Tiger búinn að reka þjálfara sinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. ágúst 2014 15:11 Tiger Woods. Vísir/Getty Atvinnukylfingurinn Tiger Woods hefur ákveðið að skipta um þjálfara en hann tilkynnti það á heimasíðu sinni í dag að samstarfi hans og Sean Foley væri á enda. „Ég vil þakka Sean fyrir hjálpina bæði sem þjálfari og vinur," skrifaði Tiger á heimasíðu sína en hann talaði um að nú væri rétti tíminn til enda samstarfið. Á síðasta móti þeirra saman mistókst Tiger að komast í gegn niðurskurðinn á PGA-meistaramótinu. Tiger hefur auk þess verið að glíma við meiðsli í baki sem hafa sett mikinn svip á golfið hans á þessu ári. Sean Foley fór fyrst að vinna með Tiger sumarið 2010 og hefur unnið mikið með sveifluna hjá þessum þekktasta kylfingi í heimi. Samstarf þeirra stóð yfir í fjögur ár. Tiger er ekkert að flýta sér að finna eftirmann Sean Foley. „Ég hef engan þjálfara í dag og set engan tímaramma á það hvenær ég mun ráða einhvern þjálfara," sagði Tiger ennfremur á heimasíðu sinni. Golf Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og pílukast Sport Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Körfubolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Atvinnukylfingurinn Tiger Woods hefur ákveðið að skipta um þjálfara en hann tilkynnti það á heimasíðu sinni í dag að samstarfi hans og Sean Foley væri á enda. „Ég vil þakka Sean fyrir hjálpina bæði sem þjálfari og vinur," skrifaði Tiger á heimasíðu sína en hann talaði um að nú væri rétti tíminn til enda samstarfið. Á síðasta móti þeirra saman mistókst Tiger að komast í gegn niðurskurðinn á PGA-meistaramótinu. Tiger hefur auk þess verið að glíma við meiðsli í baki sem hafa sett mikinn svip á golfið hans á þessu ári. Sean Foley fór fyrst að vinna með Tiger sumarið 2010 og hefur unnið mikið með sveifluna hjá þessum þekktasta kylfingi í heimi. Samstarf þeirra stóð yfir í fjögur ár. Tiger er ekkert að flýta sér að finna eftirmann Sean Foley. „Ég hef engan þjálfara í dag og set engan tímaramma á það hvenær ég mun ráða einhvern þjálfara," sagði Tiger ennfremur á heimasíðu sinni.
Golf Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og pílukast Sport Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Körfubolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira