Undanþágur kosta fyrirtæki og Seðlabanka 1,5 milljarða Óli Kristján Ármannsson skrifar 29. janúar 2014 07:00 Það kostar sitt að passa upp á að höftin haldi. Fréttablaðið/Rósa Torvelt er að setja verðmiða á kostnaðinn við gjaldeyrishöft. Friðrik Már Baldursson, hagfræðiprófessor, segir hann þó kunna að vera minni en margur kynni að ætla því lönd lagi sig „merkilega vel“ að höftum. Mælistika verður illa lögð á glötuð tækifæri. Með framreikningi er hins vegar hægt að leggja mat á beinan kostnað fyrirtækja og Seðlabanka Íslands við veitingu undanþága frá höftum. Ef bara er litið til umsókna sem fengið hafa afgreiðslu Seðlabankans frá árinu 2009 til og með síðasta ári má ætla að beinn kostnaður nemi yfir einum og hálfum milljarði króna. Er þá gengið út frá því að beinn kostnaður við hverja umsókn nemi rúmum 412 þúsund krónum.Dæmi eru engu að síður um töluvert meiri kostnað, líkt og dregið var fram í skýrslu sem Viðskiptaráð Íslands vann í árslok 2011. Þar var bent á að sprotafyrirtækið Clara, sem í fyrra var selt Jive Software í Bandaríkjunum á rúman milljarð, hafi birt kostnaðinn við að fá millifærslu á einum Bandaríkjadal, sem þurfti til að stofna dótturfyrirtæki í Bandaríkjunum. Þar kom fram að tími Clöru var reiknaður 15 klukkustundir, 20 klukkustundir fóru í lögfræðing, og tvær í skjalaþýðingu. Á þeim tíma mat fyrirtækið kostnaðinn á 750 þúsund krónur, sem framreiknað miðað við vísitölu neysluverðs nemur rétt tæpum 814 þúsund krónum. Í ársskýrslum Seðlabankans má sjá að árin 2009 til 2012 voru afgreiddar 2.850 umsóknir, ýmist með heimild, synjun, synjun að hluta eða með öðrum hætti. Þau svör fengust hins vegar hjá bankanum að tölur síðasta árs yrðu ekki birtar fyrr en í ársreikningi í mars.Sérstök umfjöllun um skaðsemi gjaldeyrishafta er í Markaðnum sem fylgir Fréttablaðinu í dag. Tengdar fréttir Glötuð tækifæri mælast illa Hér hefur verið byggð upp óþarflega mikil þolinmæði gagnvart gjaldeyrishöftum, segir Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. Friðrik Már Baldursson, hagfræðiprófessor við Háskólann í Reykjavík, segir lönd aðlagast höftum merkilega vel. Önnur lögmál kunni þó að eiga við um þróuð ríki en þróunarlönd. 29. janúar 2014 09:15 Mest lesið Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Sjá meira
Torvelt er að setja verðmiða á kostnaðinn við gjaldeyrishöft. Friðrik Már Baldursson, hagfræðiprófessor, segir hann þó kunna að vera minni en margur kynni að ætla því lönd lagi sig „merkilega vel“ að höftum. Mælistika verður illa lögð á glötuð tækifæri. Með framreikningi er hins vegar hægt að leggja mat á beinan kostnað fyrirtækja og Seðlabanka Íslands við veitingu undanþága frá höftum. Ef bara er litið til umsókna sem fengið hafa afgreiðslu Seðlabankans frá árinu 2009 til og með síðasta ári má ætla að beinn kostnaður nemi yfir einum og hálfum milljarði króna. Er þá gengið út frá því að beinn kostnaður við hverja umsókn nemi rúmum 412 þúsund krónum.Dæmi eru engu að síður um töluvert meiri kostnað, líkt og dregið var fram í skýrslu sem Viðskiptaráð Íslands vann í árslok 2011. Þar var bent á að sprotafyrirtækið Clara, sem í fyrra var selt Jive Software í Bandaríkjunum á rúman milljarð, hafi birt kostnaðinn við að fá millifærslu á einum Bandaríkjadal, sem þurfti til að stofna dótturfyrirtæki í Bandaríkjunum. Þar kom fram að tími Clöru var reiknaður 15 klukkustundir, 20 klukkustundir fóru í lögfræðing, og tvær í skjalaþýðingu. Á þeim tíma mat fyrirtækið kostnaðinn á 750 þúsund krónur, sem framreiknað miðað við vísitölu neysluverðs nemur rétt tæpum 814 þúsund krónum. Í ársskýrslum Seðlabankans má sjá að árin 2009 til 2012 voru afgreiddar 2.850 umsóknir, ýmist með heimild, synjun, synjun að hluta eða með öðrum hætti. Þau svör fengust hins vegar hjá bankanum að tölur síðasta árs yrðu ekki birtar fyrr en í ársreikningi í mars.Sérstök umfjöllun um skaðsemi gjaldeyrishafta er í Markaðnum sem fylgir Fréttablaðinu í dag.
Tengdar fréttir Glötuð tækifæri mælast illa Hér hefur verið byggð upp óþarflega mikil þolinmæði gagnvart gjaldeyrishöftum, segir Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. Friðrik Már Baldursson, hagfræðiprófessor við Háskólann í Reykjavík, segir lönd aðlagast höftum merkilega vel. Önnur lögmál kunni þó að eiga við um þróuð ríki en þróunarlönd. 29. janúar 2014 09:15 Mest lesið Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Sjá meira
Glötuð tækifæri mælast illa Hér hefur verið byggð upp óþarflega mikil þolinmæði gagnvart gjaldeyrishöftum, segir Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. Friðrik Már Baldursson, hagfræðiprófessor við Háskólann í Reykjavík, segir lönd aðlagast höftum merkilega vel. Önnur lögmál kunni þó að eiga við um þróuð ríki en þróunarlönd. 29. janúar 2014 09:15