Vinstri græn gegn íslensku láglaunastefnunni Inga Sigrún Atladóttir skrifar 28. maí 2014 10:42 Eitt af stóru málunum hjá VG á Akureyri á næsta kjörtímabili verður að hækka lægstu laun starfsmanna bæjarins og fyrir það höfum við verið sökuð um popúlisma, lýðskrum og að skapa óraunhæfar væntingar. En hvers vegna er þetta svona óraunhæft? Fyrr á síðustu öld voru flokkar ekki feimnir við að fylkja sér á bak við verkamenn og láglaunastéttir og krefjast betri kjara. Það var ekki litið svo á að launakjör á almennum markaði kæmi stjórnmálamönnum ekki við. Í nútímapólitík virðist þessi áhersla hins vegar algerlega ómöguleg. Ég sat í sveitarstjórn síðustu tvö kjörtímabil og þá fékk ég oft að heyra að hitt og annað væri ekki hægt. Þegar á reyndi var þetta þó flest mögulegt þvert á álit ýmissa lögfræðinga. Það eina sem þurfti var vilji til að hugsa út fyrir boxið og styrkur til að halda málum áfram þrátt fyrir mótbyr. Síðustu árin hafa vinnuveitendur og stjórnvöld verið óþreytandi á að benda á hætturnar sem fylgja því að íslendingar geti framfleytt sér og fjölskyldu sinni á sómasamlegan hátt. Allir kannast við verðbólgudrauginn sem virðist aðeins og eingöngu vakna upp ef lægst launuðu stéttirnar fá hækkun. Þeir lægst launuðu bera einnig ábyrgð á afkomu fyrirtækja, ríkis og sveitarfélaga umfram aðra. Munum að kjarasamningar sveitarfélaganna eru lágmarkssamningar, hverri bæjarstjórn er í sjálfsvald sett að hækka laun starfsmanna sinni. Málið snýst aðeins um forgangsröðun fjármuna – ekkert annað. Kjósum réttlæti og lágmarks mannréttindi - Kjósum Vinstri græn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Reykjanes Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Sjá meira
Eitt af stóru málunum hjá VG á Akureyri á næsta kjörtímabili verður að hækka lægstu laun starfsmanna bæjarins og fyrir það höfum við verið sökuð um popúlisma, lýðskrum og að skapa óraunhæfar væntingar. En hvers vegna er þetta svona óraunhæft? Fyrr á síðustu öld voru flokkar ekki feimnir við að fylkja sér á bak við verkamenn og láglaunastéttir og krefjast betri kjara. Það var ekki litið svo á að launakjör á almennum markaði kæmi stjórnmálamönnum ekki við. Í nútímapólitík virðist þessi áhersla hins vegar algerlega ómöguleg. Ég sat í sveitarstjórn síðustu tvö kjörtímabil og þá fékk ég oft að heyra að hitt og annað væri ekki hægt. Þegar á reyndi var þetta þó flest mögulegt þvert á álit ýmissa lögfræðinga. Það eina sem þurfti var vilji til að hugsa út fyrir boxið og styrkur til að halda málum áfram þrátt fyrir mótbyr. Síðustu árin hafa vinnuveitendur og stjórnvöld verið óþreytandi á að benda á hætturnar sem fylgja því að íslendingar geti framfleytt sér og fjölskyldu sinni á sómasamlegan hátt. Allir kannast við verðbólgudrauginn sem virðist aðeins og eingöngu vakna upp ef lægst launuðu stéttirnar fá hækkun. Þeir lægst launuðu bera einnig ábyrgð á afkomu fyrirtækja, ríkis og sveitarfélaga umfram aðra. Munum að kjarasamningar sveitarfélaganna eru lágmarkssamningar, hverri bæjarstjórn er í sjálfsvald sett að hækka laun starfsmanna sinni. Málið snýst aðeins um forgangsröðun fjármuna – ekkert annað. Kjósum réttlæti og lágmarks mannréttindi - Kjósum Vinstri græn.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar