Öryggisdagar Strætó og VÍS Reynir Jónsson skrifar 6. nóvember 2014 07:00 Árlegir öryggisdagar Strætó og VÍS hófust 21. október og standa yfir í 5 vikur. Að þessu sinni er sérstök áhersla lögð á öryggi farþega Strætó ásamt almennu öryggi og er markmið átaksins að fækka slysum og árekstrum um 30% á milli ára. Átakið byrjaði innanhúss hjá Strætó, meðal annars með því að fara vel yfir öryggismál og einnig tóku starfsmenn þátt í að vinna þau skilaboð sem Strætó sendir frá sér í átakinu. Öryggisdagar, sem eru haldnir árlega, eru samstarfsverkefni Strætó og VÍS og er ætlun þeirra að auka forvarnir í umferðinni. Með verkefninu vilja Strætó og VÍS leggja sitt af mörkum til að fækka slysum, efla öryggi farþega og starfsmanna Strætó, minnka tjón og auka almennt öryggi á götum borgarinnar. Umtalsverður árangur hefur náðst við að fækka tjónum og slysum frá því að öryggisdagar Strætó fóru fyrst í gang árið 2010. Árangurinn sýnir, svo ekki verður um villst, að með samstilltu átaki getum við bætt okkur í umferðinni. Við státum af góðum árangri sem ber fyrst og fremst að þakka starfsfólki Strætó og virkri þátttöku okkar í að efla öryggi í akstri með vinnubrögðum sem eru til fyrirmyndar. Á síðustu tveimur árum hefur tjónum fjölgað aðeins aftur og því kappsmál að ná enn betri árangri. Með því að fækka tjónum og slysum aftur eykst öryggi okkar allra.11 milljónir Snögghemlun er algengasta orsök slysa á farþegum og er það nokkuð sem vagnstjórar hafa alltaf í huga því umhyggja fyrir farþegum okkar á að vera fyrsta boðorð í akstri Strætó. Vagnstjórar Strætó eru meðvitaðir í umferðinni, ávallt á varðbergi og ástunda vistakstur. Vistakstur er mjúkur og þægilegur akstur sem fer vel með farartækið, farþega og ökumenn. Með því að halda vöku okkar og sýna sérstaka aðgát fækkum við óhöppum og bætum öryggi allra í umferðinni. Það verður aldrei hægt að komast algjörlega hjá því að hemla í neyð í þungri umferð höfuðborgarsvæðisins en með því að halda góðri vegalengd á milli bíla getum við minnkað áhættuna. Í ár stefnir í að farþegar Strætó verði um 11 milljónir, við höfum jafnframt fjölgað ferðum og þar með eknum kílómetrum. En þrátt fyrir að við höfum í fleiri horn að líta þá er ég sannfærður um að við getum fækkað slysum og tjónum enn frekar með aukinni árvekni og fyrirhyggju. Við hjá Strætó erum stolt af þeim árangri sem við höfum náð, en það má ekki sofna á verðinum. Öryggi í umferðinni er ekki átaksverkefni heldur þurfum við að sýna árvekni og vinna saman að fækkun slysa alla daga ársins. Það er von mín að með samstilltu átaki takist okkur að bæta þjónustuna og efla öryggisvitund okkar góða starfsliðs og annarra vegfarenda til langframa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Skoðun Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Sjá meira
Árlegir öryggisdagar Strætó og VÍS hófust 21. október og standa yfir í 5 vikur. Að þessu sinni er sérstök áhersla lögð á öryggi farþega Strætó ásamt almennu öryggi og er markmið átaksins að fækka slysum og árekstrum um 30% á milli ára. Átakið byrjaði innanhúss hjá Strætó, meðal annars með því að fara vel yfir öryggismál og einnig tóku starfsmenn þátt í að vinna þau skilaboð sem Strætó sendir frá sér í átakinu. Öryggisdagar, sem eru haldnir árlega, eru samstarfsverkefni Strætó og VÍS og er ætlun þeirra að auka forvarnir í umferðinni. Með verkefninu vilja Strætó og VÍS leggja sitt af mörkum til að fækka slysum, efla öryggi farþega og starfsmanna Strætó, minnka tjón og auka almennt öryggi á götum borgarinnar. Umtalsverður árangur hefur náðst við að fækka tjónum og slysum frá því að öryggisdagar Strætó fóru fyrst í gang árið 2010. Árangurinn sýnir, svo ekki verður um villst, að með samstilltu átaki getum við bætt okkur í umferðinni. Við státum af góðum árangri sem ber fyrst og fremst að þakka starfsfólki Strætó og virkri þátttöku okkar í að efla öryggi í akstri með vinnubrögðum sem eru til fyrirmyndar. Á síðustu tveimur árum hefur tjónum fjölgað aðeins aftur og því kappsmál að ná enn betri árangri. Með því að fækka tjónum og slysum aftur eykst öryggi okkar allra.11 milljónir Snögghemlun er algengasta orsök slysa á farþegum og er það nokkuð sem vagnstjórar hafa alltaf í huga því umhyggja fyrir farþegum okkar á að vera fyrsta boðorð í akstri Strætó. Vagnstjórar Strætó eru meðvitaðir í umferðinni, ávallt á varðbergi og ástunda vistakstur. Vistakstur er mjúkur og þægilegur akstur sem fer vel með farartækið, farþega og ökumenn. Með því að halda vöku okkar og sýna sérstaka aðgát fækkum við óhöppum og bætum öryggi allra í umferðinni. Það verður aldrei hægt að komast algjörlega hjá því að hemla í neyð í þungri umferð höfuðborgarsvæðisins en með því að halda góðri vegalengd á milli bíla getum við minnkað áhættuna. Í ár stefnir í að farþegar Strætó verði um 11 milljónir, við höfum jafnframt fjölgað ferðum og þar með eknum kílómetrum. En þrátt fyrir að við höfum í fleiri horn að líta þá er ég sannfærður um að við getum fækkað slysum og tjónum enn frekar með aukinni árvekni og fyrirhyggju. Við hjá Strætó erum stolt af þeim árangri sem við höfum náð, en það má ekki sofna á verðinum. Öryggi í umferðinni er ekki átaksverkefni heldur þurfum við að sýna árvekni og vinna saman að fækkun slysa alla daga ársins. Það er von mín að með samstilltu átaki takist okkur að bæta þjónustuna og efla öryggisvitund okkar góða starfsliðs og annarra vegfarenda til langframa.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar