Undanþágur kosta fyrirtæki og Seðlabanka 1,5 milljarða Óli Kristján Ármannsson skrifar 29. janúar 2014 07:00 Það kostar sitt að passa upp á að höftin haldi. Fréttablaðið/Rósa Torvelt er að setja verðmiða á kostnaðinn við gjaldeyrishöft. Friðrik Már Baldursson, hagfræðiprófessor, segir hann þó kunna að vera minni en margur kynni að ætla því lönd lagi sig „merkilega vel“ að höftum. Mælistika verður illa lögð á glötuð tækifæri. Með framreikningi er hins vegar hægt að leggja mat á beinan kostnað fyrirtækja og Seðlabanka Íslands við veitingu undanþága frá höftum. Ef bara er litið til umsókna sem fengið hafa afgreiðslu Seðlabankans frá árinu 2009 til og með síðasta ári má ætla að beinn kostnaður nemi yfir einum og hálfum milljarði króna. Er þá gengið út frá því að beinn kostnaður við hverja umsókn nemi rúmum 412 þúsund krónum.Dæmi eru engu að síður um töluvert meiri kostnað, líkt og dregið var fram í skýrslu sem Viðskiptaráð Íslands vann í árslok 2011. Þar var bent á að sprotafyrirtækið Clara, sem í fyrra var selt Jive Software í Bandaríkjunum á rúman milljarð, hafi birt kostnaðinn við að fá millifærslu á einum Bandaríkjadal, sem þurfti til að stofna dótturfyrirtæki í Bandaríkjunum. Þar kom fram að tími Clöru var reiknaður 15 klukkustundir, 20 klukkustundir fóru í lögfræðing, og tvær í skjalaþýðingu. Á þeim tíma mat fyrirtækið kostnaðinn á 750 þúsund krónur, sem framreiknað miðað við vísitölu neysluverðs nemur rétt tæpum 814 þúsund krónum. Í ársskýrslum Seðlabankans má sjá að árin 2009 til 2012 voru afgreiddar 2.850 umsóknir, ýmist með heimild, synjun, synjun að hluta eða með öðrum hætti. Þau svör fengust hins vegar hjá bankanum að tölur síðasta árs yrðu ekki birtar fyrr en í ársreikningi í mars.Sérstök umfjöllun um skaðsemi gjaldeyrishafta er í Markaðnum sem fylgir Fréttablaðinu í dag. Tengdar fréttir Glötuð tækifæri mælast illa Hér hefur verið byggð upp óþarflega mikil þolinmæði gagnvart gjaldeyrishöftum, segir Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. Friðrik Már Baldursson, hagfræðiprófessor við Háskólann í Reykjavík, segir lönd aðlagast höftum merkilega vel. Önnur lögmál kunni þó að eiga við um þróuð ríki en þróunarlönd. 29. janúar 2014 09:15 Mest lesið Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Sjá meira
Torvelt er að setja verðmiða á kostnaðinn við gjaldeyrishöft. Friðrik Már Baldursson, hagfræðiprófessor, segir hann þó kunna að vera minni en margur kynni að ætla því lönd lagi sig „merkilega vel“ að höftum. Mælistika verður illa lögð á glötuð tækifæri. Með framreikningi er hins vegar hægt að leggja mat á beinan kostnað fyrirtækja og Seðlabanka Íslands við veitingu undanþága frá höftum. Ef bara er litið til umsókna sem fengið hafa afgreiðslu Seðlabankans frá árinu 2009 til og með síðasta ári má ætla að beinn kostnaður nemi yfir einum og hálfum milljarði króna. Er þá gengið út frá því að beinn kostnaður við hverja umsókn nemi rúmum 412 þúsund krónum.Dæmi eru engu að síður um töluvert meiri kostnað, líkt og dregið var fram í skýrslu sem Viðskiptaráð Íslands vann í árslok 2011. Þar var bent á að sprotafyrirtækið Clara, sem í fyrra var selt Jive Software í Bandaríkjunum á rúman milljarð, hafi birt kostnaðinn við að fá millifærslu á einum Bandaríkjadal, sem þurfti til að stofna dótturfyrirtæki í Bandaríkjunum. Þar kom fram að tími Clöru var reiknaður 15 klukkustundir, 20 klukkustundir fóru í lögfræðing, og tvær í skjalaþýðingu. Á þeim tíma mat fyrirtækið kostnaðinn á 750 þúsund krónur, sem framreiknað miðað við vísitölu neysluverðs nemur rétt tæpum 814 þúsund krónum. Í ársskýrslum Seðlabankans má sjá að árin 2009 til 2012 voru afgreiddar 2.850 umsóknir, ýmist með heimild, synjun, synjun að hluta eða með öðrum hætti. Þau svör fengust hins vegar hjá bankanum að tölur síðasta árs yrðu ekki birtar fyrr en í ársreikningi í mars.Sérstök umfjöllun um skaðsemi gjaldeyrishafta er í Markaðnum sem fylgir Fréttablaðinu í dag.
Tengdar fréttir Glötuð tækifæri mælast illa Hér hefur verið byggð upp óþarflega mikil þolinmæði gagnvart gjaldeyrishöftum, segir Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. Friðrik Már Baldursson, hagfræðiprófessor við Háskólann í Reykjavík, segir lönd aðlagast höftum merkilega vel. Önnur lögmál kunni þó að eiga við um þróuð ríki en þróunarlönd. 29. janúar 2014 09:15 Mest lesið Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Sjá meira
Glötuð tækifæri mælast illa Hér hefur verið byggð upp óþarflega mikil þolinmæði gagnvart gjaldeyrishöftum, segir Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. Friðrik Már Baldursson, hagfræðiprófessor við Háskólann í Reykjavík, segir lönd aðlagast höftum merkilega vel. Önnur lögmál kunni þó að eiga við um þróuð ríki en þróunarlönd. 29. janúar 2014 09:15