Kvikan gæti náð inn í Öskju og tendrað öflugt sprengigos Kristján Már Unnarsson skrifar 25. ágúst 2014 19:45 Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur segir hættu á að kvikan frá Bárðarbungu nái inn í eldstöðvakerfi Öskju og geti þá tendrað öflugt sprengigos. Hann telur samt mestar líkur á að yfirstandandi hrina endi sem kvikuinnskot sem nái aldrei til yfirborðs. Rætt var við Harald í fréttum Stöðvar 2 í kvöld og Íslandi í dag. Haraldur fór með okkur að gígunum í Berskerkjahrauni í dag en hann telur mestu hættuna núna vera þá að kvikan undir Vatnajökli nái inn í aðra eldstöð, nefnilega Öskju. „Það er hugsanlegt að þessi gangur núna geti komið inn í kvikuþróna í Öskju og það er mikið vandamál. Kvikuþróin undir Öskju gæti innihaldið súra kviku, það er að segja líparítkviku, eins og kom upp í gosinu 1875. Það var eitt af stærri sprengigosum sem orðið hafa á Íslandi. Og við vitum það að þegar kvika kemur utan að inn í kvikuþró af súrri kviku, eins og gerðist 1875, þá verður sprengigos," segir Haraldur. Hann rifjar upp að í Öskjugosinu 1875 hafi öskufall orðið það mikið að stórar byggðir lögðust í eyði á Austurlandi, auk þess sem það eldgos sé talið hafa hrundið af stað fólksflutningunum til Vesturheims. Hann telur þó mestar líkur á að það verði ekkert eldgos heldur endi hrinan sem kvikuinnskot sem ekki nái til yfirborðs. Hann segir skjálftavirknina benda til að gangurinn sé enn á miklu dýpi, á 10-15 kílómetra dýpi, og sé jafnvel að færast dýpra. Haraldur segir að menn verði þó áfram að vera viðbúnir jökulhlaupi. Ef það verði eldgos sé ekki víst að það komi upp þar sem gangurinn endar. „Það er alls ekki víst. Gangurinn getur opnast allur. Þannig að það getur komið upp kvika miklu víðar og líka undir jöklinum. Þanng að hætta á jökulhlaupi er ekki búin. Gangurinn getur risið upp á yfirborðið á mjög skömmum tíma. Og þá kemur hann upp að hluta til undir jökli og veldur þá miklum hlaupum. Það má alls ekki afskrifa það." Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur segir hættu á að kvikan frá Bárðarbungu nái inn í eldstöðvakerfi Öskju og geti þá tendrað öflugt sprengigos. Hann telur samt mestar líkur á að yfirstandandi hrina endi sem kvikuinnskot sem nái aldrei til yfirborðs. Rætt var við Harald í fréttum Stöðvar 2 í kvöld og Íslandi í dag. Haraldur fór með okkur að gígunum í Berskerkjahrauni í dag en hann telur mestu hættuna núna vera þá að kvikan undir Vatnajökli nái inn í aðra eldstöð, nefnilega Öskju. „Það er hugsanlegt að þessi gangur núna geti komið inn í kvikuþróna í Öskju og það er mikið vandamál. Kvikuþróin undir Öskju gæti innihaldið súra kviku, það er að segja líparítkviku, eins og kom upp í gosinu 1875. Það var eitt af stærri sprengigosum sem orðið hafa á Íslandi. Og við vitum það að þegar kvika kemur utan að inn í kvikuþró af súrri kviku, eins og gerðist 1875, þá verður sprengigos," segir Haraldur. Hann rifjar upp að í Öskjugosinu 1875 hafi öskufall orðið það mikið að stórar byggðir lögðust í eyði á Austurlandi, auk þess sem það eldgos sé talið hafa hrundið af stað fólksflutningunum til Vesturheims. Hann telur þó mestar líkur á að það verði ekkert eldgos heldur endi hrinan sem kvikuinnskot sem ekki nái til yfirborðs. Hann segir skjálftavirknina benda til að gangurinn sé enn á miklu dýpi, á 10-15 kílómetra dýpi, og sé jafnvel að færast dýpra. Haraldur segir að menn verði þó áfram að vera viðbúnir jökulhlaupi. Ef það verði eldgos sé ekki víst að það komi upp þar sem gangurinn endar. „Það er alls ekki víst. Gangurinn getur opnast allur. Þannig að það getur komið upp kvika miklu víðar og líka undir jöklinum. Þanng að hætta á jökulhlaupi er ekki búin. Gangurinn getur risið upp á yfirborðið á mjög skömmum tíma. Og þá kemur hann upp að hluta til undir jökli og veldur þá miklum hlaupum. Það má alls ekki afskrifa það."
Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira