Stórir áfangar í afnámi gjaldeyrishafta á þessu ári Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 19. júní 2014 20:15 Viðskiptaráð Íslands birti í gær skýrslu um afnám gjaldeyrishafta undir yfirskriftinni: „Höggva þarf á hnútinn: Uppgjör þrotabúa föllnu bankanna." Í skýrslunni segir að ekki sé fyrirséð að nokkuð muni þokast varðandi nauðasamninga á næstu misserum - það sé einfaldlega of langt milli aðila til að raunhæft sé að binda vonir við slíkt. Þá segir: „Þrátt fyrir þessa pattstöðu telur Viðskiptaráð að lausn sé til staðar sem er til hagsbóta fyrir bæði þjóðarbúið og kröfuhafa. Slík lausn fæli í sér að slitastjórnir fengju samþykkta beiðni um undanþágu vegna nauðasamnings sem uppfyllir ekki skilyrði stjórnvalda að fullu leyti. Á móti myndu kröfuhafar gefa eftir hluta af þeim kröfum sem slitastjórnirnar gera í dag.“ „Við áætlum sem svo að tímavirði fjármagns, og annar kostnaður, sem er annars vegar bankaskatturinn og hins vegar rekstrarkostnaður þrotabúanna, nemi um það bil 260 milljörðum íslenskra króna á ári. Þannig að tíminn er svo sannarlega peningar fyrir kröfuhafanna”, segir Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands.Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir stjórnvöld hafa nýtt tímann vel undanfarið ár við að kortleggja vandann við afnám gjaldeyrishafta. „Við erum núna að stíga þau skref að ráða til okkar erlenda ráðgjafa og undirbúa seinni fasann í þessu. Áherslan hefur fram til þessa verið meira á framkvæmd haftanna en nú ætlum við að fara að leggja alla áherslu á afnámsferlið. Við munum síðar í þessum mánuði ráða sérstaka ráðgjafa okkur til halds og trausts við ýmis mál sem skipta máli í hinu stóra samhengi hlutanna. Í framhaldinu munum við kynna okkar áform fyrir samstarfsaðilum okkar erlendis,” segir Bjarni. Telur þú líklegt að það dragi til tíðinda í þessu máli á þessu ári? „Það er ekki alfarið í höndum stjórnvalda að ráða úrslitum um það. En ég er með væntingar um að það verði stórir áfangar stignir á þessu ári já”, segir Bjarni Benediktsson. Tengdar fréttir Slitastjórnir fái beiðnir um undanþágur í gegn Framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs segir rök vera fyrir því að stjórnvöld eigi að veita undanþágur frá gjaldeyrislögum vegna nauðasamninga um slitameðferðir þrotabúa föllnu bankanna. Byrði vandans yrði þá skipt á milli kröfuhafa og þjóðarbúsins. 19. júní 2014 08:39 Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira
Viðskiptaráð Íslands birti í gær skýrslu um afnám gjaldeyrishafta undir yfirskriftinni: „Höggva þarf á hnútinn: Uppgjör þrotabúa föllnu bankanna." Í skýrslunni segir að ekki sé fyrirséð að nokkuð muni þokast varðandi nauðasamninga á næstu misserum - það sé einfaldlega of langt milli aðila til að raunhæft sé að binda vonir við slíkt. Þá segir: „Þrátt fyrir þessa pattstöðu telur Viðskiptaráð að lausn sé til staðar sem er til hagsbóta fyrir bæði þjóðarbúið og kröfuhafa. Slík lausn fæli í sér að slitastjórnir fengju samþykkta beiðni um undanþágu vegna nauðasamnings sem uppfyllir ekki skilyrði stjórnvalda að fullu leyti. Á móti myndu kröfuhafar gefa eftir hluta af þeim kröfum sem slitastjórnirnar gera í dag.“ „Við áætlum sem svo að tímavirði fjármagns, og annar kostnaður, sem er annars vegar bankaskatturinn og hins vegar rekstrarkostnaður þrotabúanna, nemi um það bil 260 milljörðum íslenskra króna á ári. Þannig að tíminn er svo sannarlega peningar fyrir kröfuhafanna”, segir Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands.Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir stjórnvöld hafa nýtt tímann vel undanfarið ár við að kortleggja vandann við afnám gjaldeyrishafta. „Við erum núna að stíga þau skref að ráða til okkar erlenda ráðgjafa og undirbúa seinni fasann í þessu. Áherslan hefur fram til þessa verið meira á framkvæmd haftanna en nú ætlum við að fara að leggja alla áherslu á afnámsferlið. Við munum síðar í þessum mánuði ráða sérstaka ráðgjafa okkur til halds og trausts við ýmis mál sem skipta máli í hinu stóra samhengi hlutanna. Í framhaldinu munum við kynna okkar áform fyrir samstarfsaðilum okkar erlendis,” segir Bjarni. Telur þú líklegt að það dragi til tíðinda í þessu máli á þessu ári? „Það er ekki alfarið í höndum stjórnvalda að ráða úrslitum um það. En ég er með væntingar um að það verði stórir áfangar stignir á þessu ári já”, segir Bjarni Benediktsson.
Tengdar fréttir Slitastjórnir fái beiðnir um undanþágur í gegn Framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs segir rök vera fyrir því að stjórnvöld eigi að veita undanþágur frá gjaldeyrislögum vegna nauðasamninga um slitameðferðir þrotabúa föllnu bankanna. Byrði vandans yrði þá skipt á milli kröfuhafa og þjóðarbúsins. 19. júní 2014 08:39 Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira
Slitastjórnir fái beiðnir um undanþágur í gegn Framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs segir rök vera fyrir því að stjórnvöld eigi að veita undanþágur frá gjaldeyrislögum vegna nauðasamninga um slitameðferðir þrotabúa föllnu bankanna. Byrði vandans yrði þá skipt á milli kröfuhafa og þjóðarbúsins. 19. júní 2014 08:39