Rannsókn sérstaks saksóknara á Sjóvármálinu hætt Haraldur Guðmundsson skrifar 30. desember 2014 07:00 Sérstakur saksóknari tók eignarhald Milestone í Sjóvá til rannsóknar í júlí 2009. Rannsókn sérstaks saksóknara á meintum umboðssvikum fyrrverandi eigenda og stjórnenda tryggingafélagsins Sjóvár er lokið og er niðurstaðan sú að ekki er talið efni til ákæru. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari. Ákvörðunin um að láta málið niður falla var tekin skömmu fyrir jól en rannsóknin hafði þá staðið yfir í fimm og hálft ár. „Ég er búinn að búast við þessu lengi en ég hef verið með stöðu grunaðs manns í 65 mánuði,“ segir Þór Sigfússon, fyrrverandi forstjóri Sjóvár. Sérstakur saksóknari tók eignarhald Milestone í Sjóvá til rannsóknar í júlí 2009. Skömmu áður höfðu starfsmenn embættisins, Fjármálaeftirlitsins og lögreglunnar farið í umfangsmikla húsleit í höfuðstöðvum Milestone og dótturfélagsins Sjóvár. Einnig var leitað á heimilum Karls Wernerssonar, eiganda Milestone, Guðmundar Ólafssonar, fyrrverandi forstjóra félagsins, og Þórs Sigfússonar. Milestone keypti Sjóvá árið 2006 en rannsóknin sneri meðal annars að lánveitingum úr bótasjóði Sjóvár og því hvort stjórnendur og eigendur tryggingafélagsins hefðu með fjárfestingum farið út fyrir heimildir sínar. „Ég hef ekki heyrt í neinum frá embættinu í tæp þrjú ár. Það eina sem ég myndi hvetja til er að það verði horft til þess með lagasetningu að svona geti ekki endurtekið sig, að fólk geti verið á sjötta ár til rannsóknar,“ segir Þór og bætir við að niðurstaðan hafi verið kærkomin jólagjöf. Tengdar fréttir Tilkynning frá Sjóvá: Húsleit tengist fjárfestingastarfsemi jóvá hefur sent frá sér fréttatilkynningu vegna húsleitar embættis sérstaks saksóknara í höfuðstöðvum Sjóvar í morgun. Vill fyrirtækið árétta að sú rannsókn sem nú fer fram á málum er varða samskipti Sjóvár og Milestone, snýr eingöngu að fjárfestingatengdri starfsemi en hefur ekkert með tryggingastarfsemi Sjóvár að gera. 7. júlí 2009 13:55 Endurskipulagningu Sjóvár lokið Fjárhagslegri endurskipulagningu Sjóvár er lokið. Nýtt félag undir merkjum Sjóvár verður stofnað sem yfirtekur einungis vátryggingastarfsemi hins eldra félags. Fram kemur í tilkynningu að þetta feli í sér að fasteignatengd fjárfestingastarfsemi er skilin frá hefðbundinni vátryggingastarfsemi Sjóvár. Þar segir einnig að sú rannsókn sem nú stendur yfir af hálfu yfirvalda snerti ekki núverandi starfsemi Sjóvár. 8. júlí 2009 16:27 Þór Sigfússon formaður SA fer í frí Vefsíða Samtaka atvinnulífsins segir að Þór Sigfússon, formaður SA, hafi ákveðið að taka sér leyfi frá störfum sem formaður Samtaka atvinnulífsins um óákveðinn tíma, frá og með 9. júlí, þar til mál skýrast varðandi stöðu hans í rannsókn sérstaks saksóknara á fjárfestingarstarfsemi Sjóvar. 9. júlí 2009 18:24 Mest lesið Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira
Rannsókn sérstaks saksóknara á meintum umboðssvikum fyrrverandi eigenda og stjórnenda tryggingafélagsins Sjóvár er lokið og er niðurstaðan sú að ekki er talið efni til ákæru. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari. Ákvörðunin um að láta málið niður falla var tekin skömmu fyrir jól en rannsóknin hafði þá staðið yfir í fimm og hálft ár. „Ég er búinn að búast við þessu lengi en ég hef verið með stöðu grunaðs manns í 65 mánuði,“ segir Þór Sigfússon, fyrrverandi forstjóri Sjóvár. Sérstakur saksóknari tók eignarhald Milestone í Sjóvá til rannsóknar í júlí 2009. Skömmu áður höfðu starfsmenn embættisins, Fjármálaeftirlitsins og lögreglunnar farið í umfangsmikla húsleit í höfuðstöðvum Milestone og dótturfélagsins Sjóvár. Einnig var leitað á heimilum Karls Wernerssonar, eiganda Milestone, Guðmundar Ólafssonar, fyrrverandi forstjóra félagsins, og Þórs Sigfússonar. Milestone keypti Sjóvá árið 2006 en rannsóknin sneri meðal annars að lánveitingum úr bótasjóði Sjóvár og því hvort stjórnendur og eigendur tryggingafélagsins hefðu með fjárfestingum farið út fyrir heimildir sínar. „Ég hef ekki heyrt í neinum frá embættinu í tæp þrjú ár. Það eina sem ég myndi hvetja til er að það verði horft til þess með lagasetningu að svona geti ekki endurtekið sig, að fólk geti verið á sjötta ár til rannsóknar,“ segir Þór og bætir við að niðurstaðan hafi verið kærkomin jólagjöf.
