Vöxtur framundan Ólafur Darri Andrason skrifar 22. október 2014 07:00 Horfur í íslensku efnahagslífi eru bjartari en um langt árabil. Samkvæmt nýrri spá hagdeildar ASÍ má búast við góðum vexti landsframleiðslunnar á komandi árum. Spáin gerir ráð fyrir að hagvöxtur verði 3,1–3,5% fram til ársins 2016, árlegur vöxtur einkaneyslu verður á bilinu 3,4%–4,3%. Fjárfestingar taka við sér og aukast á bilinu 14,8%–17,2% en gert er ráð fyrir að ráðist verði í byggingu þriggja nýrra kísilverksmiðja og að íbúðafjárfesting aukist um rúm 20% á ári út spátímann. Þá dregur úr atvinnuleysi. Áhyggjuefni er að verðbólga fer vaxandi og verður yfir verðbólgumarkmiði Seðlabanka Íslands næstu tvö árin og vextir hækka. Þó að dragi úr atvinnuleysi og atvinnuþátttaka aukist þá virðist meira atvinnuleysi en þekktist fyrir hrun vera að festast í sessi hér á landi.Stefnuleysið skaðar Þrátt fyrir batnandi stöðu eru undirliggjandi veikleikar í hagkerfinu. Við búum enn við gjaldeyrishöft og enn bólar ekkert á tillögum ríkisstjórnarinnar um gengis- og peningamálastefnu. Ekki þarf að fara mörgum orðum um það hversu skaðlegt það er að ekki liggi fyrir stefna í þessum lykilþáttum efnahagslífsins sex árum eftir hrun. Þá er útlit fyrir að hagvöxtur verði borinn uppi af vexti þjóðarútgjalda í stað þess að útflutningur dragi vagninn. Jöfnuður í viðskiptum við útlönd versnar því á komandi árum. Þrátt fyrir að ríkissjóður verði rekinn með afgangi er ekki sjáanlegt að ríkisfjármálin muni styðja við það sem hlýtur að vera eitt helsta markmið efnahagsstjórnarinnar sem er að viðhalda stöðugleika. Þvert á móti virðast stjórnvöld ætla að gera sömu hagstjórnarmistökin og gerð voru á árunum fyrir hrun þegar ríkisfjármálin unnu beinlínis gegn viðleitni Seðlabankans til að koma á stöðugleika. Þá má gera ráð fyrir að sú hrina launaleiðréttinga, sem hófst í upphafi ársins, muni halda áfram þannig að taktur launabreytinga verði svipaður næstu árin og á yfirstandandi ári.Óvissa á vinnumarkaði Aðilar vinnumarkaðarins hafa í sameiningu unnið að því að leggja grunn að því að við getum búið við sambærilega kjara- og efnahagsþróun og önnur Norðurlönd. Þar er áhersla lögð á gengis- og verðstöðugleika og uppbyggingu kaupmáttar í hægum en öruggum skrefum án þess að veikja samkeppnisstöðu útflutningsatvinnuveganna. Til þess að slíkt geti gengið eftir þarf annars vegar breiða sátt um að það fyrirkomulag sé æskilegt og hins vegar trúverðuga efnahagsstefnu sem hefur sama markmið. Hvorugt er til staðar. Langt er síðan jafn lítil samstaða hefur verið á vinnumarkaði um launastefnu. Þannig samdi ríkisvaldið t.d. um tæplega 30% hækkun launa framhaldsskólakennara í rúmlega tveggja og hálfs árs samningi þar sem 16% launahækkun kemur á fyrsta ári samningstímans á meðan almennar launahækkanir margra hópa voru 2,8% í eins árs samningi. Þá hafa stjórnvöld á engan hátt staðið við yfirlýsingar um að haga ákvörðunum sínum og stefnumörkun í efnahags- og félagsmálum þannig að þær styðji við samninga sem lagt geta grunn að stöðugleika. Á komandi árum mun reyna á hvort við getum tekist á við veikleika hagkerfisins og komið hér á svipaðri efnahagslegri umgjörð og er í nágrannalöndunum eða hvort við ætlum að láta tækifærin líða hjá og halda áfram í gamla farinu. Verði ekki veruleg hugarfarsbreyting hjá ríkisvaldinu mun viðleitni aðila vinnumarkaðarins til að koma hér á breyttri nálgun í efnahags- og kjaramálum verða unnin fyrir gýg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Horfur í íslensku efnahagslífi eru bjartari en um langt árabil. Samkvæmt nýrri spá hagdeildar ASÍ má búast við góðum vexti landsframleiðslunnar á komandi árum. Spáin gerir ráð fyrir að hagvöxtur verði 3,1–3,5% fram til ársins 2016, árlegur vöxtur einkaneyslu verður á bilinu 3,4%–4,3%. Fjárfestingar taka við sér og aukast á bilinu 14,8%–17,2% en gert er ráð fyrir að ráðist verði í byggingu þriggja nýrra kísilverksmiðja og að íbúðafjárfesting aukist um rúm 20% á ári út spátímann. Þá dregur úr atvinnuleysi. Áhyggjuefni er að verðbólga fer vaxandi og verður yfir verðbólgumarkmiði Seðlabanka Íslands næstu tvö árin og vextir hækka. Þó að dragi úr atvinnuleysi og atvinnuþátttaka aukist þá virðist meira atvinnuleysi en þekktist fyrir hrun vera að festast í sessi hér á landi.Stefnuleysið skaðar Þrátt fyrir batnandi stöðu eru undirliggjandi veikleikar í hagkerfinu. Við búum enn við gjaldeyrishöft og enn bólar ekkert á tillögum ríkisstjórnarinnar um gengis- og peningamálastefnu. Ekki þarf að fara mörgum orðum um það hversu skaðlegt það er að ekki liggi fyrir stefna í þessum lykilþáttum efnahagslífsins sex árum eftir hrun. Þá er útlit fyrir að hagvöxtur verði borinn uppi af vexti þjóðarútgjalda í stað þess að útflutningur dragi vagninn. Jöfnuður í viðskiptum við útlönd versnar því á komandi árum. Þrátt fyrir að ríkissjóður verði rekinn með afgangi er ekki sjáanlegt að ríkisfjármálin muni styðja við það sem hlýtur að vera eitt helsta markmið efnahagsstjórnarinnar sem er að viðhalda stöðugleika. Þvert á móti virðast stjórnvöld ætla að gera sömu hagstjórnarmistökin og gerð voru á árunum fyrir hrun þegar ríkisfjármálin unnu beinlínis gegn viðleitni Seðlabankans til að koma á stöðugleika. Þá má gera ráð fyrir að sú hrina launaleiðréttinga, sem hófst í upphafi ársins, muni halda áfram þannig að taktur launabreytinga verði svipaður næstu árin og á yfirstandandi ári.Óvissa á vinnumarkaði Aðilar vinnumarkaðarins hafa í sameiningu unnið að því að leggja grunn að því að við getum búið við sambærilega kjara- og efnahagsþróun og önnur Norðurlönd. Þar er áhersla lögð á gengis- og verðstöðugleika og uppbyggingu kaupmáttar í hægum en öruggum skrefum án þess að veikja samkeppnisstöðu útflutningsatvinnuveganna. Til þess að slíkt geti gengið eftir þarf annars vegar breiða sátt um að það fyrirkomulag sé æskilegt og hins vegar trúverðuga efnahagsstefnu sem hefur sama markmið. Hvorugt er til staðar. Langt er síðan jafn lítil samstaða hefur verið á vinnumarkaði um launastefnu. Þannig samdi ríkisvaldið t.d. um tæplega 30% hækkun launa framhaldsskólakennara í rúmlega tveggja og hálfs árs samningi þar sem 16% launahækkun kemur á fyrsta ári samningstímans á meðan almennar launahækkanir margra hópa voru 2,8% í eins árs samningi. Þá hafa stjórnvöld á engan hátt staðið við yfirlýsingar um að haga ákvörðunum sínum og stefnumörkun í efnahags- og félagsmálum þannig að þær styðji við samninga sem lagt geta grunn að stöðugleika. Á komandi árum mun reyna á hvort við getum tekist á við veikleika hagkerfisins og komið hér á svipaðri efnahagslegri umgjörð og er í nágrannalöndunum eða hvort við ætlum að láta tækifærin líða hjá og halda áfram í gamla farinu. Verði ekki veruleg hugarfarsbreyting hjá ríkisvaldinu mun viðleitni aðila vinnumarkaðarins til að koma hér á breyttri nálgun í efnahags- og kjaramálum verða unnin fyrir gýg.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun