Hvar á íslenska veðrið heima? Sveinn Arnarsson skrifar 28. júlí 2014 07:00 Íslendingar eiga 90 daga af sumri. Við lifum á þessu skeri, lengst norður í ballarhafi, í skítakulda, nístingsfrosti og kolniðamyrkri og þráum ekkert heitar en gott sumar. Þessi mýta, um góða sumarið á Íslandi, er einhvers konar ópíum fólksins til að við fáumst til að búa hérna. Einhvers konar réttlæting fyrir tilvist okkar hérna utan hins byggilega heims. Okkur verður því oft tíðrætt um veðrið yfir sumartímann, eða skortinn á góða veðrinu. Fjölmiðlar hamast við að segja okkur hversu leiðinlegt veðrið er, hversu mikið sé búið að rigna. Þjóðarsálin hniprar sig saman í kuðung. Við skælum smá yfir sumarskorti og þeir sem eru aflögufærir flykkjast á suðrænar slóðir, líkt og farfuglarnir, þar sem hiti og sól ríkja. Þannig viljum við hafa íslenskt sumar. Veðrið fer hins vegar ekkert mikið í taugarnar á mér skal ég segja ykkur. Heldur þessi endalausa umræða íslenskra fjölmiðla um slæmt íslenskt sumar. Svo virðist sem fjölmiðlarnir stóru hamist á þessari möntru sýknt og heilagt. Sumarveðrið hefur samt sem áður verið með ágætum norðan heiða og á Austurlandi. Einmuna veðurblíða leikur þar við ferðamenn og íbúa á svæðunum. Það er nefnilega þannig, kæru lesendur, að það býr einmitt líka fólk utan höfuðborgarsvæðisins. En stóru fjölmiðlarnir, sem staðsettir eru í Reykjavík, gefa okkur landsmönnum öllum stöðuna á reykvísku votviðri og heimfæra það yfir á alla landsmenn. Útvarpsmenn stóru miðlanna tala um íslenskt sumarveður eins og það kemur þeim fyrir sjónir á meðan þeir eru í vinnunni. Á meðan þeir hamast við að tala um slæmt sumarveður í REYKJAVÍK, búa aðrir við gott veður. Það sem er svo aðlaðandi við íslenskt útvarp er að það næst alls staðar á landinu, líka utan höfuðborgarsvæðisins, þar sem Íslendingar sleikja sólina og kaupa sér ís í veðurblíðunni. Íslensktveður er eins og barn fráskilinna hjóna, sem á skipt lögheimili. Annað lögheimilið er í Skaftahlíð, en hitt í Efstaleiti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Veður Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun
Íslendingar eiga 90 daga af sumri. Við lifum á þessu skeri, lengst norður í ballarhafi, í skítakulda, nístingsfrosti og kolniðamyrkri og þráum ekkert heitar en gott sumar. Þessi mýta, um góða sumarið á Íslandi, er einhvers konar ópíum fólksins til að við fáumst til að búa hérna. Einhvers konar réttlæting fyrir tilvist okkar hérna utan hins byggilega heims. Okkur verður því oft tíðrætt um veðrið yfir sumartímann, eða skortinn á góða veðrinu. Fjölmiðlar hamast við að segja okkur hversu leiðinlegt veðrið er, hversu mikið sé búið að rigna. Þjóðarsálin hniprar sig saman í kuðung. Við skælum smá yfir sumarskorti og þeir sem eru aflögufærir flykkjast á suðrænar slóðir, líkt og farfuglarnir, þar sem hiti og sól ríkja. Þannig viljum við hafa íslenskt sumar. Veðrið fer hins vegar ekkert mikið í taugarnar á mér skal ég segja ykkur. Heldur þessi endalausa umræða íslenskra fjölmiðla um slæmt íslenskt sumar. Svo virðist sem fjölmiðlarnir stóru hamist á þessari möntru sýknt og heilagt. Sumarveðrið hefur samt sem áður verið með ágætum norðan heiða og á Austurlandi. Einmuna veðurblíða leikur þar við ferðamenn og íbúa á svæðunum. Það er nefnilega þannig, kæru lesendur, að það býr einmitt líka fólk utan höfuðborgarsvæðisins. En stóru fjölmiðlarnir, sem staðsettir eru í Reykjavík, gefa okkur landsmönnum öllum stöðuna á reykvísku votviðri og heimfæra það yfir á alla landsmenn. Útvarpsmenn stóru miðlanna tala um íslenskt sumarveður eins og það kemur þeim fyrir sjónir á meðan þeir eru í vinnunni. Á meðan þeir hamast við að tala um slæmt sumarveður í REYKJAVÍK, búa aðrir við gott veður. Það sem er svo aðlaðandi við íslenskt útvarp er að það næst alls staðar á landinu, líka utan höfuðborgarsvæðisins, þar sem Íslendingar sleikja sólina og kaupa sér ís í veðurblíðunni. Íslensktveður er eins og barn fráskilinna hjóna, sem á skipt lögheimili. Annað lögheimilið er í Skaftahlíð, en hitt í Efstaleiti.