Heppin Auður Inga Rúnarsdóttir skrifar 2. desember 2014 07:00 Dagana 25. nóvember til 10. desember stendur yfir 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi. Ég er í starfsnámi hjá Mannréttindaskrifstofu Íslands sem heldur utan um átakið á höfuðborgarsvæðinu, og hef því fylgst vel með átakinu. Aukin innsýn mín í málefnið hefur gert mér dálítið ljóst. Ég er heppin. Ég er heppin vegna þess að ég hef ekki orðið fyrir alvarlegu kynbundnu ofbeldi. Vissir þú að tölfræðilega séð þá er þessi staðhæfing rétt? Ég er heppin að hafa ekki orðið fyrir alvarlegu ofbeldi vegna kyns míns. Þá er ekki þar með sagt að ég hafi aldrei orðið fyrir óviðeigandi áreitni, óþægindum eða ofbeldi af neinu tagi. Ég hef verið hunsuð, færð til, kallað hefur verið á mig, mér kennt um að vera kynköld þegar ég sýni ekki nægan áhuga og kölluð drusla þegar ég sýni of mikinn áhuga. En ég hef ekki orðið fyrir líkamlegu eða sálarlegu tjóni sem hefur fylgt mér eða haft alvarleg áhrif á mig, og þess vegna er ég heppin. Ég veit ekki með þig, en mér finnst það óhugnanlegt. Vissir þú að 42% kvenna eru ekki jafn „heppin“ og ég? Vissir þú að ein af hverjum fjórum konum hefur verið beitt kynferðislegu ofbeldi og tvær af hverjum fimm konum hafa verið beittar kynbundnu ofbeldi í einhverri mynd? Þetta eru ekki einhver illvirki sem gerast órafjarri og maður les um á netinu. Þetta er ekki að gerast í annarri vídd, öðru bæjarfélagi eða öðrum vinnustað. Kynbundið ofbeldi á sér stað í okkar nánasta umhverfi, og í okkar vinahópum og fjölskyldum eru konur (ft.) sem hafa orðið fyrir því. Konur sem eru ekki „heppnar“. Þessu vil ég breyta. Ég get bara vonað að 16 daga átakið og greinarnar hafi áhrif og veki umræður í samfélaginu. En þú, þú getur gert vonir mínar að veruleika. Þú getur rætt viðkvæmu málefnin. Þú getur spurt vini og kunningja hvort allt sé í lagi þegar þú ert í vafa. Þú getur gert heiminn örlítið betri með því að auðvelda umræðu um kynbundið ofbeldi. Ábyrgðin á ofbeldinu er gerandans. Ábyrgðin á þögguninni er okkar allra. Aukin umræða auðveldar þolendum jafnt sem gerendum að stíga fram og leita sér hjálpar. Með þessu móti getum við haft áhrif og dregið úr kynbundnu ofbeldi. Mér finnst rangt að eftirfarandi staðhæfing sé sönn: Ég er heppin vegna þess að ég hef ekki orðið fyrir alvarlegu ofbeldi vegna kyns míns. Ef þú ert sammála mér, leggðu þitt af mörkum og opnaðu umræðu um kynbundið ofbeldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Dagana 25. nóvember til 10. desember stendur yfir 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi. Ég er í starfsnámi hjá Mannréttindaskrifstofu Íslands sem heldur utan um átakið á höfuðborgarsvæðinu, og hef því fylgst vel með átakinu. Aukin innsýn mín í málefnið hefur gert mér dálítið ljóst. Ég er heppin. Ég er heppin vegna þess að ég hef ekki orðið fyrir alvarlegu kynbundnu ofbeldi. Vissir þú að tölfræðilega séð þá er þessi staðhæfing rétt? Ég er heppin að hafa ekki orðið fyrir alvarlegu ofbeldi vegna kyns míns. Þá er ekki þar með sagt að ég hafi aldrei orðið fyrir óviðeigandi áreitni, óþægindum eða ofbeldi af neinu tagi. Ég hef verið hunsuð, færð til, kallað hefur verið á mig, mér kennt um að vera kynköld þegar ég sýni ekki nægan áhuga og kölluð drusla þegar ég sýni of mikinn áhuga. En ég hef ekki orðið fyrir líkamlegu eða sálarlegu tjóni sem hefur fylgt mér eða haft alvarleg áhrif á mig, og þess vegna er ég heppin. Ég veit ekki með þig, en mér finnst það óhugnanlegt. Vissir þú að 42% kvenna eru ekki jafn „heppin“ og ég? Vissir þú að ein af hverjum fjórum konum hefur verið beitt kynferðislegu ofbeldi og tvær af hverjum fimm konum hafa verið beittar kynbundnu ofbeldi í einhverri mynd? Þetta eru ekki einhver illvirki sem gerast órafjarri og maður les um á netinu. Þetta er ekki að gerast í annarri vídd, öðru bæjarfélagi eða öðrum vinnustað. Kynbundið ofbeldi á sér stað í okkar nánasta umhverfi, og í okkar vinahópum og fjölskyldum eru konur (ft.) sem hafa orðið fyrir því. Konur sem eru ekki „heppnar“. Þessu vil ég breyta. Ég get bara vonað að 16 daga átakið og greinarnar hafi áhrif og veki umræður í samfélaginu. En þú, þú getur gert vonir mínar að veruleika. Þú getur rætt viðkvæmu málefnin. Þú getur spurt vini og kunningja hvort allt sé í lagi þegar þú ert í vafa. Þú getur gert heiminn örlítið betri með því að auðvelda umræðu um kynbundið ofbeldi. Ábyrgðin á ofbeldinu er gerandans. Ábyrgðin á þögguninni er okkar allra. Aukin umræða auðveldar þolendum jafnt sem gerendum að stíga fram og leita sér hjálpar. Með þessu móti getum við haft áhrif og dregið úr kynbundnu ofbeldi. Mér finnst rangt að eftirfarandi staðhæfing sé sönn: Ég er heppin vegna þess að ég hef ekki orðið fyrir alvarlegu ofbeldi vegna kyns míns. Ef þú ert sammála mér, leggðu þitt af mörkum og opnaðu umræðu um kynbundið ofbeldi.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar