Guinness á föstunni Úlfar Linnet skrifar 10. janúar 2014 16:24 Úlfar Linnet. Þegar nýtt ár hefur gengið í garð markar fyrsta líkamsræktarauglýsingin upphaf lengstu föstu nútíma Íslendinga. Í ár ákvað ég að taka þátt. Minnugur þess að hafa dæmt leðurhanska frá tengdaforeldrunum of litla á aðfangadag en dómurinn reyndist vera rangur og var seinna rakin til bjúgmyndunar. Ég hef verið nokkuð duglegur við að hreifa mig og slakað á í lystisemdunum en í dag eru 10 dagar liðnir og komin tími á að losa aðeins um. Gleðja sálina örlítið án þess að kvelja líkamann mikið. Í því samhengi hefur Guinness eiginleika sem koma á óvart. Þrátt fyrir að vera bragðmikill er bjórinn svo hitaeiningasnauður að hann er léttari en Lite. Í hverjum 100 ml af Guinness eru 27 kaloríur borið saman við 29 í venjulegum „lite“ bjórum. Guinnes er kolbikasvartur bjór með rjómakennda froðu. Sérstöðu froðunnar má rekja til þess að í honum er ekki aðeins kolsýra heldur einnig nitur. Þegar bjórnum er helt í glas sleppur allt nitrið út á örskotsstundu og myndar froðuna. Korn ristað á svipaðan máta og kaffibaunir leikur stórt hlutverk í Guinness. Það gefur honum dökkan lit og ilm sem einkennist af ristuðum tónum. Í bragði er ristin aftur í forgrunni og gefur bjórnum í samleik við sýru fyllt bragð. Ástæður þess að bjórinn er hitaeiningasnauðari en flestir bjórar má greina í bragðinu. Hann er mjög þurr (lítið sætur) sem gerir hann snarpan og ferskan. Til eru margar flökkusögur um Guinness. Ein segir að eitt glas af Guinness sé heil máltíð. Í ljósi þess að hvert glas inniheldur 135 kaloríur verður það að teljast ansi lítil máltíð. Svo eftir stendur spurningin, hversu marga Guinnes þarf í heila máltíð? Matur Úlfar Linnet Mest lesið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Ástfangin á ný Lífið Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Fleiri fréttir Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Sjá meira
Þegar nýtt ár hefur gengið í garð markar fyrsta líkamsræktarauglýsingin upphaf lengstu föstu nútíma Íslendinga. Í ár ákvað ég að taka þátt. Minnugur þess að hafa dæmt leðurhanska frá tengdaforeldrunum of litla á aðfangadag en dómurinn reyndist vera rangur og var seinna rakin til bjúgmyndunar. Ég hef verið nokkuð duglegur við að hreifa mig og slakað á í lystisemdunum en í dag eru 10 dagar liðnir og komin tími á að losa aðeins um. Gleðja sálina örlítið án þess að kvelja líkamann mikið. Í því samhengi hefur Guinness eiginleika sem koma á óvart. Þrátt fyrir að vera bragðmikill er bjórinn svo hitaeiningasnauður að hann er léttari en Lite. Í hverjum 100 ml af Guinness eru 27 kaloríur borið saman við 29 í venjulegum „lite“ bjórum. Guinnes er kolbikasvartur bjór með rjómakennda froðu. Sérstöðu froðunnar má rekja til þess að í honum er ekki aðeins kolsýra heldur einnig nitur. Þegar bjórnum er helt í glas sleppur allt nitrið út á örskotsstundu og myndar froðuna. Korn ristað á svipaðan máta og kaffibaunir leikur stórt hlutverk í Guinness. Það gefur honum dökkan lit og ilm sem einkennist af ristuðum tónum. Í bragði er ristin aftur í forgrunni og gefur bjórnum í samleik við sýru fyllt bragð. Ástæður þess að bjórinn er hitaeiningasnauðari en flestir bjórar má greina í bragðinu. Hann er mjög þurr (lítið sætur) sem gerir hann snarpan og ferskan. Til eru margar flökkusögur um Guinness. Ein segir að eitt glas af Guinness sé heil máltíð. Í ljósi þess að hvert glas inniheldur 135 kaloríur verður það að teljast ansi lítil máltíð. Svo eftir stendur spurningin, hversu marga Guinnes þarf í heila máltíð?
Matur Úlfar Linnet Mest lesið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Ástfangin á ný Lífið Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Fleiri fréttir Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Sjá meira