gerir þá kröfu að hlutfall endurnýjanlegs eldsneytis í samgöngum verði 10 prósent frá og með 2020. Frosti segir að ekki sé tekið tillit til aðstæðna á Íslandi í þeirri kröfu en hér á landi sé nóg af endurnýjanlegu rafmagni. „Fyrir Ísland væri skynsamlegt að niðurgreiða kaup á rafmagnsbílum, miklu skynsamlegra en að eyða milljörðum úr ríkissjóði til að niðurgreiða rándýran lífdísil sem ræktaður er á dýrmætu akurlandi sem fremur ætti að nýta til framleiðslu á fæðu,“ sagði hann. Alþingi Tengdar fréttir Vistvænt eldsneyti ekki nægt innanlands Seljendur eldsneytis hér á landi þurfa að flytja inn enn meira af dýrum vistvænum eldsneytisefnum á næsta ári en þeir gera núna með tilheyrandi tapi fyrir ríkissjóð og flutningsmengun. 7. desember 2014 18:30 Mest lesið Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Samstarf Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Sjá meira
Næg framleiðslugeta er á vistvænu eldsneyti hér á landi til að hægt sé að hækka hlutfall hlutfall endurnýjanlegs eldsneytis í fimm prósent. Frá og með áramótum verður þess krafist í lögum en í dag er krafa gerð um 3,5 prósent hlutfall lífræns eldsneytis. Þetta fullyrðir Ingi Örn Gíslason, framkvæmdastjóri Bioenergi, sem framleiðir bio diesel. „Það er ekki skortur á því og það er ekki bara hvaða eldsneyti sem er, heldur er það Evrópuvottað,“ segir Ingi Örn. „Það er sambærilegt eldsneyti og bio diesel sem keyrt er um á í Þýskalandi, Svíþjóð og allstaðar í kringum okkur.“Guðrún Ragna Garðarsdóttir, framkvæmdastjóri Atlantsolíu.VísirFramleiðsla stjórnast af eftirspurn Ingi Örn segir olíufélögin þó vera treg til að kaupa lífræna eldsneytið. „Auðvitað eru þeir ekki endilega sáttir við það því það er kostnaðarsamt fyrir þá,“ segir hann. „Bio diesel er kostnaðarsamara allstaðar í heiminum heldur en venjulegur diesell.“ Framleiðsla Bio Energi fer fram á Íslandi með innfluttri repjuolíu frá Danmörku. Í fréttum Stöðvar 2 í gær var sagt frá því að á síðasta ári voru flutt inn tæplega þrjú þúsund tonn af lífolíu en aðeins 155 tonn voru framleidd innanlands. Þá sagði Guðrún Ragna Garðarsdóttir, framkvæmdastjóri Atlantsolíu, að innlend framleiðsla standi ekki undir auknu hlutfalli lífolíu. Ingi Örn segir það hinsvegar vera spurningu um eftirspurn. „Það er hægt að framleiða eins mikið magn og menn vilja kaupa,“ segir hann. Bioenergi hefur unnið að þróun lífolíu síðastliðið ár og aflað tilskilinna leyfa. Ingi Örn staðfestir að unnið hafi verið með olíufélögum hér á landi og Orkustofnun að því. Frosti segir kröfur ESB ekki taka tillit til þess að mikið sé til af endurnýjanlegri raforku á Íslandi.Vísir/DaníelVill frekar skoða raforkuFrosti Sigurjóns, þingmaður og formaður efnahags- og viðskiptanefndar, sagði á þingi í morgun að hann vildi fresta gildistöku ákvæðisins til ársins 2020. Þannig sér hann fyrir sér að hægt sé að spara 6 milljarða króna sem annars myndi líklega renna til erlendra olíufélaga. Evrópusambandið gerir þá kröfu að hlutfall endurnýjanlegs eldsneytis í samgöngum verði 10 prósent frá og með 2020. Frosti segir að ekki sé tekið tillit til aðstæðna á Íslandi í þeirri kröfu en hér á landi sé nóg af endurnýjanlegu rafmagni. „Fyrir Ísland væri skynsamlegt að niðurgreiða kaup á rafmagnsbílum, miklu skynsamlegra en að eyða milljörðum úr ríkissjóði til að niðurgreiða rándýran lífdísil sem ræktaður er á dýrmætu akurlandi sem fremur ætti að nýta til framleiðslu á fæðu,“ sagði hann.
Alþingi Tengdar fréttir Vistvænt eldsneyti ekki nægt innanlands Seljendur eldsneytis hér á landi þurfa að flytja inn enn meira af dýrum vistvænum eldsneytisefnum á næsta ári en þeir gera núna með tilheyrandi tapi fyrir ríkissjóð og flutningsmengun. 7. desember 2014 18:30 Mest lesið Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Samstarf Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Sjá meira
Vistvænt eldsneyti ekki nægt innanlands Seljendur eldsneytis hér á landi þurfa að flytja inn enn meira af dýrum vistvænum eldsneytisefnum á næsta ári en þeir gera núna með tilheyrandi tapi fyrir ríkissjóð og flutningsmengun. 7. desember 2014 18:30
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent