Fyrrverandi stjórn Lifandi markaðar kærð fyrir fjársvik og blekkingar Snærós Sindradóttir skrifar 28. júlí 2014 07:00 Magnús Óli Ólafsson, forstjóri Innness ehf. Heildsalan Innnes ehf. hefur kært fyrrverandi stjórnendur Lifandi markaðar fyrir fjársvik og blekkingar. Í kæru kemur fram að Lifandi markaður hafi lagt inn pantanir hjá Innnesi eftir að fyrirtækið hafði óskað eftir gjaldþrotaskiptum. Þáverandi stjórnendur Lifandi markaðar óskuðu eftir gjaldþrotaskiptum 26. júní síðastliðinn og var fyrirtækið úrskurðað gjaldþrota í Héraðsdómi Reykjavíkur 4. júlí. Í millitíðinni samdi fyrirtækið við Innnes um greiðslur á eldri skuldum og frekari pantanir. „Þeir voru í skuld við okkur og þess vegna var viðskiptareikningur þeirra lokaður,“ segir Magnús Óli Ólafsson, forstjóri Innness ehf. Fyrirtækið hafi hins vegar lofað því að fyrirgreiðsla væri væntanleg og eldri skuld yrði greidd niður á næstu þremur vikum. Því hafi pantanirnar verið afgreiddar. Verðbréfafyrirtækið Virðing var eigandi Lifandi markaðar. „Við töldum að þau væru það vönd að virðingu sinni að við þyrftum ekki að hafa áhyggjur af því. Svo heyrum við síðar að fyrirtækið hafi verið úrskurðað gjaldþrota,“ segir Magnús Óli. Hann segir að ákvörðun um að kæra fyrirtækið til lögreglu snúist ekki einvörðungu um peninga. „Ef við værum að sækjast eftir peningunum einum og sér þá gætum við gert bótakröfu beint á stjórnendur en það er ekki það sem vakir fyrir okkur. Þetta snýst um heiðarleika.“ Lifandi markaður átti í viðskiptum við fjölda smærri birgja sem áttu mikið undir viðskiptunum. Karen Emilía Jónsdóttir, eigandi Kaja organic ehf., segir fyrirtækið hafa pantað hjá henni 7. júlí síðastliðinn, þremur dögum eftir að fyrirtækið var úrskurðað gjaldþrota. „Þetta er stór skellur fyrir lítið fyrirtæki sem er rétt að byrja,“ segir hún. Samanlögð skuld Lifandi markaðar við Kaja organic nemur um 900 þúsund krónum. Hún og aðrir minni birgjar eru að skoða réttarstöðu sína. Við vinnslu fréttarinnar náðist aðeins í tvo stjórnarmenn Lifandi markaðar af þeim þremur sem kærðir eru. Þeir vildu ekki tjá sig um málið að svo stöddu. Mest lesið Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Stöðug eftirfylgni er grundvallaratriði Viðskipti innlent Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Björgvin Ingi til Deloitte Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
Heildsalan Innnes ehf. hefur kært fyrrverandi stjórnendur Lifandi markaðar fyrir fjársvik og blekkingar. Í kæru kemur fram að Lifandi markaður hafi lagt inn pantanir hjá Innnesi eftir að fyrirtækið hafði óskað eftir gjaldþrotaskiptum. Þáverandi stjórnendur Lifandi markaðar óskuðu eftir gjaldþrotaskiptum 26. júní síðastliðinn og var fyrirtækið úrskurðað gjaldþrota í Héraðsdómi Reykjavíkur 4. júlí. Í millitíðinni samdi fyrirtækið við Innnes um greiðslur á eldri skuldum og frekari pantanir. „Þeir voru í skuld við okkur og þess vegna var viðskiptareikningur þeirra lokaður,“ segir Magnús Óli Ólafsson, forstjóri Innness ehf. Fyrirtækið hafi hins vegar lofað því að fyrirgreiðsla væri væntanleg og eldri skuld yrði greidd niður á næstu þremur vikum. Því hafi pantanirnar verið afgreiddar. Verðbréfafyrirtækið Virðing var eigandi Lifandi markaðar. „Við töldum að þau væru það vönd að virðingu sinni að við þyrftum ekki að hafa áhyggjur af því. Svo heyrum við síðar að fyrirtækið hafi verið úrskurðað gjaldþrota,“ segir Magnús Óli. Hann segir að ákvörðun um að kæra fyrirtækið til lögreglu snúist ekki einvörðungu um peninga. „Ef við værum að sækjast eftir peningunum einum og sér þá gætum við gert bótakröfu beint á stjórnendur en það er ekki það sem vakir fyrir okkur. Þetta snýst um heiðarleika.“ Lifandi markaður átti í viðskiptum við fjölda smærri birgja sem áttu mikið undir viðskiptunum. Karen Emilía Jónsdóttir, eigandi Kaja organic ehf., segir fyrirtækið hafa pantað hjá henni 7. júlí síðastliðinn, þremur dögum eftir að fyrirtækið var úrskurðað gjaldþrota. „Þetta er stór skellur fyrir lítið fyrirtæki sem er rétt að byrja,“ segir hún. Samanlögð skuld Lifandi markaðar við Kaja organic nemur um 900 þúsund krónum. Hún og aðrir minni birgjar eru að skoða réttarstöðu sína. Við vinnslu fréttarinnar náðist aðeins í tvo stjórnarmenn Lifandi markaðar af þeim þremur sem kærðir eru. Þeir vildu ekki tjá sig um málið að svo stöddu.
Mest lesið Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Stöðug eftirfylgni er grundvallaratriði Viðskipti innlent Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Björgvin Ingi til Deloitte Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira