Viðskipti innlent

„Ekkert í þessu sem kemur sérstaklega á óvart“

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Jóhannes Karl Sveinsson hæstaréttarlögmaður.
Jóhannes Karl Sveinsson hæstaréttarlögmaður.
„Við myndum segja að það sé ekkert í þessu sem kemur sérstaklega á óvart í þessu áliti dómsins,“ segir Jóhannes Karl Sveinsson hæstaréttarlögmaður sem var meðal þeirra sem rak verðtryggingarmálið fyrir hönd Íslandsbanka.

EFTA-dómstóllinn komst í morgun að þeirri niðurstöðu að tilskipun Evrópusambandsins um neytendalán leggi ekki almennt bann við skilmálum um verðtryggingu veðlána í samningum milli veitenda og neytenda.

„Dómurinn tekur ekki neina afstöðu um það hvort verðtrygging sé ólögmæt og segir að það sé í rauninni málefni innanlandsdómstóla, það er að segja héraðdsóms og Hæstaréttar, að meta það hvort að verðtryggingin geti verið ósanngjarn samningsskilmáli, ekki nægilega útfærður eða útskýrður í samningum, og lætur í ljós leiðbeiningar um það hvernig það er metið.“

Hann segir niðurstöðuna frekar hefðbundna og fyrirsjáanlega að þessu leyti og málinu sé því ekki lokið.

„Það er þá í verkahring dómstólanna hérna þegar búið er að reka málið þar að meta hvort að það eigi að víkja frá þessu skuldabréfi sem málið snýst um. Aðalfréttin í þessu er að neytendatilskipunin bannar ekki verðtryggingu,“ segir Jóhannes að lokum.


Tengdar fréttir

Verðtryggingin heldur

Íslandsbanki vann fullnaðarsigur í máli gegn Gunnari V. Engilbertssyni fyrir EFTA dómstólnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×