Tengdar fréttir Tilkynning frá Sjóvá: Húsleit tengist fjárfestingastarfsemi jóvá hefur sent frá sér fréttatilkynningu vegna húsleitar embættis sérstaks saksóknara í höfuðstöðvum Sjóvar í morgun. Vill fyrirtækið árétta að sú rannsókn sem nú fer fram á málum er varða samskipti Sjóvár og Milestone, snýr eingöngu að fjárfestingatengdri starfsemi en hefur ekkert með tryggingastarfsemi Sjóvár að gera. 7. júlí 2009 13:55 Endurskipulagningu Sjóvár lokið Fjárhagslegri endurskipulagningu Sjóvár er lokið. Nýtt félag undir merkjum Sjóvár verður stofnað sem yfirtekur einungis vátryggingastarfsemi hins eldra félags. Fram kemur í tilkynningu að þetta feli í sér að fasteignatengd fjárfestingastarfsemi er skilin frá hefðbundinni vátryggingastarfsemi Sjóvár. Þar segir einnig að sú rannsókn sem nú stendur yfir af hálfu yfirvalda snerti ekki núverandi starfsemi Sjóvár. 8. júlí 2009 16:27 Þór Sigfússon formaður SA fer í frí Vefsíða Samtaka atvinnulífsins segir að Þór Sigfússon, formaður SA, hafi ákveðið að taka sér leyfi frá störfum sem formaður Samtaka atvinnulífsins um óákveðinn tíma, frá og með 9. júlí, þar til mál skýrast varðandi stöðu hans í rannsókn sérstaks saksóknara á fjárfestingarstarfsemi Sjóvar. 9. júlí 2009 18:24 Mest lesið Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira
Tilkynning frá Sjóvá: Húsleit tengist fjárfestingastarfsemi jóvá hefur sent frá sér fréttatilkynningu vegna húsleitar embættis sérstaks saksóknara í höfuðstöðvum Sjóvar í morgun. Vill fyrirtækið árétta að sú rannsókn sem nú fer fram á málum er varða samskipti Sjóvár og Milestone, snýr eingöngu að fjárfestingatengdri starfsemi en hefur ekkert með tryggingastarfsemi Sjóvár að gera. 7. júlí 2009 13:55
Endurskipulagningu Sjóvár lokið Fjárhagslegri endurskipulagningu Sjóvár er lokið. Nýtt félag undir merkjum Sjóvár verður stofnað sem yfirtekur einungis vátryggingastarfsemi hins eldra félags. Fram kemur í tilkynningu að þetta feli í sér að fasteignatengd fjárfestingastarfsemi er skilin frá hefðbundinni vátryggingastarfsemi Sjóvár. Þar segir einnig að sú rannsókn sem nú stendur yfir af hálfu yfirvalda snerti ekki núverandi starfsemi Sjóvár. 8. júlí 2009 16:27
Þór Sigfússon formaður SA fer í frí Vefsíða Samtaka atvinnulífsins segir að Þór Sigfússon, formaður SA, hafi ákveðið að taka sér leyfi frá störfum sem formaður Samtaka atvinnulífsins um óákveðinn tíma, frá og með 9. júlí, þar til mál skýrast varðandi stöðu hans í rannsókn sérstaks saksóknara á fjárfestingarstarfsemi Sjóvar. 9. júlí 2009 18:24