Rannsókn sérstaks saksóknara á Sjóvármálinu hætt Haraldur Guðmundsson skrifar 30. desember 2014 07:00 Sérstakur saksóknari tók eignarhald Milestone í Sjóvá til rannsóknar í júlí 2009. Rannsókn sérstaks saksóknara á meintum umboðssvikum fyrrverandi eigenda og stjórnenda tryggingafélagsins Sjóvár er lokið og er niðurstaðan sú að ekki er talið efni til ákæru. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari. Ákvörðunin um að láta málið niður falla var tekin skömmu fyrir jól en rannsóknin hafði þá staðið yfir í fimm og hálft ár. „Ég er búinn að búast við þessu lengi en ég hef verið með stöðu grunaðs manns í 65 mánuði,“ segir Þór Sigfússon, fyrrverandi forstjóri Sjóvár. Sérstakur saksóknari tók eignarhald Milestone í Sjóvá til rannsóknar í júlí 2009. Skömmu áður höfðu starfsmenn embættisins, Fjármálaeftirlitsins og lögreglunnar farið í umfangsmikla húsleit í höfuðstöðvum Milestone og dótturfélagsins Sjóvár. Einnig var leitað á heimilum Karls Wernerssonar, eiganda Milestone, Guðmundar Ólafssonar, fyrrverandi forstjóra félagsins, og Þórs Sigfússonar. Milestone keypti Sjóvá árið 2006 en rannsóknin sneri meðal annars að lánveitingum úr bótasjóði Sjóvár og því hvort stjórnendur og eigendur tryggingafélagsins hefðu með fjárfestingum farið út fyrir heimildir sínar. „Ég hef ekki heyrt í neinum frá embættinu í tæp þrjú ár. Það eina sem ég myndi hvetja til er að það verði horft til þess með lagasetningu að svona geti ekki endurtekið sig, að fólk geti verið á sjötta ár til rannsóknar,“ segir Þór og bætir við að niðurstaðan hafi verið kærkomin jólagjöf. Tengdar fréttir Tilkynning frá Sjóvá: Húsleit tengist fjárfestingastarfsemi jóvá hefur sent frá sér fréttatilkynningu vegna húsleitar embættis sérstaks saksóknara í höfuðstöðvum Sjóvar í morgun. Vill fyrirtækið árétta að sú rannsókn sem nú fer fram á málum er varða samskipti Sjóvár og Milestone, snýr eingöngu að fjárfestingatengdri starfsemi en hefur ekkert með tryggingastarfsemi Sjóvár að gera. 7. júlí 2009 13:55 Endurskipulagningu Sjóvár lokið Fjárhagslegri endurskipulagningu Sjóvár er lokið. Nýtt félag undir merkjum Sjóvár verður stofnað sem yfirtekur einungis vátryggingastarfsemi hins eldra félags. Fram kemur í tilkynningu að þetta feli í sér að fasteignatengd fjárfestingastarfsemi er skilin frá hefðbundinni vátryggingastarfsemi Sjóvár. Þar segir einnig að sú rannsókn sem nú stendur yfir af hálfu yfirvalda snerti ekki núverandi starfsemi Sjóvár. 8. júlí 2009 16:27 Þór Sigfússon formaður SA fer í frí Vefsíða Samtaka atvinnulífsins segir að Þór Sigfússon, formaður SA, hafi ákveðið að taka sér leyfi frá störfum sem formaður Samtaka atvinnulífsins um óákveðinn tíma, frá og með 9. júlí, þar til mál skýrast varðandi stöðu hans í rannsókn sérstaks saksóknara á fjárfestingarstarfsemi Sjóvar. 9. júlí 2009 18:24 Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Sjá meira
Rannsókn sérstaks saksóknara á meintum umboðssvikum fyrrverandi eigenda og stjórnenda tryggingafélagsins Sjóvár er lokið og er niðurstaðan sú að ekki er talið efni til ákæru. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari. Ákvörðunin um að láta málið niður falla var tekin skömmu fyrir jól en rannsóknin hafði þá staðið yfir í fimm og hálft ár. „Ég er búinn að búast við þessu lengi en ég hef verið með stöðu grunaðs manns í 65 mánuði,“ segir Þór Sigfússon, fyrrverandi forstjóri Sjóvár. Sérstakur saksóknari tók eignarhald Milestone í Sjóvá til rannsóknar í júlí 2009. Skömmu áður höfðu starfsmenn embættisins, Fjármálaeftirlitsins og lögreglunnar farið í umfangsmikla húsleit í höfuðstöðvum Milestone og dótturfélagsins Sjóvár. Einnig var leitað á heimilum Karls Wernerssonar, eiganda Milestone, Guðmundar Ólafssonar, fyrrverandi forstjóra félagsins, og Þórs Sigfússonar. Milestone keypti Sjóvá árið 2006 en rannsóknin sneri meðal annars að lánveitingum úr bótasjóði Sjóvár og því hvort stjórnendur og eigendur tryggingafélagsins hefðu með fjárfestingum farið út fyrir heimildir sínar. „Ég hef ekki heyrt í neinum frá embættinu í tæp þrjú ár. Það eina sem ég myndi hvetja til er að það verði horft til þess með lagasetningu að svona geti ekki endurtekið sig, að fólk geti verið á sjötta ár til rannsóknar,“ segir Þór og bætir við að niðurstaðan hafi verið kærkomin jólagjöf.
Tengdar fréttir Tilkynning frá Sjóvá: Húsleit tengist fjárfestingastarfsemi jóvá hefur sent frá sér fréttatilkynningu vegna húsleitar embættis sérstaks saksóknara í höfuðstöðvum Sjóvar í morgun. Vill fyrirtækið árétta að sú rannsókn sem nú fer fram á málum er varða samskipti Sjóvár og Milestone, snýr eingöngu að fjárfestingatengdri starfsemi en hefur ekkert með tryggingastarfsemi Sjóvár að gera. 7. júlí 2009 13:55 Endurskipulagningu Sjóvár lokið Fjárhagslegri endurskipulagningu Sjóvár er lokið. Nýtt félag undir merkjum Sjóvár verður stofnað sem yfirtekur einungis vátryggingastarfsemi hins eldra félags. Fram kemur í tilkynningu að þetta feli í sér að fasteignatengd fjárfestingastarfsemi er skilin frá hefðbundinni vátryggingastarfsemi Sjóvár. Þar segir einnig að sú rannsókn sem nú stendur yfir af hálfu yfirvalda snerti ekki núverandi starfsemi Sjóvár. 8. júlí 2009 16:27 Þór Sigfússon formaður SA fer í frí Vefsíða Samtaka atvinnulífsins segir að Þór Sigfússon, formaður SA, hafi ákveðið að taka sér leyfi frá störfum sem formaður Samtaka atvinnulífsins um óákveðinn tíma, frá og með 9. júlí, þar til mál skýrast varðandi stöðu hans í rannsókn sérstaks saksóknara á fjárfestingarstarfsemi Sjóvar. 9. júlí 2009 18:24 Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Sjá meira
Tilkynning frá Sjóvá: Húsleit tengist fjárfestingastarfsemi jóvá hefur sent frá sér fréttatilkynningu vegna húsleitar embættis sérstaks saksóknara í höfuðstöðvum Sjóvar í morgun. Vill fyrirtækið árétta að sú rannsókn sem nú fer fram á málum er varða samskipti Sjóvár og Milestone, snýr eingöngu að fjárfestingatengdri starfsemi en hefur ekkert með tryggingastarfsemi Sjóvár að gera. 7. júlí 2009 13:55
Endurskipulagningu Sjóvár lokið Fjárhagslegri endurskipulagningu Sjóvár er lokið. Nýtt félag undir merkjum Sjóvár verður stofnað sem yfirtekur einungis vátryggingastarfsemi hins eldra félags. Fram kemur í tilkynningu að þetta feli í sér að fasteignatengd fjárfestingastarfsemi er skilin frá hefðbundinni vátryggingastarfsemi Sjóvár. Þar segir einnig að sú rannsókn sem nú stendur yfir af hálfu yfirvalda snerti ekki núverandi starfsemi Sjóvár. 8. júlí 2009 16:27
Þór Sigfússon formaður SA fer í frí Vefsíða Samtaka atvinnulífsins segir að Þór Sigfússon, formaður SA, hafi ákveðið að taka sér leyfi frá störfum sem formaður Samtaka atvinnulífsins um óákveðinn tíma, frá og með 9. júlí, þar til mál skýrast varðandi stöðu hans í rannsókn sérstaks saksóknara á fjárfestingarstarfsemi Sjóvar. 9. júlí 2009 18:24