Innlent

Með stóran hníf í fórum sínum

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Maðurinn verður kærður fyrir brot á vopnalögum.
Maðurinn verður kærður fyrir brot á vopnalögum.
Karlmaður í annarlegu ástandi var handtekinn í miðbæ Reykjavíkur laust fyrir klukkan tvö í dag. Maðurinn truflaði umferð og vegfarendur og fannst stór eldhúshnífur í buxnastreng hans.

Hann var færður í fangageymslur og verður vistaður þar á meðan ástand hans lagast. Maðurinn verður meðal annars kærður fyrir brot á vopnalögum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×