Opið bréf til menntamálaráðherra Stjórnir Skólafélagsins og Framtíðarinnar og nemendafélaga Menntaskólans í Reykjavík. skrifa 4. nóvember 2014 16:55 Eitt helsta baráttumál Illuga Gunnarssonar, mennta- og menningarmálaráðherra, er að stytta námstíma í framhaldsskólum úr fjórum árum í þrjú. Við undirrituð mótmælum þessum hugmyndum og bendum á nokkra ókosti þess að breyta íslensku menntakerfi með þessum hætti. Markmið ráðherrans er að árið 2018 verði hlutfall þeirra sem útskrifast á tilsettum tíma, fjórum árum, 60% samanborið við 44% nú. Þetta kemur fram í Hvítbók um umbætur í menntamálum. Í sömu bók kemur hins vegar einnig fram að rétt tæp 77% þeirra sem innrituðust á stúdentsbrautir árið 2007 höfðu útskrifast sex árum seinna. Meðalnámstími þessa hóps var 4,1 ár. Þess má geta að tæp 60% þeirra sem skráðu sig í framhaldsskóla árið 2007 skráðu sig á stúdentsbrautir. Það er því ljóst að sé horft til stúdentsbrauta næst markmið ráðherra um að 60% nemenda útskrifist á tilsettum tíma og rúmlega það. Ekki verður séð hvernig styttingaráform ráðherra eigi fram að ganga án þess að auka álag og skerða undirbúning framhaldsskólanema fyrir háskólanám. Ef kenna á fjögurra ára námsefni á þremur árum hefur það í för með sér stóraukið álag á nemendur en það er nú þegar umtalsvert. Álag í námi hefur t.d. verið nefnt sem ein aðalástæða brotthvarfs úr framhaldsskólum. Það er mikil þversögn hjá ráðherra að ætla sér að auka álag á nemendur og minnka brotthvarf, sem vissulega er stórt vandamál, á sama tíma. Aukið námsálag leiðir til þess að nemendur hafa minni tíma til að sinna öðrum þáttum s.s. tónlistarnámi, íþróttum og félagslífi, en þessir þættir eru mjög mikilvægir í lífi framhaldsskólanema. Samkvæmt áðurnefndri Hvítbók var atvinnuþátttaka ungs fólks á aldrinum 18-24 ára rétt rúm 70% á fyrsta ársfjórðungi ársins 2013. Því er ljóst að hátt hlutfall nemenda vinnur með námi en aukið álag kemur sér sérstaklega illa fyrir þá einstaklinga. Sé ætlunin ekki að dreifa náminu yfir þrjú ár í stað fjögurra heldur stytta nám nemenda sem nemur einu ári er ljóst að nemendur munu koma verr undirbúnir í háskóla en áður. Það getur varla verið markmið ráðherra, eða hvað? Háskólar á Íslandi eru þegar farnir að bregðast við þessum nýju aðstæðum með því að leggja fyrir inntökupróf, t.d. í hagfræði og lögfræði. Stytting heildarnámstíma til stúdentsprófs er í sjálfu sér ekki slæm hugmynd. Staðreyndin er sú að skv. núverandi kerfi eru íslensk ungmenni að jafnaði um 14 ár að útskrifast með stúdentspróf en í flestum þeim löndum, sem við viljum bera okkur saman, við er þessi tími 13 ár. Stytting framhaldsskólans er hins vegar ekki rétta leiðin til að ná samanburðarlöndum okkar hvað námstíma varðar. Nánast ekkert hefur verið rætt um styttingu grunnskólans. Eins og staðan er nú eru allir skyldaðir til að vera tíu ár í grunnskóla. Þeir sem standa sig vel í námi eru þar látnir bíða eftir þeim sem ekki eiga eins auðvelt með að læra. Við teljum að auðvelt sé að auka sveigjanleika í grunnskólakerfinu og búa svo um hnútana að hægt verði að útskrifast á níu eða jafnvel átta árum í stað tíu. Er ekki eðlilegra að meta nemendur út frá námsgetu og þroska í stað aldurs? Tíu ára grunnskólanám á að standa þeim til boða sem það þurfa, en jafnframt á að koma til móts við þá sem geta lokið því fyrr. Þannig yrði dregið úr líkunum á uppsöfnuðum námsleiða og spornað við brotthvarfi. Með því að stytta alla framhaldsskóla er valfrelsi nemenda verulega skert. Í núverandi kerfi hafa nemendur val og geta útskrifast á þremur, þremur og hálfu eða fjórum árum. Nemendur eiga að hafa þetta val. Sé það vilji ungmennis að fara hraðar í gegnum framhaldsskólann ætti viðkomandi að geta valið að fara í skóla þar sem boðið er upp á nám til stúdentsprófs á þremur árum. Á sama hátt ætti viðkomandi að geta valið um skóla þar sem boðið er upp á nám til stúdentsprófs á fjórum árum. Í ljósi þessa skorum við á ráðherrann að endurskoða, í fullri alvöru, ákvörðun sína um að stytta nám í öllum framhaldsskólum landsins. Við teljum að hagsmunir nemenda ráði ekki för í þessu máli og að aðrar og betri leiðir séu færar til að ná þeim markmiðum sem sett hafa verið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Eitt helsta baráttumál Illuga Gunnarssonar, mennta- og menningarmálaráðherra, er að stytta námstíma í framhaldsskólum úr fjórum árum í þrjú. Við undirrituð mótmælum þessum hugmyndum og bendum á nokkra ókosti þess að breyta íslensku menntakerfi með þessum hætti. Markmið ráðherrans er að árið 2018 verði hlutfall þeirra sem útskrifast á tilsettum tíma, fjórum árum, 60% samanborið við 44% nú. Þetta kemur fram í Hvítbók um umbætur í menntamálum. Í sömu bók kemur hins vegar einnig fram að rétt tæp 77% þeirra sem innrituðust á stúdentsbrautir árið 2007 höfðu útskrifast sex árum seinna. Meðalnámstími þessa hóps var 4,1 ár. Þess má geta að tæp 60% þeirra sem skráðu sig í framhaldsskóla árið 2007 skráðu sig á stúdentsbrautir. Það er því ljóst að sé horft til stúdentsbrauta næst markmið ráðherra um að 60% nemenda útskrifist á tilsettum tíma og rúmlega það. Ekki verður séð hvernig styttingaráform ráðherra eigi fram að ganga án þess að auka álag og skerða undirbúning framhaldsskólanema fyrir háskólanám. Ef kenna á fjögurra ára námsefni á þremur árum hefur það í för með sér stóraukið álag á nemendur en það er nú þegar umtalsvert. Álag í námi hefur t.d. verið nefnt sem ein aðalástæða brotthvarfs úr framhaldsskólum. Það er mikil þversögn hjá ráðherra að ætla sér að auka álag á nemendur og minnka brotthvarf, sem vissulega er stórt vandamál, á sama tíma. Aukið námsálag leiðir til þess að nemendur hafa minni tíma til að sinna öðrum þáttum s.s. tónlistarnámi, íþróttum og félagslífi, en þessir þættir eru mjög mikilvægir í lífi framhaldsskólanema. Samkvæmt áðurnefndri Hvítbók var atvinnuþátttaka ungs fólks á aldrinum 18-24 ára rétt rúm 70% á fyrsta ársfjórðungi ársins 2013. Því er ljóst að hátt hlutfall nemenda vinnur með námi en aukið álag kemur sér sérstaklega illa fyrir þá einstaklinga. Sé ætlunin ekki að dreifa náminu yfir þrjú ár í stað fjögurra heldur stytta nám nemenda sem nemur einu ári er ljóst að nemendur munu koma verr undirbúnir í háskóla en áður. Það getur varla verið markmið ráðherra, eða hvað? Háskólar á Íslandi eru þegar farnir að bregðast við þessum nýju aðstæðum með því að leggja fyrir inntökupróf, t.d. í hagfræði og lögfræði. Stytting heildarnámstíma til stúdentsprófs er í sjálfu sér ekki slæm hugmynd. Staðreyndin er sú að skv. núverandi kerfi eru íslensk ungmenni að jafnaði um 14 ár að útskrifast með stúdentspróf en í flestum þeim löndum, sem við viljum bera okkur saman, við er þessi tími 13 ár. Stytting framhaldsskólans er hins vegar ekki rétta leiðin til að ná samanburðarlöndum okkar hvað námstíma varðar. Nánast ekkert hefur verið rætt um styttingu grunnskólans. Eins og staðan er nú eru allir skyldaðir til að vera tíu ár í grunnskóla. Þeir sem standa sig vel í námi eru þar látnir bíða eftir þeim sem ekki eiga eins auðvelt með að læra. Við teljum að auðvelt sé að auka sveigjanleika í grunnskólakerfinu og búa svo um hnútana að hægt verði að útskrifast á níu eða jafnvel átta árum í stað tíu. Er ekki eðlilegra að meta nemendur út frá námsgetu og þroska í stað aldurs? Tíu ára grunnskólanám á að standa þeim til boða sem það þurfa, en jafnframt á að koma til móts við þá sem geta lokið því fyrr. Þannig yrði dregið úr líkunum á uppsöfnuðum námsleiða og spornað við brotthvarfi. Með því að stytta alla framhaldsskóla er valfrelsi nemenda verulega skert. Í núverandi kerfi hafa nemendur val og geta útskrifast á þremur, þremur og hálfu eða fjórum árum. Nemendur eiga að hafa þetta val. Sé það vilji ungmennis að fara hraðar í gegnum framhaldsskólann ætti viðkomandi að geta valið að fara í skóla þar sem boðið er upp á nám til stúdentsprófs á þremur árum. Á sama hátt ætti viðkomandi að geta valið um skóla þar sem boðið er upp á nám til stúdentsprófs á fjórum árum. Í ljósi þessa skorum við á ráðherrann að endurskoða, í fullri alvöru, ákvörðun sína um að stytta nám í öllum framhaldsskólum landsins. Við teljum að hagsmunir nemenda ráði ekki för í þessu máli og að aðrar og betri leiðir séu færar til að ná þeim markmiðum sem sett hafa verið.
Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun