Milljónasti ferðamaðurinn nær varla til Íslands á árinu Kristján Már Unnarsson skrifar 29. desember 2014 18:45 Afar tvísýnt er um hvort milljónasti ferðamaðurinn komi til Íslands á þessu ári, nú þegar aðeins tveir sólarhringar eru til áramóta, og stefnir á að tvö prómill vanti upp á að stóra talan náist. Hver svo sem endanleg tala verður þá er þegar ljóst að árið 2014 er metár. Þeir hafa aldrei verið fleiri, erlendu ferðamennirnir, - spennan þessa síðustu daga ársins er hins vegar um hvort þeir nái að verða ein milljón á árinu.Halldór Arinbjarnarson, upplýsingastjóri Ferðamálastofu.„Þetta getur fallið beggja vegna við milljónina. Þetta er svona alveg á mörkunum,“ segir Halldór Arinbjarnarson, upplýsingastjóri Ferðamálastofu, í samtali við Stöð 2. Halldór segir að langflestir komi til landsins um Keflavíkurflugvöll og þar var talan í lok nóvember komin í 915 þúsund erlenda farþega. Ef gert sé ráð fyrir sömu fjölgun í desember og öðrum vetrarmánuðum, 30 prósentum, fari talan í 970 þúsund fyrir erlenda ferðamenn til Keflavíkurflugvallar á árinu. Þá á eftir að bæta við öllum sem komu með Norrænu til Seyðisfjarðar og í gegnum aðra flugvelli, en Halldór áætlar að með ferjunni hafi komið milli 17 og 18 þúsund erlendir ferðamenn, og kannski tíu þúsund í gegnum flugvellina í Reykjavík, á Akureyri og Egilsstöðum. Miðað við þetta fer talan kannski í 998 þúsund.Um 97 prósent ferðamanna koma til landsins um Keflavíkurflugvöll.Fréttablaðið/Anton„Mér sýnist að þetta verði ansi tæpt. Við sjáum þetta ekki fyrr en um miðjan janúar þegar við verðum búin að safna saman tölum fyrir aðra flugvelli heldur en Keflavíkurflugvöll. En miðað við að það sé álíka fjöldi þar erum við ekki alveg að ná milljóninni,“ segir Halldór. Það koma að jafnaði um 2.700 erlendir ferðamenn til landsins á hverjum degi og nú lítur út fyrir að það muni kannski vanta þá tölu upp á til að komast í milljónina. Þetta verður því mjög tæpt. Svarið við því hvort milljónasti ferðamaðurinn fagni áramótunum á Íslandi fáum við þó ekki fyrr en um miðjan janúar. Þess má geta að erlendir ferðamenn með skemmtiferðaskipum teljast ekki með þar sem þeir gista um borð í skipunum, að sögn Halldórs. Verulega munar um þá tölu en á þessu ári hafa 104.816 erlendir ferðamenn komið með skemmtiferðaskipum til Reykjavíkur. Mest lesið Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Afar tvísýnt er um hvort milljónasti ferðamaðurinn komi til Íslands á þessu ári, nú þegar aðeins tveir sólarhringar eru til áramóta, og stefnir á að tvö prómill vanti upp á að stóra talan náist. Hver svo sem endanleg tala verður þá er þegar ljóst að árið 2014 er metár. Þeir hafa aldrei verið fleiri, erlendu ferðamennirnir, - spennan þessa síðustu daga ársins er hins vegar um hvort þeir nái að verða ein milljón á árinu.Halldór Arinbjarnarson, upplýsingastjóri Ferðamálastofu.„Þetta getur fallið beggja vegna við milljónina. Þetta er svona alveg á mörkunum,“ segir Halldór Arinbjarnarson, upplýsingastjóri Ferðamálastofu, í samtali við Stöð 2. Halldór segir að langflestir komi til landsins um Keflavíkurflugvöll og þar var talan í lok nóvember komin í 915 þúsund erlenda farþega. Ef gert sé ráð fyrir sömu fjölgun í desember og öðrum vetrarmánuðum, 30 prósentum, fari talan í 970 þúsund fyrir erlenda ferðamenn til Keflavíkurflugvallar á árinu. Þá á eftir að bæta við öllum sem komu með Norrænu til Seyðisfjarðar og í gegnum aðra flugvelli, en Halldór áætlar að með ferjunni hafi komið milli 17 og 18 þúsund erlendir ferðamenn, og kannski tíu þúsund í gegnum flugvellina í Reykjavík, á Akureyri og Egilsstöðum. Miðað við þetta fer talan kannski í 998 þúsund.Um 97 prósent ferðamanna koma til landsins um Keflavíkurflugvöll.Fréttablaðið/Anton„Mér sýnist að þetta verði ansi tæpt. Við sjáum þetta ekki fyrr en um miðjan janúar þegar við verðum búin að safna saman tölum fyrir aðra flugvelli heldur en Keflavíkurflugvöll. En miðað við að það sé álíka fjöldi þar erum við ekki alveg að ná milljóninni,“ segir Halldór. Það koma að jafnaði um 2.700 erlendir ferðamenn til landsins á hverjum degi og nú lítur út fyrir að það muni kannski vanta þá tölu upp á til að komast í milljónina. Þetta verður því mjög tæpt. Svarið við því hvort milljónasti ferðamaðurinn fagni áramótunum á Íslandi fáum við þó ekki fyrr en um miðjan janúar. Þess má geta að erlendir ferðamenn með skemmtiferðaskipum teljast ekki með þar sem þeir gista um borð í skipunum, að sögn Halldórs. Verulega munar um þá tölu en á þessu ári hafa 104.816 erlendir ferðamenn komið með skemmtiferðaskipum til Reykjavíkur.
Mest lesið Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira