Segir vinnubrögð Seðlabankans í tryggingamálinu forkastanleg Þorbjörn Þórðarson skrifar 21. júní 2014 19:17 Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir að stjórnendur Seðlabankans viti ekki sjálfir hvaða samningar um lífeyristryggingar falla undir gjaldeyrishöftin og hverjir ekki. Brýnt sé að eyða þessari óvissu sem fyrst. Hann segir vinnubrögð Seðlabankans í málinu forkastanleg. Samkvæmt lögum um gjaldeyrismál sem tóku gildi hinn 28. nóvember 2008 takmarka gjaldeyrishöftin ekki vöru- og þjónustuviðskipti. Iðgjaldagreiðslur samkvæmt samningum um vátryggingar, t.d. líf- sjúkdóma- eða slysatryggingar, teljast kaup á þjónustu og eru því heimilar samkvæmt lögunum. Seðlabankinn hefur undanfarin ár flokkað samninga um lífeyristryggingar hjá erlendum tryggingarfélögum undir vöru- og þjónustuviðskiptin og hafa þeir því ekki fallið undir höftin. Samningarnir eru blanda af tryggingum og lífeyrissparnaði. Sú ákvörðun Seðlabankans að fella þessa samninga undir höftin með nýjum reglum sem tóku gildi 19. júní hefur vakið hörð viðbrögð. Breytingin nær til allra samninga sem gerðir voru eftir 28. nóvember 2008 þegar höftin voru lögfest en samningar um lífeyristryggingar sem gerðir voru fyrir þann tíma halda gildi sínu. Félög eins og Allianz og Íslandi, Tryggingamiðlun Íslands og Sparnaður hafa gagnrýnt Seðlabankann fyrir að hafa ekki haft samráð við þau í aðdraganda þessarar ákvörðunar.Segir að Seðlabankinn verði að eyða óvissu Samtök verslunar og þjónustu hafa gætt hagsmuna vátryggingarmiðlara í málinu. Andrés Magnússon framkvæmdastjóri samtakanna segir að stjórnendur Seðlabankans viti ekki sjálfir hvaða samningar um lífeyristryggingar falli undir gjaldeyrishöftin og hverjir ekki. „Það kom berlega fram á fundinum sem við héldum með þeim á fimmtudaginn að svo er ekki. Þeir gera sér engan veginn grein fyrir því og gátu ekki svarað grundvallarspurningum sem lúta að þessu álitaefni,“ segir Andrés. Andrés segir það afar gagnrýnivert að Seðlabankinn hafi ákveðið að setja hinar nýju reglur án þess að hafa þetta á hreinu en um þrjátíu þúsund einstaklingar eru með samninga um lífeyristryggingar sem voru gerðir eftir lögfestingu hafta. „Þetta er eiginlega forkastanlegt vegna þeirra hagsmuna sem þarna eru undir. Þetta er enginn smá fjöldi Íslendinga sem á hagsmuna að gæta. Það er alvarlegt að bankinn geti ekki, þegar þetta er að gerast, svarað hagsmunaaðilum með grundvallarspurningar um hvaða áhrif þetta hefur á allan almenning í landinu,“ segir Andrés. Þá segir hann hættu á að stoðum verði kippt undan rekstri vátryggingarmiðlara og annarra fyrirtækja á þessum markaði með þessum reglum. Már Guðmundsson seðlabankastjóri sagði í samtali við fréttastofu í gær að málefni umboðsfyrirtækja erlendra tryggingafélaga hefðu verið til skoðunar hjá Seðlabankanum í nokkur ár og fyrirtækjunum hafi verið fullkunnugt um það. Að sögn Más mun Seðlabankinn senda frá sér yfirlýsingu eftir helgina þar sem brugðist verður við þeirri gagnrýni sem sett hefur verið fram á vinnubrögð bankans í málinu. Tengdar fréttir Gjaldeyrisviðskipti tryggingafélaga brjóti gegn lögum Fjármagnsflutningar á fjórða tug þúsunda Íslendinga í tengslum við sparnað hjá erlendum tryggingafélögum verða stöðvaðir og verður þeim gert skylt að spara í íslenskum krónum á Íslandi í staðinn. Seðlabankinn telur að gjaldeyrisviðskipti þriggja íslenskra tryggingamiðlara sem selja þjónustu erlendra tryggingafélaga hér á landi brjóti gegn lögum um gjaldeyrismál. 17. júní 2014 13:21 Í höftum þurfa sömu reglur að gilda fyrir alla Formaður stjórnar Landssamtaka lífeyrissjóða vonast til þess að umræðan um breyttar reglur Seðlabankans varðandi lífeyrissparnað almennings í útlöndum verði til þess að raunhæfar tillögur að afnámi gjaldeyrishafta komi fram. 20. júní 2014 13:32 Allianz ekki tilkynnt um breytingar á reglum um gjaldeyrishöft Allianz furðulostið yfir fregnum. Enginn frá Seðlabankanum hafði samband við félagið. 17. júní 2014 18:58 Sparifé 30.000 Íslendinga í hættu „Það eru gífurlegir hagsmunir í húfi,“ segir framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. 18. júní 2014 18:30 Þurfa að færa sparnaðinn í krónur vegna haftanna Starfsemi erlendra tryggingafélaga og sala þeirra á sparnaðarleiðum til einstaklinga hérlendis brýtur gegn lögum um gjaldeyrismál. Þrjátíu þúsund Íslendingar sem hafa safnað sparnaði erlendis gegnum umboðsmenn erlendra tryggingafélaga hér á landi eftir að höftum var komið á, þurfa að hætta því og færa sparnaðinn í krónur. 17. júní 2014 18:30 Nýjar reglur um gjaldeyrishöft vekja furðu Seðlabankinn ætlar að setja nýjar reglur sem feli í sér að greiðslur iðgjalda til erlendra tryggingafélaga verði ekki lengur heimilar. 18. júní 2014 06:59 Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Von, hugrekki og virðing við lok lífs Samstarf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir að stjórnendur Seðlabankans viti ekki sjálfir hvaða samningar um lífeyristryggingar falla undir gjaldeyrishöftin og hverjir ekki. Brýnt sé að eyða þessari óvissu sem fyrst. Hann segir vinnubrögð Seðlabankans í málinu forkastanleg. Samkvæmt lögum um gjaldeyrismál sem tóku gildi hinn 28. nóvember 2008 takmarka gjaldeyrishöftin ekki vöru- og þjónustuviðskipti. Iðgjaldagreiðslur samkvæmt samningum um vátryggingar, t.d. líf- sjúkdóma- eða slysatryggingar, teljast kaup á þjónustu og eru því heimilar samkvæmt lögunum. Seðlabankinn hefur undanfarin ár flokkað samninga um lífeyristryggingar hjá erlendum tryggingarfélögum undir vöru- og þjónustuviðskiptin og hafa þeir því ekki fallið undir höftin. Samningarnir eru blanda af tryggingum og lífeyrissparnaði. Sú ákvörðun Seðlabankans að fella þessa samninga undir höftin með nýjum reglum sem tóku gildi 19. júní hefur vakið hörð viðbrögð. Breytingin nær til allra samninga sem gerðir voru eftir 28. nóvember 2008 þegar höftin voru lögfest en samningar um lífeyristryggingar sem gerðir voru fyrir þann tíma halda gildi sínu. Félög eins og Allianz og Íslandi, Tryggingamiðlun Íslands og Sparnaður hafa gagnrýnt Seðlabankann fyrir að hafa ekki haft samráð við þau í aðdraganda þessarar ákvörðunar.Segir að Seðlabankinn verði að eyða óvissu Samtök verslunar og þjónustu hafa gætt hagsmuna vátryggingarmiðlara í málinu. Andrés Magnússon framkvæmdastjóri samtakanna segir að stjórnendur Seðlabankans viti ekki sjálfir hvaða samningar um lífeyristryggingar falli undir gjaldeyrishöftin og hverjir ekki. „Það kom berlega fram á fundinum sem við héldum með þeim á fimmtudaginn að svo er ekki. Þeir gera sér engan veginn grein fyrir því og gátu ekki svarað grundvallarspurningum sem lúta að þessu álitaefni,“ segir Andrés. Andrés segir það afar gagnrýnivert að Seðlabankinn hafi ákveðið að setja hinar nýju reglur án þess að hafa þetta á hreinu en um þrjátíu þúsund einstaklingar eru með samninga um lífeyristryggingar sem voru gerðir eftir lögfestingu hafta. „Þetta er eiginlega forkastanlegt vegna þeirra hagsmuna sem þarna eru undir. Þetta er enginn smá fjöldi Íslendinga sem á hagsmuna að gæta. Það er alvarlegt að bankinn geti ekki, þegar þetta er að gerast, svarað hagsmunaaðilum með grundvallarspurningar um hvaða áhrif þetta hefur á allan almenning í landinu,“ segir Andrés. Þá segir hann hættu á að stoðum verði kippt undan rekstri vátryggingarmiðlara og annarra fyrirtækja á þessum markaði með þessum reglum. Már Guðmundsson seðlabankastjóri sagði í samtali við fréttastofu í gær að málefni umboðsfyrirtækja erlendra tryggingafélaga hefðu verið til skoðunar hjá Seðlabankanum í nokkur ár og fyrirtækjunum hafi verið fullkunnugt um það. Að sögn Más mun Seðlabankinn senda frá sér yfirlýsingu eftir helgina þar sem brugðist verður við þeirri gagnrýni sem sett hefur verið fram á vinnubrögð bankans í málinu.
Tengdar fréttir Gjaldeyrisviðskipti tryggingafélaga brjóti gegn lögum Fjármagnsflutningar á fjórða tug þúsunda Íslendinga í tengslum við sparnað hjá erlendum tryggingafélögum verða stöðvaðir og verður þeim gert skylt að spara í íslenskum krónum á Íslandi í staðinn. Seðlabankinn telur að gjaldeyrisviðskipti þriggja íslenskra tryggingamiðlara sem selja þjónustu erlendra tryggingafélaga hér á landi brjóti gegn lögum um gjaldeyrismál. 17. júní 2014 13:21 Í höftum þurfa sömu reglur að gilda fyrir alla Formaður stjórnar Landssamtaka lífeyrissjóða vonast til þess að umræðan um breyttar reglur Seðlabankans varðandi lífeyrissparnað almennings í útlöndum verði til þess að raunhæfar tillögur að afnámi gjaldeyrishafta komi fram. 20. júní 2014 13:32 Allianz ekki tilkynnt um breytingar á reglum um gjaldeyrishöft Allianz furðulostið yfir fregnum. Enginn frá Seðlabankanum hafði samband við félagið. 17. júní 2014 18:58 Sparifé 30.000 Íslendinga í hættu „Það eru gífurlegir hagsmunir í húfi,“ segir framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. 18. júní 2014 18:30 Þurfa að færa sparnaðinn í krónur vegna haftanna Starfsemi erlendra tryggingafélaga og sala þeirra á sparnaðarleiðum til einstaklinga hérlendis brýtur gegn lögum um gjaldeyrismál. Þrjátíu þúsund Íslendingar sem hafa safnað sparnaði erlendis gegnum umboðsmenn erlendra tryggingafélaga hér á landi eftir að höftum var komið á, þurfa að hætta því og færa sparnaðinn í krónur. 17. júní 2014 18:30 Nýjar reglur um gjaldeyrishöft vekja furðu Seðlabankinn ætlar að setja nýjar reglur sem feli í sér að greiðslur iðgjalda til erlendra tryggingafélaga verði ekki lengur heimilar. 18. júní 2014 06:59 Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Von, hugrekki og virðing við lok lífs Samstarf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira
Gjaldeyrisviðskipti tryggingafélaga brjóti gegn lögum Fjármagnsflutningar á fjórða tug þúsunda Íslendinga í tengslum við sparnað hjá erlendum tryggingafélögum verða stöðvaðir og verður þeim gert skylt að spara í íslenskum krónum á Íslandi í staðinn. Seðlabankinn telur að gjaldeyrisviðskipti þriggja íslenskra tryggingamiðlara sem selja þjónustu erlendra tryggingafélaga hér á landi brjóti gegn lögum um gjaldeyrismál. 17. júní 2014 13:21
Í höftum þurfa sömu reglur að gilda fyrir alla Formaður stjórnar Landssamtaka lífeyrissjóða vonast til þess að umræðan um breyttar reglur Seðlabankans varðandi lífeyrissparnað almennings í útlöndum verði til þess að raunhæfar tillögur að afnámi gjaldeyrishafta komi fram. 20. júní 2014 13:32
Allianz ekki tilkynnt um breytingar á reglum um gjaldeyrishöft Allianz furðulostið yfir fregnum. Enginn frá Seðlabankanum hafði samband við félagið. 17. júní 2014 18:58
Sparifé 30.000 Íslendinga í hættu „Það eru gífurlegir hagsmunir í húfi,“ segir framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. 18. júní 2014 18:30
Þurfa að færa sparnaðinn í krónur vegna haftanna Starfsemi erlendra tryggingafélaga og sala þeirra á sparnaðarleiðum til einstaklinga hérlendis brýtur gegn lögum um gjaldeyrismál. Þrjátíu þúsund Íslendingar sem hafa safnað sparnaði erlendis gegnum umboðsmenn erlendra tryggingafélaga hér á landi eftir að höftum var komið á, þurfa að hætta því og færa sparnaðinn í krónur. 17. júní 2014 18:30
Nýjar reglur um gjaldeyrishöft vekja furðu Seðlabankinn ætlar að setja nýjar reglur sem feli í sér að greiðslur iðgjalda til erlendra tryggingafélaga verði ekki lengur heimilar. 18. júní 2014 06:59